Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Side 1
27. tölublað. Sunnudaginn 18. júlí 1937. XII. árgangur, ísafuluarprcntamiðj* h.f. Kristmann Guðmundsson: Öskubus Ifyrrasumar gekk undarlegur orðasveimur um sveitirnar um ungan mann, fátæklega klæddan, sem flakkaði bæ frá bæ. Hann sagðist vera málari, og bauðst tii að mála myndir af fólki gegn fæði og húsaskjóli. Sjerstaklega dvald- ist honum þar sem ungar og lag- legar stúlkur voru fyrir. Þetta var nú í raun og veru ekkert merkilegt fyrirbrigði, að svona ónytjungar flæktust um sveitirnar á sumrin. En þessi ná- ungi var af öðru tægi en vana- legir flækingar; hann var hvorki meira nje minna en dulbúinn prins! Sagan um hann hafði orð- ið á undan honum, og þessvegna varð hann allmjög hrifinn af þeim viðtökum, sem hann fjekk hvar- vetna. Hann var nefnilega enginn annar en Sveinn Kalmar, einka- sonur hins vellauðuga og þjóð- fræga útgerðarmanns Kalmars í Reykjavík. Hann var nýlega geng inn inn í fyrirtækið með föður sínum. Og nú hafði stráknum dott ið í hug að gifta sig, en konan átti að taka honum aðeins sjálfs hans vegna, ekki vegna auðæfr anna, sem hann átti í vændum. Kalmarsfólkið hafði altaf verið dálítið einkennilegt, og Sveinn var engin undantekning frá þeirri reglu. Til þess að vera viss um að geta komið fram sem jafningi tilvonandi eiginkonu sinnar, hafði hann fundið upp á þessu. Honum varð það eitt á, að trúa besta vini sínum fyrir öllu ráðabrugginu, og þannig barst sagan út. Sjálfur vissi hann ekkert um það, og hjelt vongóður áfram leit sinni að þeirri einu rjettu. Fyrst ætlaði hann að fara um sveitir landsins, og þvínæst að leita í kaupstöðun- um. Fregnin um þetta merkilega uppátæki hafði líka borist til evrna fólksins á Bala, stærsta bænum í Hraundal. Það vissi að hann myndi leggja leið sína um dalinn, þegar hann færi norður, og ekkert var líklegra en að hann heimsækti ríkasta bóndann í hreppnum. Og ekki var gott að vita, hvort hann færi mikið lengra fyrst um sinn. Járngerður, húsfreyjan á Bala, hugsaði nú sitt um þá hluti, því að Stína dóttir hennar var lang- laglegasta stúlkan þar um slóðir. Þessvegna var mikill undirbún- ingur og umstang þar á Bala, þeg- ar spurðist til ferða hins dul- klædda stórmennis. Stássstofan var flikkuð upp, feitum sauð slátrað, og bæði bruggað og bak- að. Bóndinn sjálfur fór með tvo til reiðar í kaupstaðinn að kaupa ýmislegt, sem slíkum herra hlaut að geðjast að; þar á meðal niður- suðuvörur og vindla. Og loksins rann upp hin lang- ]>ráða stund. Smalinn kom móður og másandi inn í eldhús og sagði, að maður nokkur einn síns liðs kæmi labbandi upp með ánni. Járngerður hljóp út á hlað með langan kíki, og eftir að hafa grandskoðað komumann gegn um hann, andvarpaði liún eins og þungu fargi hefði verið ljett af henni og brosti síðan. Hún hafði sjeð ungan mann, háan vexti og fátæklega klæddan, með enska húfu og mal á baki. Það var eng- inn efi á, að lijer kom konungs- sonurinn úr æfintýrinu! Þau höfðu ekkert frjett af honum dög um saman, og nú skyldi hamra járnið, meðan heitt var! Hún sendi Stínu inn til þess að fara í sparifötin, og ljet stúlkurnar bju’ja að matreiða gestinuin góða máltíð. En hún beið úti, því hún ætlaði sjálf að taka á móti honum. Hann leit raunverulega út eins og fátækur flakkari; Járngerður brosti með sjálfri sjer, þegar hún sá hve vel honum hafði tekist að dulbúa sig. Ef maður vissi ekki betur, gat maður búist við að hann hefði ekki fengið ærlega í sig vikum saman. En laglegur var hann og karimannlegur, ljós yfir litum með falleg blá augu, herða- breiður og þreklegur. Maður skyldi halda, að hann þyrfti ekki lengi að leita að stúTku, sem feldi hug til hans. Hann nálgaðist hægt og hik- andi, eins Og hann Væri hræddur um að hundum víði'sigað á sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.