Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 99 t>au fíúðu íií Spánar- Unp stúlka af ríkuin ættum í London, Jessica Freeman Mitford að nafni, og piltur, frændi Wins- tons Churchill, eru aðalpersónur þeirra viðburða sem mjög hafa vakið umtal í Englandi upp á síð- kastið, og hjer skal skýrt frá í stuttu máli. Stúlkan er 19 ára gömul, dóttir Redesdales lávarðar, en pilturinn 18 ára, Esmond Romilly. Hann hafði um skeið verið sjálfboðaliði í borgarastvrjöldinni á Spáni, en kom heim til London í janúar. Hann vac mjög illa farinn eftir vosbúð og hrakninga í styrjöld- inni og fór því á hressingarhæli er til London kom. En þar hrest- ist hann brátt og tók þá heimboði frá kunningja sínum, sem búsett- ur er í nágrenni borgarinnar. 1 veislu þar hjá kunningjanum hittir hann Jessicu. Þau urðu bæði ástfangin við fyrsta tillit. Esmond var hrifinn af gáfum og glæsi- mensku stúlkunnar, en hún aftur á móti skoðaði hann sem ítur- menni að karlmensku og áræði, nýkominn úr hinum mestu svaðil- förum. Nú var komið fram í febrúar. Þau Esmond og Jessica hittust daglega í veitingahúsum og kvik- myndahúsum borgarinnar, án þess lávarðarhjónin, foreldrar hennar, fengju nokkra nasasjón af því. Þeim var það alveg ljóst, að ekki kom til mála að þau gætu gift sig í London. En öðru máli væri að gegna, ef þau gætu flúið til Spánar og gengið þar í heilagt hjónaband. Þar myndi samþykki foreldranna ekki þurfa að koma til. Þau hittust til morgunverðar á Café ’ Royal og ákváðu þar að flýja til Spánar. Esmond ætlaði að yfirgefa herþjónustu, en hafa ofan af fyrir þeim með blaða- mensku. Nú varð Jesica að finna eitthvert ráð til þess að hún gæti sloppið að heiinan, án þess að vekja grun foreldranna. Hún ljet það uppi, að vinkona hennar liefði boðið sjer í bílferð um Suður-Frakkland. Foreldrar hennar tóku það trúanlegt, og gáfu henni fararleyfi. Sunnudagsmorgup eiun ók Red- esdale lávarður með dóttur sína til Victoríu-járnbrautarstöðvar- innar. Hún þóttist ætla til Suður- Frakklands. Rjett í sömu andránni og lá- varðurinn var að kveðja dóttur sína, kom Esmond í leigubíl þar að, en gat skotist inn í lest- ina, án þess á honum bæri. 1 lestinni litu þau ekki hvort við öðru — ekki fyrri en á skipinu sem flutti þau yfir sundið. Þau gistu í París. Næsta dag urðu þau fyrir mestu vonbrigðum, því þá komust þau að raun um, að skjöl þeirra væru ekki í lagi. Spánska sendisveitin í París sagði þeim, að þau fengju ekki leyfi til að stíga fæti á spánska grund. Og nokkrum dögum seinna komu þau aftur til London. Þar vöktu þau einn kunningja sinn klukkan 6 að morgni, og báru upp vandræði sín. Kunninginn lofaði að segja ekki til ferða þeirra. Og síðan fóru þau til Senor Lazasso fulltrúa Baska í London, til þess að fá þar fullgild vegabrjef. En Lazasso var þá ný- farinn til Parísar. Svo þau fóru til baka næsta dag. Og eftir nokkra daga fekk kunninginn orð- sendingu frá þeim, að nú væru vegabrjefin í lagi, nú kæmust þau til Spánar. Þau sögðu honum um leið, að nú gæti hann látið lá- varðarhjónin vita, að þau væru opinberlega trúlofuð, en ekki gift ennþá. En það myndi takást er til Spánar kæmi. Ástarsaga Þann 19. febrúar sigldu þau frá Bordeaux áleiðis til Bilbao. Er til Bilbao kom sendu þau enn skeyti til kunniugjanna um hvar þau væru komin. En í millitíð hafði Jessica símað móður sinni og sagt henni upp alla sögu, um bílferð- ina til Suður-Fraklands, sem var ekki annað en tilbúningur, og um fyrirætlanir sínar. Kunningi þeirra, sem þau hittu í vandræð- um sínum í London, hafði og sagt gömlu hjónunum upp alla sögu, sem hann vissi um ferðir og fyrir- ætlanir Jessicu og Esmond. Nú kom hreyfing á Redesdale lávarð. Hanu gerði utanríkisráðu- ueytinu aðvart, og lagði svo fyrir. að öllum konsúlum Breta á Spáni og Frakklandi yrði fyrirskipað að liefta fyrirætlanir hinna uugu elskenda, ef þau leituðu aðstoðar hjá þeim við fyrirætlaða giftingu sína. Þegar þau komu til Bilbao urðu fyrir þeim nýir erfiðleikar, er þau urðu að beygja sig fyrir. Þegar Redesdale lávarður liafði frjett hvar dóttir lians var, og hverjar fyrirætlanir hennar væru, þá tók hann sig til í skyndi og fekk úrskurð um að hún væri gerð ómyndug. Sendi hann síðan Es- mond skeyti um það, að úr því sem komið væri, væri það fang- elsissök ef hann giftist henni, án þess að fá til þess leyfi enskra yfirvalda. Yel má vera, að hinn ungi mað- ur hefði látið sjer á sama standa um þau hegningarákvæði. En það var eklti nóg. Því yfirvöldin í Bilbao vildu ekki lenda í neinu klúðri lit af þessu máli. Og því var þeim Jessicu og Esmond vísað úr landi, og þau sett út í skip, sem átti að fara til Frakklands. Sögðu hin spönsku vfirvöld, að þau mættu gjarna gifta sig hvar sem þeim sýndist — nema ekki á spánskri grund. Eftir þessi málalok hurfu þau brátt heim til London, og er saga þeirra ekki lengri, enn sem komið er. anno 1937.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.