Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1937, Blaðsíða 4
228
LEÍBÓK MORftUNBLAÐSINS
Sagnirnar um Miklabæjar-Sólveigu.
Sagnirnar um Miklabæjar-Sólveigu eru hjer
rif jaðar upp í tilefni af því, að bein hennar voru
grafin upp á dögunum og flutt til Glaumbæjar.
Frá því var uýlega skýrt, að
bein Miklabœjar-Sólveigar,
seni fræg er úr þjóðsöguni, liafi
nýlega verið flutt frá Miklabæ og
grafin í Glaumbæ, og liafi þetta
verið gert samkvæmt ítrekaðri
beiðni heunar sjálfrar, er komið
hafi fram á miðilsfuudum í
Reykjavík.
Miklabæjar-Sólveig hefir verið
með nafnkendustu þjóðsagnaper-
sónum vorum. Svo mögnuð var
afturgauga henuar, að alþýða
virðist hafa trúað því fullum fet-
um, að hún hafi valdið hvarfi
Odds prests á Miklabæ og tekið
hann með sjer ofan í gröf sína.
Indriði Einarsson segir í endur-
minningum sínum (Sjeð og lifað,
bls. 43), að hún hafi gengið „heila
öld ljósum logum í meðvitund
hvers unglings í Skagafirði", og
er það vafalaust ekki of sagt.
Aðalsögnin um Miklabæjar-Sót-
veigu er í Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar (I.. 295—298), og er aðal-
efni hennar í stuttu máli þannig:
Sólveig hjet stúlka, er var með
Oddi presti Gíslasyni á Miklabæ,
en ekki er ljóst, hvert samband
var þeirra á milli. Svo mikið er
víst, segir sagan, að hún lagðist
á hugi við prest og vildi, að hann
ætti sig, en prestur vildi ekki. Af
þessu varð hún sturluð og sat um
færi til þess að sálga sjer. Var
fengin kona til þess að sofa hjá
henni á næturnar og gæta hennar.
Eitt kvöld í ljósaskiftunum komst
hún þó ofan, stökk þegar út í
tóftarbrot á tvininu og skar sig á
háls. Segir sagan, að vinnumaður
prests, er Þorsteinn hjet, hafi kom
ið að henni og sagt: „Þar tók
andskotinn við henni“. Svaraði
Sólveig því engu, en svo mikið
skildi hann af því, sem hún sagði,
að hún bað hann að skila því til
prests, að hún fengi leg í kirkju-
garði. Leitaði prestur leyfis til
þess, en fekk ekki, því að þá var
bannað að grafa fólk í kirkju-
garði, ef það hefði farið sjer
sjálft. Nóttina eftir að prestur
hafði fengið synjunina segir sag-
an, að hann hafi dreymt hana.
Þótti honum hún koma til sín og
segja: „Fyrst þíi vilt ekki unna
mjer legs í vígðri mold, skaltu
ekki njóta þar legs lieldur“. Síðan
var lík heunar dysjað utan garðs
og án yfirsöngs. Eftir þetta tók
hún að ásækja síra Odd, einkum
ef hann var einn á ferð og varð
þetta hjeraðsfleygt, svo að allir
gerðu sjer það að skyldu að
fylgja presti. ef hann var einn
eða seint á ferð. Eimi sinni reið
prestur á annexíu sína að Silfra-
stöðum, aðrir segja að Aríðivöllum,
og leið svo dagurinn, að hann
kom ekki heim. Um kvöldið var
presti fylgt heirn að tv'ini á Mikla-
bæ, og skildi fylgdarmaðurinn þar
við hann, að því er havuv sagði
sjálfur frá. Uvn kvöldið heyrðu
menn á Miklabæ, að konvið var við
bæjarhurðina, en enginn fór þó
til dyra. Síðan heyrðu þeir, að
farið var upp á baðstofuna í mesta
snatri, en áður en sá fengi ráð-
rúm til að guða á gluggann, var
hann dreginn ofan aftur, eins og
tekið hefði verið í fætur honum.
Síðast, er konvið var út unv kvöld-
ð, stóð hestur prests á hlaðinu,
og var keyrið hans og vetlingarnir
undir sessunni v hnakknum. Var
þá þegar hafin leit að presti, spurt
eftir honum á öllunv bæjum er
líklegir þóttu, og frjettist þá, að
honum hafði verið fylgt heim að
túngarði. Eftir það var gerður
mannsöfnuður og prests leitað í
marga daga, en alt kom fyrir ekki.
Var leitinni svo hætt. en flestir
töldu það víst, að Sólveig mvndi
hafa efnt orð sín og sjeð svo um.
að hann fengi ekki leg í kirkju-
garði, og að hvin myndi hafa haft
liann með sjer í dys sína. En þó
var þar aldrei leitað. Þegar allri
leit var liætt, reyndi Þorsteinn
vinnumaðvvr, sem áður er getið, að
láta sig dreyma Sólveigu til þess
að fá þannig að vita, hvar prestur
væri niður kominn. En honum
þótti þá Sólveig koma til sín með
sveðju í hendi og ætla að skera
hann á háls, og kvað hann þess
aldrei skyldu vísari verða, hvað
orðið hefði um síra Odd. Eftir
hvarf prests varð afturgöngu Sól-
veigar lítið vart.
I Rauðskinnu síra Jóns Thorar-
ensen (II. 188—191) er nokkurs-
konar eftirmáli við þessa sögu
til staðfestingar því, að Sólveig
lvafi haft prest með sjer í dys
sína. Segir þar, að haft liafi verið
eftir tveim skygnum vnönnum í
Skagafirði, að beinagrind prests
lægi á grvvfu í dvsinni. En einkuin
er til færð sögn síra Jóns Halls-
sonar á Miklabæ (síðav í Glaum-
bæ), sem er á þessa leið í aðal-
atriðum: Einu sinni senv oftar átti
að jarða lík á Miklabæ. Prestur-
inn, síra Jón Hallsson, var inni
meðan líkmenn tóku gröfina. En
áður en því var lokið, konv einn
líkmanna inn og segir, að ein-
kennilegan hlut hafi borið fyrir
þá. Þeir hafi komið niður á fætur
og fótleggi manns, og virðist vera
karlmannsfætur stórir, en þeir
snvii þvers um við það, sem venju-
legt sje að leggja lík í gröf, og
það annað, að tærnar horfi niður.
Á fótunum sagði hann vera gam-
ddags reiðstigvjel allmjög fviin,
og væru sporar á þeim. Presti
rarð hverft við, og bað þá moka
aftur ofan í gröfina sem skjótast
og taka gröf á öðrum stað. Var
það gert áu frekari eftirgrenslun-
ar. Þegar síra Jón Hallsson var
prestur á Miklabæ (1858—1874),
var nvönnum ekki lengur nákvæm-
lega kunnugt um, hvar dys Sól-
veigar var. Hafði kirkjugarðurinn
áður vrerið færður vvt, svo að dvsin
var þá orðiu innan garðs. Taldi
prestur víst, að líkmenn myndi
hafa lvitt á dys Sólveigar og fæt-
lirnir verið Odds prests, er hvarf.
Uin hvrarf Odds prests eru, eins
og vænta má um svo sviplegan
atburð, sannsögulegar heimildir,
sem nauðsynlegt er að hafa til
samanburðar. Þrjár slíkar heinvild-
ir eru prentaðar í Blöndu (IV.,
64—72). Af þeim er Ijóst, að Sól-
/