Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43 Smásaga eítir Guðrúnu Jónsdóttur. Sólveig þvottakona liggur á legubekknum og hvílir sig eftir síðasta þvottinn. Hún er þreytt, hræðilega þreytt, það eru þreytu- drættir um hörkulegan munninn og hún liggur grafkyr og hugsar. Það er sólskin úti og sólin gæg- ist inn um gluggann til hennar. Hún korfir á geislana og augun fá mildari blæ. — Sólin.-- Hún þegir enn og liggur kyr um stund með lokuð augu. Svo lítur hún aftur upp og horfir á sólargeislana á veggnum. Það er kyrt umhverfis hana, húsið ar grafhljótt, aðeins lágur ómur af fótataki fólksins berst inn utan frá götunni. Hún lætur hugann fljúga heim að Hlíð, æskuheimili hennar. Það er sólskin heima; — sólskin í skóginum.-- Hún lokar augunum á ný, og það koma drættir í kringum munn inn. — Heima í Hlíð — Þórir! — Nú gleymir hún alveg hvar hún er. Þórir! — Það eru nú þrjátíu ár síðan. Þá var hún ung og lag- leg; nú er hún gömul og þreytt á lífinu. Hún hefir alla æfi barist við sína eigin hörku. En Þórir. — 1 huga hennar er hann altaf hinn sami og hann var fyrir þrjátíu ár- um síðan. Hún gleymir sjer alveg við minninguna, gleymir stund og stað. Hún sjer hann, eins og hann var, hraustur og djarfur. Hvernig hann þreif hina piltana og þeytti þeim frá sjer eins og þeir væru fífuvetlingar. Hann var sterkur; sterkastur allra verkamannanna við fjárhúsbygginguna hjá föður hennar, Pjetri gamla í Hlíð. Það var hreinasta unun að sjá hann vinna, og enginn söng jafn hátt og glaðlega að loknu verki og hann. Hann var hrifinn af henni, og hún sá það. Hún ljest ekki vita af því, en sá það samt; og hún skalf af gleði þegar liann leit á hana og hló —; og hún flýtti sjer í burtu til þess að hlæja ekki með honum. Og hún hastaði á sjálfa sig fyrir þetta og rjetti betur úr sjer; harkan fekk aftur yfirhönd- ina. Hvað þá!. Hann er fátækur bóndastrákur, verkamaður við fjárhúshygginguna; hann ætti að leyfa sjer að fella ást til mín! Það væri þó sannarlega að bíta höf- uðið af skömminni. Jeg, Solveig Pjetursdóttir í Hlíð, dóttir Pjet- urs Ólafssonar óðalsbónda, dóttur- dóttir hreppstjórans og sonardótt- ir Ólafs í Hlíð, sem var ríkasti bóndinn í sýslunni á sinni tíð. Og hann, þessi!------ Hún þuldi þetta alt upp í hug- anum í hvert sinn og hún varð þess vör að hún hugsaði hlýlega til Þóris, eða viðurkendi að hann væri myndarlegur. Það var eins og það veitti henni meira mótstöðu- afl. Nei, hún var ekki ástfangin í honum, ekki minstu vitund, og hann skyldi voga sjer---------- Svo var það eitt kvöld, að húti gekk út og upp í skóginn í lilíð- inni. Þá mætti hún Þóri. „Gott kvöld“, sagði hann bros- andi og lyfti húfunni. Hún tók ekki undir, en stóð og starði á hann; og hún fann til undarlegs skjálfta og máttleysis í hnjánum. Hann kom nær, en hún stóð kyr og þegjandi. Þá lagði hann handlegginn um mitti henn- ar, og áður en hún vissi af, hafði hann kyst hana á blóðrauðar, titr- andi varirnar. Hún varð utan við sig. Eitt augnablik gleymdi hún hvar hún var og hver hún var og lá kyr í faðmi hans örugg og óttalaus. En svo kom þrjóskan upp í huga hennar. Óbreyttur verkamaður liafði vogað að kyssa hana; Sol- veigu Pjetursdóttur í Hlíð! Hún blóðroðnaði og fokreiddist, sleit sig lausa og hljóp bust með tindrandi augum. Um kvöldið og nóttina lá hún í rúmi sínu og grjet af reiði og sneypu. Og hún var sárreið í marga daga á eftir og vildi ekki einu sinni ganga upp í skóginn. En skógurinn freistaði hennar grænn og angandi af vorilmi. — Og kossinn. — „Nei“, sagði hún við sjálfa sig. „Jeg skal eklri fara þangað“. — En hún fór samt, og beið; — en hann kom ekki. Þá blossaði rejðin upp í henni á ný og hún lofaði sjálfri sjer að hún skyldi aldrei fara þangað oftar. Sumarið leið og hún gekk að vinnu sinni þögul og fáskiftin. Hún bar höfuðið hátt og lá á hatrinu eins og ormur á gulli. Hún hataði þennan bóndastrák, sem hafði kyst hana á móti vilja hennar. Hvin skyldi aldrei hitta hann framar, aldrei tala við hann. Hún var honum að öllu leyti miklu fremri. Árið leið og annað til, en aldrei sá hún Þóri. Hann var alfluttur úr sveitinni og enginn vissi hvert. Solveig heyrði þetta og þagði; en í hjarta hennar bærðist eitthvað sem líktist niður bældum gráti — Þórir —! Nei! Hún hristi höfuðið. Hvað kom hann henni við? Það liðu fjögur ár. Með hverju árinu sem leið varð hún hörku- legri og hörkulegri og menn hræddust þessa hörku, þessi níst- andi köldu augu og samanbitnar varirnar. En í hjarta hennar var mikil breyting á orðin. Henni var orðið það ljóst að liún elskaði Þóri; elskaði hann ofsalega, heitt. Kossinn brann ennþá á vorum hennar. Hún læddist upp í skóg- inn og sat þar sem þau höfðu mæst, þar sem hann hafði kyst hana. En hún ljet engan fá minsta pata af því, sem gerðist í hjarta hennar. Hún Solveig í Hlíð ætti nú ekki annað eftir, en að láta náungann vita, að hún elskaði fá- tækan bóndason af öllu sínu hjarta, og að ást hennar væri von- laus. Fyr skyldi hún deyja. FRAMH. Á BLS. 47. Kossinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.