Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1937, Blaðsíða 2
9ð Á þessum degi komu allir munk aruir saman, til þess að fylgja honum til grafar. Þöglir og há- tíðlegir, gengu munkarnir í sorg- arfvlking eftir dalnum, hægt og hægt, fet fyrir fet, eins og þeir vildu treina síðustu mínúturnar sem hinn ókunni einsetumaður fengi að njóta, sólarljóss og lita. Hann vissi að hann var að yfir- gefa heiminn, að hann myndi aldrei sjá fjöllin sem gnæfðu yfir gröf hans. Hann vissi, að í stein- inum mvndi hann deyja, yfirgef- inn af öllum. Dyrnar í byrgið stóðu opnar. Xokkrir munkar gengu inn. Þeir lögðu pjötluteppi í eitt hornið og settu tvær guðamyndir upp á sillu. Að aflokinni helgiathöfn gengu þeir út. Stórum björgum er nú velt fyrir dyrnar, og þeim hlaðið fyr- ir dyraopið i margföldum lög- um. Fylt er í allar holur þang- að til hvergi er neitt ljósop að finna. Ljósið er sloknað fyrir hon- um fyrir fult og alt. Hann er einn. Aldrei oftar hevrir hann manna- mál, nema hið innibvrgða berg- mál sinnar eigin raddar. Og þegar hann segir fram bænir sínar, hlust ar enginn á hann. Kalli hann, svarar honum enginn. Fyrir bræðr unum er hann lifandi grafinn — þegar dauður. Þeir ganga þögulir til baka til klaustursins, og taka upp sín dag- legn störf. Einasta sambandið milli þeirra og hans er að þeir skuldbinda sig til þess að færa honum mat daglega. Fyrir okkur hina væri það þungbært að þola að vera einn dag í þessari mvrkraholu. En Lama Rinpocke verður þar þang- að til hann deyr. Það fer hrollur um mann að hugsa til þessa hræði- lega og þó að vísu háleita verkn- aðar. Er síðasti ljósgeislinn er slokknaður í byrginu, veit hann að þeir eru farnir frá honum. Hann veit, að sólin er í hádegis- stað, en í einveru og myrkri verð- ur langt til kvöldsins. En hann veit ekki hvenær nóttin kemur, því rni er hann kominn í hið sí- felda myrkur. Fj-rsta nóttin liður. Hann vakir, þreifar fyrir sjer til glufunnar í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS múrinn og rjettir fram höndina eftir skálinni. Með krosslagðar fætur, og rósinkraiisinn í höndun- um hallar hann sjer upp að stein- veggnum, liefur upp bænir sínar og hugsar um tilveruna. Dagurinn líður. Nýir dagar og nætur. Það haustar. Hann heyrir ekki til regnskúranna. Veturinn gengur í garð, og kuldinn. \’ið fáum ei skilið hvernig hann getur lifað í þessum kulda. Engin hlý föt hefir hann, engan eld til að yla sjer við. Dagana getur liann ekki talið. En að sumri finnur hann að eitt ár er liðið. Seinna gleymir hann því hve mörg ár eru liðin. Það eiuasta sem hanu getur talið eru kúlurnar í talnabandi lians, og bænir sínar um leið. Með hverju ári sem líður fjarlægist hann meira jarðneskar endurminning- ar sínar, og smátt og smátt gleymir hann því, hvernig um- horfs er úti í sólinni. Tilveran í bj-rginu rennur út í eitt, verður augnablik eitt í samanburði við eilífðina. Einmana um nætur og ár leitar einsetnmaðurinn að svörum við ráðgátu tilveru og dauða. Hann þráir dauðann. Og einasta eftir- vænting^hans er að standa á tíma- mótum þegar stundaglas hans rennur út. En dauðinn flýtir sjer ekki, þegar hann er velkom- in gestur. Ný ár líða. Endurminn- ingar hins innimfiraða einsetu- manns um umheiminn fölna. Hann gleymir hinu eldrauða skini morg- unroðans og bjarma sólarlagsins. Og líti hann upp yfir sig, sjer hann ekki annað en svartamyrkr- ið, enga blikandi stjörnu. Loks eftir mörg ár og löng er barið að dyrum í byrginu. Það er dauðinn sem kemur. Hann tekur gestinum opnum örmum, vininum, sem liann svo lengi hefir beðið eftir. Dauðinn stígur inn fyrir þröskuldinn. Hinn blindi einsetu- maður, sem árum saman hefir lif- að í algerðu myrkri, sjer nú ljós- geisla. Hann er dáinn. Hann hefir trúlega staðist prófraun sína. Eftir sex daga er byrgið rofið. Hetjan er færð í hvít líkklæði, og sett kóróna á höfuð henni. Hárið er langt og hvítt. Líkaminn þur og skorpinn. Munkarnir sem fyrir mannsaldri síðan fylgdu honum til grafar eru nú dánir. Nýir eru komnir í þeirra stað. Þeir bera hann á bálköst og logarnu- taka við bráð smni. Brátt er aðeins askan eftir. Hinn ókunni einsetumunkur er kominn í helgra tölu. Hann er laus við sálnaflakkið og horfinn í eilífa sælu ljósheima. Hitler græðir Í2\ milj. króna. Heyrst hefir að Hitler muni bráðlega sendá frá sjer nýja bók, enda eru nú 12 ár síðan bók hans ,,Mein Kanipf" kom fyrst út. Það var árið 1925. Þá seldust 10 þús. eintök, á 12 mörk. Árið eftir kom út önnur útgáfa. En næstu þrjú ár seldust ekki nema 23 þús. ein- tök. Þegar Hitler varð einræðis- herra hafði alls selst 20(1.000 ein- tök af bókinni. En nú för salan að aukast hröð- um skrefum. Fyrsta stjórnarár Hitlers seldust ein miijón eintaka. Og nú er talið að selst hafi nál. 3 milj. eintaka í Þýskalandi. Bókin hefir verið þýdd á átta tungumál, síðast á arabísku. Mælt er, að Hitler hafi alls grætt sem svarar 12^2 milj. króna á bók sinni. Nýjasta nýtt í golfíþróttinni eru kylfur, með straumlínulögun. Þannig kylfur eru notaðar víða í Englandi og þeir, sem vit þykjast hafa á hlutunum telja þær mjög hentugar, segja, að með þannig kylfum, verði höggið kraftmeira. — Halló. Er það í hljóðfæra- versluninni? Jeg vildi gjarnan fá að líta á slaghörpu. Gætuð þjer ekki sent heim nokkur sýnishorn!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.