Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 149 Konungstjaldið á Þingvöllum 1874. þetta upp fyrir mjer, finst mjer ekki vera svo ýkja langt síðan og þó eru nú liðin yfir 60 ár“. Prins- inn horfir fram fyrir sig um stund — og heldur svo áfram: „011 skipin voru uppljómuð, sumarkvöldið var dýrðlegt, kyrt — og heitt“. Sjer auga gestsins rjett, færist hlýtt hros yfir andlit hins aldur- hnigna höfðingja. * „Ferðalögin til Þingvalla og Gevsis, dagleið eftir dagleið, voru heillandi tilbreyting fyrir ungling eins og mig“, segir húsbóndinn, c»g breytir um umtalsefni. „Nú er ekið til Þingvalla á rúmri klukkustund í bifreið“. „A eiuni einustu klukkustund, já, svona breytast tímarnir. Yið urðum fyrir vonbrigðum við hver- ina. Strokkur gaus að vísu, en Geysir ekki“. þegar bróðursonur yðar, Kristján konungur X. var á Islandi í fyrra“. „Er Gevsi þá illa við konunga?“ „Því verður Gevsir sjálfur að svara, vðar konunglega tign“. „Hvað varð yður ógleymanleg- ast í ferðinni ?“ „Hátíðin á Þingvöllum“, svarar prinsinn fljótt og ákveðið. „Jeg hefi tekið þátt í mörgum merki- legum mótum, en það hvílir alveg sjerstakur ljómi í huga mínum yf- ir því sem gerðist á Þingvöllum 1874, þessum helga sögustað, þótt einstök atriði sjeu mjer gleymd. En ekki fanst mjer að þar væri kixguð þjóð. Mjer fanst við mæta þar höfðingjum. Yfirleitt minnist jeg íslandsfararinnar með óbland- inni gleði. Og hið sama heyrði jeg föður minn margoft segja. Hann mætti þar ástiið allra, sem honum gleymdist ekki“. * Viðtalinu var nú lokið. Prinsinn biður afsökunar á því, að frá- sögnin hafi verið slitrótt og lítt fræðandi og minnir enn a hversu ungur hann var. Gesturinn maldar í móinn, þakk- ar og kveður. Augnabliki síðar lokast hlið Gulu hallarinnar á eftir honum. Svona hegðaði Geysir sjer líka, i Á Laugarvatnsvöllum í ágúst 1907. Friðrik konungur Ylir. og Hannes Hafstein ráðherra leggja af stað í fararbroddi, en á eftir kenmr fylgd- arlið konungs, ríkisþingmennirnir dönsku, er tóku þátt í austurför- inni og alþingismenn. Var ferð þessi austur um sveitir ein hin fjöl- mennasta og merkasta sem farin hefir verið hjer á landi. Dáðust allir að því jafnt erlendir menn sem innlendir hve vel var búið í haginn fyrir hinn mikla ferðamannahóp. Ferðin frá Reykjavík um Þingvöll, Geysi, Gullfoss, Þjórsárbrú, Arnarbæli til Reykjavíkur stóð ýfir í viku. Það þóttu langferðir í þá daga, sem menn nú bregða sjer á nokkrum klukkustundum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.