Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Síða 2
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS af vinnu og íþróttum, heilbrigða og glaða lund. íi átti liann að fara til há- skólans I Oxford. En í jiilí sama ár var haldið próf við hreska liðsforingjaskólann, og var öllum heimilaður aðgangur þar. Sto, en svo var Robert Baden-Powell þá nefndur, gekk undir próf þetta, og v$rð öllum það hið mesta undr- unarefni að hann skildi verða sá 5. í röðinni við prófið, af 700 sem undir það gegnu. í september sama ár var hann útnefndur undirforingi í 13. deild hins breska riddaraliðs, og sigldi nú til Indlands, en þar hafði ridd- aradeild þessi aðsetur. Herdeild þessi var í mörg ár í Indlandi, og fekst Robert Baden Powell þar tnest við landmælingar. Árið 1883 varð hann deildarstjóri og næstu 4 árin gerir hann updrætti af 9000 ferkílómetra svæði. Árin 1892—1894 er hann á Maltaeyjum. En því næst um hríð í Englandi. Þangað til árið 1897. Þá fer hann aftur til Indlands, og er nú orðinn majór. Árið 1899 fer hann til Suður-Afríku og sest að í sveitaþorpi sem heitir Mafe- king, þar sem voru uokktvr þús. íbviar. Pann 11. október sama ár braust ófriðurinn út milli Breta og Búa. Og þann 13. sama mánaðar umkringdi Búaforinginn Cromje Mafeking með 6759 Búa og 10 stórskotaliðsdeildir. Utlitið var ekki glæsilegt fyrir Baden-Powell. En geta má nærri, að hann hefir notað vel þessa tvo daga, sem hann hafði til umráða, til þess að vígbúa þorpið sem best. 58 vígi voru reist, skotgrafir grafnar, varðturnar reistir, og gamlar fallbyssur grafnar upp, sem legið höfðu mörg ár í jörðu, skotheld skýli voru útbúin o. m. fl. Aðeins 576 þjálfaðir hermenn voru í þorpinu, en um 400 aðrir vopnfærir karlmenn, en hergögn voru öll ljeleg. Um umsátur þessa hefir Baden- Powell skrifað á þessa leið: Jeg var svo heppinn að hafa þá ánægju, ef ánægju skyldi kalla, að sjá stórskotalið Búa raða sjer upp til atlögu, og reyna hve langt fallbyssur þeirra drægju. Svartir reykjarmekkir gusu upp og sprengikúlur fjellu niður hjer og þar á götum bæjarins. Jeg svipaðist um, til að sjá hvaða áhrif þetta hefði á fólkið. Ung stúlka kom á reiðhjóli eftir göt- unni. Jeg kallaði til hennar og skipaði henni að hafa sig á brott, því hjer væri lífshætta á ferðinni. Hún bað auðmjúklega fyrirgefn- ingar, sagðist ekki hafa vitað að þetta væru sprengikúlur og helt svo leiðar sinnar, eins og ekkert hefði í skorist. Drengjahópar þustu um bæinn til þess að skoða hvaða áhrif kúl- urnar hefðu. Þeim fanst þetta auðsjáanlega spennandi leikur. Cromje hershÖfðingi Búa sendi Baden-PowTell nú boð, og spurði liann, hvort hann vildi ekki gefast upp, til þess að forðast óþarfa blóðsúthellingar. Baden- Powell gerði honum þau orð t.il baka, að æskilegt væri að komast hjá blóðsúthellingum, en til þess væri sú leið, að Búaliðið hefði sig á brott. Þessari orðsendingu svaraði Cromje með 26 klukkustunda lát- lausri stórskotahríð. Að því búuu bauð hann Baden-Powell grið að nýju. En hann svaraði Cromje, að hann skyldi gera aðvart er honum þætti nóg komið. Eftir þetta var um engar sættir að ræða. í 217 daga varði Baden-Powell Mafeking. Aldrei fyr hafði óvíg- girt bojg varist svo lengi. Og mannfall í borginni var furðu lítið til þess að gera. í þessa sjö mán- uði höfðu aðeins 273 menn fallið, særst eða verið teknir til fanga. En 20.000 sprengikúlum liafði rignt yfir borgina þenna tíma. En bágt var ástandið í Mafe- king eftir þessa 7 mánuða um- sátur, matarskortur og önnur vandræði, enda var Búahershöfð- inginn Eloff svo viss um sigur að hann tilkynti hermönnum sínum, að þeir skyldu á tilteknum tíma fá morgunverð í Mafeking. En honum brást bogalistin. Matinn borðuðu þeir sem herfangar, en ekki sem sigurvegarar. Eftir ófriðinn varð Baden-Po- well yfirmaður 6000 manna lögreglu og hjálparsveitar í hinu hernumda landi. I 3 ár vann hann að því að lækna þau sár, sem af ófriðnum hafði leitt. Þetta tókst honum svo vel, með drengskap sínum og öðrum mannkostum, að undrun sætir. Var það fyrst og fremst hans verk, hve fljótt greri um heilt með Búum og Bretum. Eftir þetta hvarf hann heirn til Englands og var skipaður um- sjónarmaður við riddaraliðið. Þá varð hann þess fljótt á- skynja, að eitthvað meira en lítið var bogið við hugarfar og uppeldi æskulýðsins í landinu. Tugir þús- unda sátu jafnan aðgerðalausir og horfðu á íþróttir fárra manna, án þess um nokkra þjálfun, þátttöku eða líkamsuppeldi þeirra væri að ræða. Hvað gekk að þesu fólki 1 Líf þess var fánýtt. Það lifði fyrir veðmál, vín, tóbak og aðrar nautn- ir, er virtust vera hugsjónir þess. Hann hugsaði með sjer. Er ekk; dýrasta verðmæti Eng- lands þarna að fara forgörðum'? Vantar æskuna ekki leiðbeinanda,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.