Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 inn mun verða — eða gæti a. m. k. orðið — langtum furðulegri en jafnvel hinn Ijómandi skáldskap- ur Wells. Það sem þarf er að íbú- um annara jarðstjarna, sem langt- um lengra eru á leið komnir til fullkomnunar, gefist kostur á að rjetta oss hjálparhönd. En til þess að það geti orðið,þarf að haga mun öðruvísi til lijer á jörðu en nú er. Upphafsatriði er það, að menn færi út líffræðina á þann hátt sem jeg hefi svo oft minst á, og skilji hver nauðsyn er á samþætt- ing lífsins hjer á jörðu við hið fullkomnara líf annarsstaðar í al- heimi. Munu fljótt verða slíkar framfarir, sem nauðsynlegar eru til þess að hið bjargandi samband geti tekist, þegar þegin verða byrjunaratriðin. Horfurnar eru að vísu nú ennþá miklu ógur- legri en vorið 1914, þegar jeg sagði fyrir hin geigvænlegustu tíðindi, ef þessu máli yrði ekki sint. En hinsvegar hefir nokkuð verið greitt fvrir, og líkurnar til þess, að takast muni að afstýra voðanum, sem stefnir til þess að spilla svo högum mannkynsins, að ekki verði framar úr bætt, eru nú mun meiri en þá. 1. febr. Helgi Pjeturss. „ÁRAN“: ÚTGEISLUN- IN FRÁ LÍKAMA MANNSINS. Enskur vísindamaður, dr. Kiln- er, starfsmaður við St. Thomas spítala í London, hefir í mörg ár rannsakað útgeislunina frá hinum mannlega líkama, sem kölluð er „ára“. Geislabauga þessa hefir hann getað slsoðað með því að setja í augu sjer efni, sem heitir Dicyanin. Segir hann að geislabylgjur þessar sjeu hundrað miljónasti partur úr millimetra að lengd, en stystu bylgjur, sem ná til jarðar frá sólinni, eru af sömu lengd. Kilner er sannfærður um, að hann hafi sjeð hugsanabylgjurn- ar. Næsta sporið er að geta tekið mynd af þeim, segir í erl. blaði. ——<m»—— KOSSINN. FRAMH. AF BLS. 43. Þegar fjögur ár voru liðin frá því að Þórir fór; fór faðir Sol- veigar „á höfuðið“. — „Hvað er að heyra þetta! Hann Pjetur ríki í Hlíð. Það er ómögulegt“. En heimurinn hjarði nú samt, þó að Pjetur vrði ekki eins heppinn. Hann fórst af sly'si uppi í Fellum í kindaleit. Einhver hvíslaði ,,að það hefði varla gengið eðlilega til“; en enginn þorði að segja það upphátt um föður Solveigar. Allir voru hræddir við hana. Hún flutti til Reykjavíkur. Hún átti ekkert eftir af öllum auðnum; hún var orðin svo fátæk að hún varð að vinna fyrir sjer meðal ókunnugra. Það var erfitt fyrir hana, jafn stórlynd og hún var. En þrjóskan hjelt henni uppi — og minningin um kossinn; honum gat hún aldrei gleymt. Henni fjell illa við húsmæðurnar, sem liún vann hjá og hætti því að vinna hjá nokkurri sjerstakri; þvoði að- eins þvotta hjer og þar. Það gekk betur; þá þurfti hún ekki að beygja sig eins undir annara vilja. En það sleit kröftum hennar í öll þessi ár, næstum þrjátíu, sem hún hafði þvegið fyrir aðra. Nú var hún orðin svo gömul og útslit- in að hún þoldi ekki eiuu sinni að þvo fyrir sjálfa sig. Hún hafði verið dugleg þvottakona og liafði altaf fengið næga vinnu og hún var sívinnandi. Það fje, sem af- gangs varð, frá daglegum þörfum hennar ljet hún í bankann. Nú átti hún allálitlega fjárupphæð og þurfti ekki að vinna tins mikið. Hún var, hvort sem var, orðin svo slitin, að hún gat það tæpast. í öll þessi ár liafði minningin um Þóri vakað í huga hennar. Það komu aldrei neinar aðrar minningar sem gætu skygt á hana. Hún varð dýrmætasta eignin henn- ar, og eftir því sem árin liðu varð hún henni æ dýrmætari og dýr- mætari. Hún hugsaði til þess með klökkva. Hún hafði ekki lifað margar sælustundir; í rauninni aðeins þessa einu. En hún þafði líka átt þá stund, hún og engin önnur. Það var hið eina, sem rjett- lætti æfi hennar og alt það myrk- ur og allan þann kulda, sem hún hafði orðið að búa við. Það varð hennar eigin heimur, bjartur og fagur, innilega blíður og ástljúf- ur, vordagur uppi í grænum, ilm- andi skóginum. Hún liggur á legubekknum og grúfir höfuðið niður í koddann; hana svíður í augun af tárunum. Svo rís hún upp og tárin glitra í augunum, hörkulegum og köldum. Hvað er þetta! Var hún að gráta? Hún Solveig frá Hlíð! Nei, það er þó ómögulegt. En það er nú satt, eigi að síður. Hún er ekki jafn köld og hún sýnist vera; ekki þegar hún er ein með minningunum. Þegar hún talar við aðra eru augu hennar hörð og köld; en þegar hiin er ein er liún gömul og einmana, og hún þráir hamingju; þá hamingju sem henni aldrei auðnaðist að njóta. Eins og til dæmis í dag. Hún er svo þrevtt. Þreytt á vinnunni og þreytt á lífinu. Og hún á að- eins eitt, sem hún getur huggað sig við í raunum sínuin: Kossinn! — Guðrún Jónsdóttir. JÓN STERKI. FRAMH. AF BLS. 45. Jóni þetta þóf, og árangurslausa strit. Tók hann þá kaðal og batt undir höndur sjer, og Ijet sig svo síga niður á skerið, tók sjór hon- um vel í buxnastreng á skerinu. Þegar Jón hafði fótað sig vel á skerinu, setti hann bak og herðar að kinnung skipsins, en tók báð- um höndum á stefni skipsins, og hrynti svo skipinu piður af sker- inu, eins og smábátur htfði verið. Gamlir sjómenn í Vogunum, sem voru sjónarvottar að þessari ótrú- legu aflraun Jóns Daníelssonar, sögðu bæði föður mínum og Jóni föður Sigurjóns frá þessu, og undruðust, sem eðlilegt var yfir aflrauninni. En mörgum árum seinna, þegar Jón var orðinn blind ur, og faðir minn heimsótti afa sinn, og þessi aflraun barst í tal hjá þeim, sagði gamli maðurinn við föður minn: „Ójá, frændi, jeg tók víst í það eina skifti á öllu því, sem jeg átti til bæði í herðum og höndum“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.