Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 < Fyrstu skátatjaldbúðir, sem reistar hafa verið, þar voru á Brbwnsee-eyju í ánni Thames 1907, er hún stendur á krossgötum lífs- ins. Baden-Powell hefur máls á þessu, í ræðu og riti. Og sumarið 1907 hefst hann handa. í ágúst safnar hann saman hóp drengja af öllum stjettum og legst út með þeim. Þá er skátahreyfingin hafin. í Mafeking hafði Baden-Powell safnað drengjum frá 11 ára aldri í eina sveit, og látið þá elda mat, hjúkra særðum, standa á verði, njósna og margt annað. Af við- kynning sinni við drengjasveit þessa sá hann, að dáð og dugur býr í hverjum dreng, ef hann fær að njóta sín, og er ekki alinn upp í of miklu dáðleysi og eftirlæti. Hann hugsaði sjer að búa drengjahóp sínum leik, sem væri bæði gagn og gaman að. En að þessi leikur vrði svo góður og að- laðandi, að drengir um heim all- an vildu taka þátt í honum, það kom höfundi ekki til hugar. Drengjahóp sinn nefndi hann ,,8couts“ (Skáta), sem þýðir njósnarar, en þannig nefndi hann drengjasveit sína í Mafeking. Af lögum þeim og reglum, sem Baden-Powell setti skátun- um sínum, sýndi hann best hvgg- indi sín og frjálslyndi. Hann vildi ekki binda f jelagsskapinn við neinar tríimála- nje stjórnmála- stefnur, eða annað sem gæti vald- ið ofstæki og flokkadráttum, nje heldur fastákveða vín- og tóbaks- bindindi. Því hann leit svo á, að hver skáti yrði að vera algerlega frjáls maður, og kæmi því ekki til mála, að hann væri þræll neinna nautna, sem víns og tó- baks. En slíkt hlyti að vera undir honum sjálfum komið. í árslok 1936 voru 2.592.632 skátar alls í heiminum í 49 lönd- um. Hafði ’skátum fjölgað á því ári um 86.889. En auk þessa er kvenskátareglan, og ýmsar aðrar greinar skátastarfseminnar er ekki tilheyra aðalreglunni. Baden-Powell er maður mjög viðfeldinn og blátt áfram í viðmóti. Hann lifir mjög óbrotnu Jífi. Starfsmaður er hann mikill, ræðumaður og ritskörungur, hefir ritað mikið um uppeldismál. Bæk- ur hans hafa verið þýddar á nál. 50 tungumál. Rúmlega fimtugur að aldri gift- ist hann. Kona hans Olavia Soam- es er mikið yngri en hann. Þau hjón hafa eignast tvær dætur og einn son. Ekki hefir Baden-Powell verið auðugur að fje, fremur en aðrir hugsjónamenn. Árið 1925 söfnuðu allir skátar heims til heiðursgjaf- ar handa honum, og lagði hver skáti sem svaraði 25 aurum í þann sjóð. Varð úr því álitleg upphæð. í fyrra dó einn æskuvinur hans, og arfleiddi hann að 25.000 ster- lingspundum, en konu hans að 5000 sterlingspundum. Hefir þáð bætt mjög úr fjárhag hans. Heiðursviðurkenningu hefir hann fengið frá öllum löndum, þar sem skátareglan starfar, nema frá Is- landi. Hann er nú um það bil að vera kominn til Tndlands. Þar ætlar hann að taka þátt í stóru skátamóti, „jamboree", sem kallað er. En svo nefna Indverj- ar mót þau, er ættbálkar þeirra halda. En skátareglan er sem stór og mikill ættbálkur, sem fer sífelt stækkandi, þar sem ættarhöfðing- inn er Baden-Powell. Hann er enn hiun ernasti, þó áttræður sje. Verður eigi sjeð, af nokkrum lín- um, er undirritaður fekk frá hon- um, um það leyti sem hann lagði upp í Indlandsferð sína, að hann sje vitund skjálfhentur. Margar og hlýjar heillaóskir munu honum berast á áttræðis- afmælinu, frá miljónum skáta, eldri og yngri, um allan heim. En margir menn, sem utan við skáta- regluna standa, munu senda hon- um þakkir fyrir ómetanlegt starf. Því þar sem skátahreyfingin og önnur fögur æskulýðsstarfsemi er í blóma, þar birtir yfir framtíð þjóðanna. Gunnar Guðlaugsson. — Eruð þjer nú fullkominn heiðursmaður 1 — Svo að segja, mig vantar eina tönn í efri góminn!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.