Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Side 4
84 LESBÓK MORQUNB LAÐSINS r Olafsvík Verslunarhúsin í Ólafsvík fyrir 1800. — PANN 26. mars næstkomandi eru liðin 250 ár síðan að gefin var út lög þess efnis, að verslunarstaður skvldi vera í ól- afsvík. Frá öndverðu haf’ði verið versl- un í Rifi. Englendingar sigldu þangað um langan aldur og voru stundum ærið uslsamir, eins og kimnugt er t. d. af viðureign þeirra við Björn ííka á Skarði. Þegar einokunarverslunin var stofnuð, var svo fyrirskipað að í Rifi skyldi vera ysti vsrsiunar- staðurinn á Snæfellsnesi. Höfnin í Rifi var afbragðsgóð, því að kaupförin gátu legið inni í svonefndum Rifsós. Um 1680 fer að bera á því að ósinn er farinn að breyta sjer og er þegar orðinn svo grunnur, að stór kaupför geta naumast komist inn í hann. Á næstu árum eru skipstjóraruir, sem sigla með vörur til Rifsversl- unar, stöðugt að senda umkvart- anir til verslunarstjórnarinnar, út af höfninni. Árangurinn af þess- um umkvörtunum verður svo sá. að í Ólafsvík skuli vera verslun- arstaður. Þó að tilskipunin 1687 mæli svo fyrir, að verslunarstaður skuli vera í Ólafsvík, er því hinsvegar tekið fram, að þar skuli aðeins bvgt eitt vörugeymsluhús, en að verslunin sje í Rifi eins og áður og að verslunarstjórinn hafi að- setur sitt þar. Kaupförin sigldu þó til ólafsvíkurhafnar og var vör- unum skipað þar í land og fluttar í geymsluhúsið, en voru svo síðar fluttar á bátum út i Rif. Allar ís- lenskar afurðir voru aftur á móti fluttar inn í Ólafsvík og geymdar þar þangað til að kaupförin sigldu, sem var jafnan síðari hluta sumars. Þetta fyrirkomulag hjelst að minsta kosti um hálfrar aldar skeið og er verslunin þá jafnan nefnd Rifs- og Ólafsvíkurverslun. Eftir miðja 17. öld er Ólafsvíkur- verslun altaf talin fyrir, og er verslunin þá alflutt til Ólafsvíkur. FRÁ öndverðu mun hafa verið hygð í Ólafsvik og þegar í byrjun 17. aldar eru komnar þar nokkrar þurrabúðir. Alstaðar i sjóþorpunum kring um Jökul voru mjög snemma á tímum fjöldi þurrabúða, og safnaðist þangað margt manna víða að, er mest- megnis lifði á fiskveiðum. Á tíma- bili hefði mátt ætla, ef miða hefði átt við fólksfjölda, að Hellnar á Snæfellsnesi myndi verða höfuð- borg íslands en ekki Revkjavík, en út í þá sálma verður ekki farið frekar hjer. Um aldamótin 1700 eru 5 gras- býli og 15 þurrabúðir í Ólafsvik og eru þá taldir vera þar 77 íbúar. En sköminu seinna, eftir að stóra- bóla hafði geisað, eru þar ekki eftir í bvgð, nema 4 grasbýli og 5 þurrabúðir. Fólksfjölgun varð yf- irleitt mjög lítil í Ólafsvík, þótt verslun kæmi þangað, og um veru- lega fjölgun er tæpast að ræða fyr en á síðari hluta 19. aldarinn- ar, og ver-ður drepið á það efni síðar. Seinustu 10 árin, sem einokun- arverslunin var við líði, var versl- unarstjóri í Ólafsvík danskur maður, Fredrik Möller. Sama árið og einokunarverslunin hætti, sigldi Möller til Kaupmannahafnar vegna heilsuleysis og kom aldrei hingað til lands framar. Hjá Möll- er hafði verið nokkur undanfarin ár við verslunina, ungur maður að nafni Jakob Severin Plum. Eftir lok einokunarverslunarinnar keypti Plum verslunina í Ólafsvík og mun hann vera einn þeirra fyrstu manna, er hóf þá sjálf- stæða verslun hjer á landi. Árið 1777 á verslunin í Ólafsvík þrjú hús, en 10 árum seinna, eða sama ár og Plum kaupir eru þau sex. Verslunina kaupir Plum með öllu tilheyrandi á 33500 ríkisdali, sein eiga að greiðast á næstu 20 árum. Meðan Plum dvaldi hjer á landi skrifaði hann tvær bækur, er telja má að nokkru leyti allmerkilegar, því að í þeim er að finna mikinn fróðleik um verslun hans í Ólafs- vík og hagi og háttu fólks í hjer- aðinu. Hjer er ekki hægt að neinu verulegu leyti, að rekja efni þess- ara bóka, því að það mundi verða alt of langt mál, heldur verður hjer aðeins drepið á nokkur at- riði, er máli þykir skifta. Þegar Plum byrjar versluu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.