Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 6
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nvað framundan er -- eða gæti verið. I. Til er eftir gríska spekinginn og vísindamanninn Aristóteles stutt ritgerð um spádóma, sem jeg hefi einhverntíma lesið, en gleymt síðan að öðru en því, sem mjer þótti mikilvægast. En það er þetta. Aristoteles hefir um framtíðina bæði orðið mellon, það sem dregur til eða verða vill, og esomenon, það sem verða mun. Vanalega er mellon sama sem esomenon, eða með öðrum orðum það sem verða vill, er það sem verður. En það er þó ekki altaf. Ef einhver, sem sjer livað verða vill, getur breytt til um aðdrag- andann, verður esomenon ekki sama sem mellon. Og ef til vill getur það orðið til nokkurs gagns við skýringar á spám, sem ekki rættust, að hafa þetta í huga. H. Hin mesta þörf er á því um ýms tíðindi nálægrar framtíðar, að þau verði á annan veg en helst horfir nú. Er mjög illa spáð fyr- ir þessu nýbyrjaða ári, og þarf það að vísu varla að efa, að svart ara hefir varla verið fyrir stafni í sögu mannkynsins en nú er. Aldrei hefir verið til líkt því eins fullkominn og stórkostlegur út- búnaður til að framkvæma eyði- leggingu og nú, og aldrei áður nálægt því eins mikið til að leggja í rústir. Og svo er ennfremur það, sem náttúrufræðingum er helst treystandi til að koma auga á. í sjálfri jarðsögunni virðist nú draga til nokkuru meiri ofsa í rás viðburðanna en verið hefir um langa hríð, þegar miðað er við aldur mannkynsins. Er það í sam ræmi við skoðanir ýmissa hinna vitrustu n^anna, þegar sagt er, að ef brestur á úr sorta þeiin, sem framundan er, mun jelið verða svo ógurlegt, að það er meir en efasamt, að menningiu rjetti við á eftir. Ef dæma skal eftir þeim aðdragandanum, sem mest ber á, þá er það lokakafli mannkyns- söguilnar, sem í hönd fer, og hann af hræðilegustu tegund. Þannig er to mellon. En svo er eftir að vita, hvort ekki má stýra eitt- hvað annað en inn í svarta bakk- ann, sem nú er á stefnt. Eða með öðrum orðum, breyta svo til um aðdraganda, að esomenon verði ekki sama sem mellon. m. Á þessum síðustu áratugum hef ir komið fram ekki alllítið af því, sem nefna mætti aldaskiftabókmentir, og munu flestir bókfróðir menn kannast við hið mikla rit Oswald Spenglers, er hann nefnir Unter- gang des Abendlandes, Endalok Vesturlandaþjóðanna. Til þeirra bókmenta er einnig sjálfsagt að telja hið fræga rit dr. Alexis Carrels, Man, the Unknown, Mað- urinn, hin óþekta vera. Bókin er rituð af mjög glöggum skilningi á því, að ógurlegt sje um að lit- ast, þegar horft er til framtíðar mannkynsins. Carrel er þeirrar skoðunar, að mannkynið þurfi að breytast mjög til batnaðar, ef það á að bjargast. Og hann er ekki vonlaus um, að svo geti orðið, með tilstyrk vísindanna, og þá einkum mjög aukinnar og endur- bættrar læknisfræði. Annar ágæt- ur líffræðingur, og þó ennþá miklu fremur skáld, H. G. Wells, hefir verið á þessari sömu skoð- un, að mennirnir þurfi að breyt- ast mjög til batnaðar, ef þeir eiga að geta skapað viðunandi mann- fjelag. Og í sögunni Ilalastjörnu- dagar, In the days of the Comet, sem mjer þykir ekki ólíklegt að sje ein allrabesta skáldsagan, sem rituð hefir verið — lýsir hann því, hvernig þetta gæti orðið. Halastjarna rekst á jörðina og sveipar hana lofttegund, sem hef- ir þau áhrif, að hver skepna, sem andar henni að sjer, sofnar. Og þegar vaknað er af þeim svefni, þá eru menn gerbreyttir, hafa aukist svo að viti og þrótti, að nú verður komið á þeirri mann- fjelagsbreytingu, sem svo mikil er þörfin á, og það án þess að nokkursstaðar sje um róstur að ræða, eða það sem nefna mætti byltingu. Ef mig misminnir ekki, þá er til eftir Conan Doyle stutt saga, þar sem aðalhugmyndin er mjög svipuð. Veit jeg ekki, hvor sagan er eldri; en hvað sem því líður, þá virðist mjer ólíklegt, þar sem stór skáld eiga í hlut, að um stælingu sje að ræða. Er hitt miklu sennilegra, að sög- ur þessar eigi rót sína að rekja til tíðinda,sem gerðust annarsstað ar í heimi, og skáldin sáu í huga sínum, og sje þá líkt til orðnar og þessi stórkostlega styrjaldar- saga, sem í biblíunni stendur, og nefnist Opinberunarbókin. Mun að vísu engin af þeim skáldsög- um, sem menn lesa með mestum áhuga, vera til orðin án þess sem nefnt hefir verið innblástur, og eru þá raunar sögur úr öðru lífi, framlífinu, sem skáldin hafa að heita má þýtt og breytt eftir á- stæðum frumlífsins hjer á jörðu. Sum mjög hraðritandi skáld, eins og t. d. Alexander Dumas og Edgar Wallace, hafa verið hin ná- skyldustu í eðli miðlum beim, sein rita ósjálfrátt. IV Jeg er sammála dr. Alexis Carrel um, að aukna þekkingu þarf t;l að bjarga mannkyninu. En anaars virðist mjer mjög 6- fullnægjandi það sem t ann ritav um einmitt þetta efa'. Það, sem með þarf til úrsLta, er ekki tekið > fram, hin nýja lífaftfræði (Bio- dynamik) er varla komin til sög- unnar, og stjörnulíffræðin (Astro- biologi) alls ekki. Jeg hygg held- ur ekki, að sögncnar, sem jeg nefndi, eftir H. G. Wells og Con- an Doyle, gefi rjetta mynd af því sem verða mun. Að vísu er það rjett, að gerbreyting mun verða á skömmum tíma. En sannleikur- Eftir dr. Helga Pjeturss.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.