Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1937, Blaðsíða 2
90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gugliehno Marconi. einum stœrsta leyndardómnum í ríki rafurmagnsins. En nú var þrautin þyngri að fá aðra til þess að trúa því, að svo væri. Að hægt væri að senda skeyti gegnum loftið. „Djörf fyr- irætlan“, sagði gesturinn hjá Preece, fyrir 40 árum. „Djörf fyr- irætlan“ sagði Preece, er hann kynti hinn unga ítala fyrir gest- um sínum. En jeg trúi því, að honum takist það, bætti Preece við. Og hann varð aðal-hvatamað- ur að stofnun jrLoftskeytafjelags Marconis“. Hversvegna í Eng- landi? í ítalíu stóð vagga loftskeyt- anna. En Marconi leitaði til Eng- lands til þess að koma áformum sínum í framkvæmd. Þetta kom m. a. til af því, að móðir hans, sem var írsk, vildi gjarna leita þangað. Og hinn ungi hugvitsmaður hugs- aði sem svo, að engin þjóð þyrfti meira á loftskeytum að halda en Bretar, með allan skipaflota sinn og dreifðu nýlendur. í Englandi var því fyrsta Mar- conifjelagið stofnað. Og sama ár 1896, tók Marconi fyrsta einka- leyfi sitt. Um sama leyti unnu aðrir eðl- isfræðingar að því, að finna Upp aðferðir til loftskeytasendinga. Var þýska fjelagið „Telefunken“ stofnað m. a. í þeim tilgangi. Hófst nú samkepni milli þessara tveggja fjelaga, er varð til þess að örfa framfarir hjá báðum. Marconi velgerðamaður mannkynsins. A ungra aldri varð Marconi lieimsfrægur. Hann varð það frá þeim degi. er honum tókst að senda loftskeyti yfir Ermarsund. Það var 22. mars 1899. En stærri var þó sigur hans, er hann árið 1901 kom á loftskeytasambandi milli Poldhu á Englandi og Ný- fundalands, yfir þvert Atlantshaf. Þá sá heimurinn hve uppgötvun hans var stórkostleg, og hve mikla gjöf hann hafði gefið mannkyn- inu, er hann gerði það mögulegt, að ná skeytasambandi við skip um öll heimsins höf. Þá sáu menn hvílíkt menningartæki loftskeytin voru, þó enginn hefði hugmynda- flug til þess að gera sjer grein fyrir síðari þáttum þessara töfra. þessa æfintýris inannlegrar tækni. Leitar friðar á hafinu. En Marconi hætti ekki við svo búið, sem betur fór. Italir gerðu hann að „senator“, og Nobels- verðlaunin fekk hann. Allar þjóð- ir keptust um að heiðra hann. — Hann varð heiðursdoktor við fjölda háskóla, og umsetinn var hann alla tíð af blaðamönnum, vísindamönnum og allskonar for- vitnu fólki. Hann varð því að taka það ráð að flýja alt það ónæði og útbúa sjer heimili og tilraunastofur úti á skipinu „Electra". Þar vinnur hann í ró og næði, að tilraunum sínum og rannsóknum. Og þaðan berast við og við fregnir af undra- verðum uppgötvunum hans. T. d. er hann kveikti ljós úr langri fjarlægð í ástralska bænum Sid- ney um árið. Marconi er nú 62 árá gamall. En hann hefir fulla starfskrafta. Svo enn má vænta mikils af starfi hans. Á árunum 1896—1901 gerði hann fyrsta þáttinn í æfintýri loftskeytanna. En mikla hlutdeild hefir hann átt í síðari þáttunum. Fáir menn hafa haft djarfari æskudrauma en hann. En ennþá færri eru þeir, sem hafa getað lifað sem hann að draumarnir rættust. ———-— Vcindvirkni Kiplings. Endurminningar Kiplings eru komnar út í Englandi. Þar segir hann meðal annars allnákvæmlega frá vinnubrögðum sínum við rit- verk hans, vandvirkni sinni, en hún mun hafa stutt mjög að vin- sældum hans og frægð. Rudyard Kipling. Kipling er stuttorður í frásögn sinni, eins og lesendum hans er kunnugt, og er frásögn hans ákaf- lega skýr, hvert orð er hnitmiðað svo lesandinn getur aldrei verið í minsta vafa um hvað fyrir höf- undi vakir. Hver setning lýsir hugtakinu svo vel, að menn geta ekki kosið sjer það gleggra. En hvernig fór Kipling að því, að ná þessum árangri. Um það skrifar hann í endurminningum sínum. Fyrsta uppkastið að ritverkum sínum vandaði hann ekki, en skrif- aði orðmargar og langar lýsingar. Síðan samdi hann einskonar út- drátt úr þessu langorða uppkasti. Og það var þessi útdráttur, sem kom fyrir almenningssjónir. En um leið og hann stytti svo mjög þessa fyrstu frásögn sína eða uppkast, fágaði hann hverja setn- ingu og sannprófaði með hinui jnestu nákvæmni, að hvert orð sem hann notaði væri vel valið og hver setning væri tungutöm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.