Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 4
36 I H LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^ Við vötnin Eftir Þorstein Jósepsson. Ivestasta og um leið hæsta landshluta Sviss, þeim sem AVallis heitir, er loftslag svo þurt og vindasamt, að gróður myndi ekki geta þrifist þar, ef ekki væru ráðstafanir gerðar til þess af mannavöldum. Á sumrin kemur oft ekki dropi úr lofti vikum og mánuðum saman, og ársvárkoma er þar helmingi minni, en senv þarf til þess að fullnægja gróðurskil- vrðum. Og þó vex þar gróður sem er fjölbreyttari og fegurri en ann- arstaðar norðan Alpafjalla. í suðurhlíðum Berua-Alpanna, í 460—810 m. hæð, er vínviðarrækt aðalatvinnuvegur AVallisarbúa, en það er eina vínviðarsvæðið í Sviss. sem er svo þurleut að þurfi að vökva það. Alstaðar annarstaðar þjáist vínviðurinn fremur af raka en of miklum þurk. Af þessari ástæðu hafa íbúarnir orðið að leiða vatnið ofan úr fjöllunum, í alt að þrjíi þúsund metra hæð, þar sem jökulvatnið beljar undan skriðjöklunum. Vegua þess hve landið er tröllslegt og sundurtætt af giljum og gljúfrum, er ekki hægt að leiða vatnið í skurðum, heldur er það leitt eftir stokkum eða rennum iir tirnbri eða holuni trjábolum. Leiðslurnar liggja oft utan í hyldjvvpum gljúfrum og hengiflugum, svo bröttum og þverhníptum, að í fljótu bragði virðist það vera ofvaxið mannleg- um skilningi hvernig hægt hefir verið að hrinda þessu þrekvirki í framkvæmd. — Vatnsleiðslurnar vekja vvndrun og aðdánn allra þeirra er sjeð hafa, þær hafa út- heinvt aðdáanlegt hugrekki, út- hald og trú á framkvæmd verks- ins, og þær eru eitthvert ágætasta dæmi um það, hvernig fátækir hændur geta leyst stórkostlegustu þrekvirki af hendi ef samhugur, samtök og vilji eru fyrir hendi. að nægir ekki að leggja leiðsl- urnar í eitt skifti fvrir öll, því þær útheimta geypi mikið við- hald á hverju ári. Sjerhver vatns- leiðsla krefst gæslumanns, sem ekki hefir annan starfa á hendi en sjá um og gera við leiðslu- stokkana og skifta vatninu á milli vínekrueigendanna. Staða hans er einhver hin hættulegasta, sem hægt er að hugsa sjer, og það tak- ast hana ekki aðrir á hendur en fííldjarfir ofurhugar. Einhver staðar hátt uppi í fjöllum er hon- unv reistur kofi, þar senv hann sefur og hvílir sig. ÞSr býr hanu frá því í aprílmánaðarbyrjun og langt fram á haust, þar eldar hanu matinn sinn á opnum hlóð- unv og þar sefvvr hauu á hörðu hálmfleti. Gæslumavvninuvn ber Á Mattehorntindi. skylda til, að fara meðfram endi- löngum vatnsleiðslunum á hverj- um degi og gæta þess að alt sje í röð og reglu og hvergi bilun. Ef rignir þarf einnig að fara með- fram þeim að næturlagi, því þá hættir leiðslunum við að fyllast af möl og grjóti og brotna niður. Hlýtur hverjum þeim, er sjeð hef- ir vatnsleiðslurnar hangandi í voðagljúfrum Alpanna, að hrjósa hugur við þeirri tilhugsun, að þar þurfi menn að ganga í myrkri, stormum og regni við ofurlitla glætu af ljóskeri, en án nokkurs stuðnings neinstaðar frá. Þar er hvert misstig og hvert hik á hin- um örmjóu og glerhálu fjölum, hrap niður í 'hyldjúp og ægileg gljúfrin. Og þar býður dauðinn manns í liverju fótmáli og við hvert augnablik sem líður. Allar smærri viðgerðir getur gæsluvnaðurinn gert einn, en stundum hafa leiðslurnar orðið fyrir grjóthruni eða skriðum, svo þær hafa brotnað eða fallið niður. Verður hann þá að fá hjálp vín- ekrubændanna, sem bregða eins skjótt við og uni eldsvoða væri að væða. Er þessi vinna svo hættu- leg, að líkurnar eru nærri eins vniklar til að mennirnir hrapi og vnissi lífið, eins og að þeir kovni Walliskur búningur. heilir heim til sín aftur. Af þess- ari ástæðu eru ýmsar trúarlegar varúðarráðstafanir gerðar, t. d. sú, að enginn má taka þátt í vinn- unni nema hann hafi rjett áður beðið „Faðir vor“ fimm sinnum upphátt. Enginn ómyndugur uug- lingur, enginn útlendingur og enginn afbrotamaður má starfa við vatnsleiðslurnar, því það er trú manna,-að þær beri því aðeins giftusamlegan árangur, að aðeins heiðarlegir borgarar í hjeraðinu sjálfu vinni við þær. Þá var það til skamms tíma föst venja, að vínbændurnir höfðu með sjer prest þegar þeir gerðu við leiðslu- stokkana; var það gert í þeim til- gangi, að þeir stöktu vígðu vatni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.