Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MOBQUNBLAÐSrNS 3d Spakmæli Eftir Frejlif Olsen. Frá Malajalöndum. Myndin er úr bók Björgúlfs Ólafssonar læknis, „Frá Mal- ajalöndum“. Höf. sjest sjálfur á myndinni (3. frá h.). Hann er að kenna Malajabúum hjúkrunarstörf. Mig gildir einu hvaða dóma jeg fæ hjá mönnum — þar eð það eru ekki aimað en menn, sem dæma mig. * egar vinur minn verður fjand- inaður minn kemur það til af því, að hann hefir aldrei verið vinur minn — og jeg hefi aldrei verið vinur hans. Jeg hefi því ekki mist vin, lieldur aðeins feng- ið nýjan fjandmann — og sama máli er að gegna með hann, svo jafnt er á komið með okkur báð- um. * jög er það ánægjulegt að hafa hjá sjer gesti, og geta gert sjer von um að þeir fari ein- hverntíma. * kkur þykir mikið varið í, að á móti okkur sje tekið með einlægri ánægju, er við komum. En hversu mikils meira er um vert, ef það vekur verulegan sökn- uð, er við förum. * umt fólk er leiðinlegt, af því að það er svo þegjandalegt, en aftur aðrir eru ennþá leiðin- legri, af því að þeir eru sítalandi. * ið vitum, að menn eru mjög mismunandi. En hversu miklu meiri munur getur ekki verið á sama manninum. Hugsum okkur t. d. mismuninn á sama manni, þegar hann flækist svangur og auralaus um göturnar, og þegar sá hinn sami kemur sprangandi út úr bankanum með veski sitt fult af seðluin. * umt fólk sem á bíl er svo hreykið af honum, að engu er líkara en að eigendurnir hafi fundið upp bílinn og smíðað hann. En af hverju hefðu menn al- ment að gorta, ef þeir státuðu sig ekki af neinu öðru en því, sem þeir sjálfir hafa fundið upp. * f'tir því sem menn hlæja hærra á mannfundum, gráta menn beiskar í einrúmi. Hefir dáið 400 sinnum Margir kvikmyndaleikarar hafa sína ákveðnu sjergrein. John Miljan t. d. hefir sjerstaka æf- ingu í að deyja „á ljereftinu“. Sagt er að hann hafi dáið 400 sinnum, og það með mjög mis- munandi móti. Hann liefir verið hengdur og hálshöggvinn, drukn- að, dáið úr sulti, verið tekinn af í rafmagnsstól, og raarinn til dauða undir hrosshófum. En hann er ekki fyr risinn upp, en á hon- um þarf að halda til að deyja í annari kvikmynd. Kvenlögregla í London. Ný atvinnugrein er komin til sögunnar fyrir stæðilega ógifta kvenmenn í London. Lögreglan hefir ákveðið að fá konur til þess að vera sjer til aðstoðar við að hafa hendur í hári glæpamanna, sem hafast við í skrautlegustu veitingahúsum í Westend. Konur þessar þurfa að vera um 3 álnir á hæð, hafa alhliða ment- un, og vera vanar því að fara með skammbyssu. Fáar hafa enn orðið til þess að sækja um þessar stöður. Þótt þú farir -- (Undir laginu: „Nú veit jeg —“ eftir Karl Runólfsson). Þótt þú farir er jeg altaf hjá þjer, ekkert megnar þig að skilja frá mjer. Astin okkur leysti, ástin okkur treysti, eldur hennar hjörtu okkar fann. Kom þú því, þótt kaldir vindar gnauði, kæri, okkur skilur aðeins dauði, en lífið okkar bíður. ljúfur dagur fríður, loks við erum laus við heimsins bann. í hamingjunnar heimi skulum búa, hjprtum okkar verðum við að trúa. Gleymum grátnum tárum, gleymum liðnum árum, gæðum lífið geislaríkum yl. Ó, hve sælt að eiga slíka heima unaðar, og láta sig þar dreyma æfintýralöndin. Yndisleg er ströndin, er við siglum sæl í draumi til. — Vigdís frá Fitjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.