Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Blaðsíða 1
7. tölublaS. Sunnudaginn 21. febrúar 1937. XII. árgangur. h.f. 2.592.632 æskumenn kalla hann höfðingja sinn. Þaim 22. febrúar 1857 fæddist í Stanhopestræti í Lundíina- borg mikilmennið heimsfræga Ro- bert Steplienson Smvth Baden-Po- well, stofnandi skátareglunnar og æskulýðsleiðtogi allra þjóða. Á morgun er hann því áttræður að aldri. Frá öllum löndum heims munu til lians streyma árnaðaróskir og þakklæti fyrir hið ómetanlega starf hans á sviði uppeldismál- anna og til þroskunar og velfarn- aðar liinni uppvaxaudi kynslóð. Faðir lians var víðkunnur guð- fræðingur, prófessor við Oxford liáskóla. Hann lagði og stund á náttúrufræði. En móðir hans var dóttir W. H. Smyths yfirflota- foringja. Þau hjón eignuðust 10 börn, eina dóttur og 9 syni, og var Robert þeirra yngstur. egar Robert var fjögra ára misti hann föður sinn, og' stóð ekkjan uppi með lítil efni og 8 börn, það elsta á 14. ári. En hún var miklum mannkostum bú- in, og fengu börn hennar hið besta uppeldi. Var heimilislífið hið ást- úðlegasta á heimili hennar. Eldri börnin hjálpuðu jafnan yngri systkinunum og vöndust þau öll í uppvextinum á hlýðni og fórn- fýsi. Þegar Róbert litla óx fiskur um hrygg vann hann ötullega að því að hjálpa móður sinrii, eins og hin systkini hans. Hún iagði ekki mikla áherslu á að troða í börn sín skólalærdómi, en hjelt þeiin sama sið, og faðir þeirra hafði haft, að leiða þau út í náttúruna og sýna þeim og skýra fyrir þeim það sem þar bar fyrir auga. • Tólf ára gamall fór hann í barnaskóla og fekk þar þann vitn- isburð, að hann liefði verið skól- anum til fyrirmyndar. En 19 ára útskrifaðist hann úr Carterhouse • heimavistarskóla, í apríl 1876. Auk lærdómsins, er ekki var sjerlega mikill, átti hann það sem meira var, liraustan líkama, þjálfaðan Sir Robert Baden-Powell verður áttræður á morgun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.