Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 93 til Samarkanö. Eftir Peter Fleming í myrkriuu. Maður gat ekki einu sinni farið erinda sinna allan tím- aun meðan dimt var, því hæpið var að liætta sjer út í slíkt í fullu ljósi, sakir óþrifnaðarius. Svo einkennilega vildi til, að allir farþegarnir, sem með mjer voru í „bólstraða" vagninum voru járnbrautarverkfræðingar, flestir dugnaðarmenn í sínu fagi, og allir á leiðinni á ráðstefnu, þar sein ræða átti verklegar framfarir. — Mjer virtist yfirleitt annar hvor farþegi sem jeg fyrirhitti í Rúss- landi vera á ferð í þeim sömu er- indagerðum. En alveg varð jeg undrandi yfir óverkhyggni þess,- ara verkfræðinga. Caspíaliafs- brautin er gömul járnbraut sögðu þeir. „Maður má ekki vænta sjer mikils af henni“. ,.En hvað þá um Turksib-brautina", spurði jeg. — „Já, hún er alveg ný, svo niaður má ekki vænta s.jer mikils af henni“. ¥ Kvöld eitt sat jeg úti á gang- inum, og var spurður livernig mjer litist á ástandið í Rússlandi. Sú, spurning er oft lögð fyrir manu. „Við eruin nú á leiðinni á ráðstefnu þessa“, sögðu verk- ‘Tæðingarnir. „En þareð þar koma tðeins fram skoðanir okkar inn- byrðis, værum við þakklátir að fá að heyra skoðun útlendings.“ Freistingin var of mikil fyrir mig, að lejTsa frá skjóðunni. Jeg sagði, að jeg gæti látið mjer á sama standa, þó lestin væri þann- ig öll, að líf og heilsa farþeganna væri í' voða, og brjáluðum manni væri leyft að leika þar lausuin liala, og lumbra á farþegunum, enda þótt maður sæi Tjekku-dáta með brugðna byssustingi við liverja stöð, reka fáfróða hjarð- menn í útlegð. Mig gilti einu, sagði jeg ennfremur, þó vagnarn- ir virtust vera á síðasta stigi upp- lausnarinnar. En það gæti jeg ekki fyrirgefið, hve þeir væru sjálfir samdauna þessu, og ljetu sjer á sama standa, hve gersam- lega þeir væru sneyddir öllu verk- lagi. Hvað væru þeir! Útlærðir járnbrautarverkfræðingar á leið- inni a ráðstefnu. Rafmagnsljósið í lestini væri bilað. Þeir virtust taka því sem sjálfsögðum hlut. Enginn þeirra hreyfði legg nje lið til að lagfæra þetta. Þetta virt- ist mjer vera sorglegt merki ekki um ódugnað, heldur um það hve ósjálfbjarga þeir væru. Þessu tóku þeir eins og englar. Nokkrir fóru að malda í móinn og afsaka sig. En flestir sögðu: „Englendingurinn hefir á rjettu að standa. Þetta er alvarlegt mál“. Og síðan fóru þeir inn í klefa sína og ræddu málið. Og enn sátu þeir í niðamyrkri og- ræddu málið þeg- ar við Boris fórum út úr lestinni í Samarkand. * Vrið konium þangað þrem tímum eftir áætlun.Það þykir gott í Rúss- landi. Járnbrautarstöðin í Sam- arkand er um 1% mílu vegar utan við bæinn. Við leigðum okkur eina mjög litla „droshky" með bykkju fyrir, sem virtist helst hordauð og afturgengin. í farartæki þessu hristUstum við áfram í myrkrinu innan um farangur okkar. Alt í einu var orðið kalt. Ein- hverstaðar í eyðimörkinni, á bak við okkur höfðum við fyrirhitt haustkuldann, eða haustkuldinn náð okkur. Við heyrðum skrjáfa í visnuðu laufinu, er golan feykti eftir veginum. Boris fór að hnerra í sig kvef. Við og við sáum við daufa skímu frá lugt „droshky“- unnar að við fórum framhjá leir- liúsum. Við nálguðumst sýnlega bæinn. Hjer og þar sáum við nú musterishvolfþak bera við himinn, innan um óskáldlega símaþræði. Engin mannleg vera varð á vegi okkar. Loks komum við inn í götu. Húsmúrar skygðu á stjörnurnar og bergmáluðu hinurn breytilegu brakhljóðum ökutækisins. Boris fór að verða áhyggjufullur. — „Hvernig skyldi gistihúsið vera í þessum bæ“? sagði liann. Hann hafði lifað æskuár sín á veldis- tímum keisarans, og þótt mikið varið þægindi þau, er liann nú varð að vera án. • Alt í einu vorum við komnir á ákvörðunarstaðinn. „Vot gast- initsa“ hrópaði ökumaður vor, Usbekari, er kunni rússnesku. — Okkur til mikillar gleði, sáum við fyrir okkur stóra og myndarlega byggingu á götuhorni. Húsið var mjög ásjálegt, ineð nýtísku sniði, í straumlínu-funkis-fallbyssuturna- stíl. Okkur var kalt. Og við höfð- um efeki farið úr fötum í viku. Okkúr fór strax að dreyma um vatnsliana með lieitu og köldu vatni. Eins og oft á sjer stað í Rúss- landi, var talsvert af plönkum, fötum og sementshræripöllum framan við dyr gistihússins. Dá- lítið drusluleg, ljóshærð stúlka bak við afgreiðsluborðið var ekki sem álitlegust. „Engiu herbergi“ lijer að fá“, sagði hún. Hún sagði þetta afdráttarlaust og endurtók það. En í sovjetríkj- unum á maður aldrei að taka neinar staðhæfingar trúanlegar, enda unnum við sigur í deilu okk- ar, og fengum hana á okkar mál, að herbergi hlytu að vera til handa okkur. Eftir tvo tíma skyld- um við fá herbergi. Nú var klukkan orðin 11, og langt síðan við höfðum bragðað mat. Svo við urðum fyrir mikl- um vonbrigðum er við heyrðum að matsala hótelsins yrði ekki opnuð fyr en eftir mánuð, og í húsinu væri yfirleitt engan mat að fá. Sem betur fór, kom þá gömul gólfþvottakona fram á sjónarsvið- ið. Hún var brjóstgóð kona og ráðagóð. Hún sagði við þá ljós- hærðu: „Það er nauðsynlegt, að gestirnir fái eitthvað að borða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.