Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1937, Blaðsíða 6
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að bretta upp í klof, því að niiima thifrar ekki. karl niiun. Vepaviuua er eius o<r liver önn- ur vinna, kann einhver að sefrja, en þó livgf' jefr, að margir viti harðla litið um ]>að, hvernig ís- leu.sku vegirnir verða til, hve mikla fvrirhöfn og skítkast það liefir kostað að koma upp þessuin veguni, sem gera eiga mönnum kleift að komast á sem allra styttstum tíina og með þægileg- asta móti úr eiiuim stað í annan, og þá vill það stunduin gleyniast. að þar sem vegurinn liggur nú, voru áður urðir og dý og nær botnlausir flóar. En vegavinnu- íuennirnir, þeir eiga margar end- urminningar bundnar við skurði, flög og fen, og þær rifjast upp fyrir þeim, þegar þeir fara uin veginn. Þeir muna eftir því, hvaða veður var, þá daga, sem hjer var unnið. Þarna var unnið í rigningu og þoltu annan daginn, en hinn daginn var glampandi sólskin og þá fóru menn úr hverri spjör niður að mitti og ljetu sólina skína á bak og brjóst, sem áður voru livít, en urðu brátt brún undan geislum sólarinnar. Þarna fældist einu sinni hestur og braut vagn- inn, hjer var drukkið kaffi. Kaffið var oft drukkið úti í vegi, sjerstak lega þegar flokkurinn var kominn langt frá skúrunum. Stundum blandaðist kaffið rigningarvatni, en ]iað varð til Jiess að kæla það. Kaffitímanum lauk, og vinna hófst að nýju. Sólin gekk sína leið, færð- ist í vestrið og gaf til kynna, að nú væri þessi dagur brátt á enda. Það besta við hvern. dag er, að liann kemur aldrei aftur, nema þá í endurminningunni. Flokksstjóri flautar. Vinnu er lokið. Það kumr- ar í einstaka hesti, hann er farinn að þekkja flautið og lítur bænar- augum til „kúsksins“, eins og hann vildi segja ,,Æ, góði, flýttu þjer nú að spenna mig frá vagn- inum“. Hann er feginn frelsinu. Menn leggja frá sjer verkfærin, og hestarnir eru teknir frá vögn- unum, olíufötin eru hirt þar sem þau ligg.ja, ef menn hafa þá ekki verið í þeiin, því að ekki er gott að vita, hvernig veður kann að verða í fyrramálið, og nú er geng- ið í smáhópum í áttina til tjald- anna, til kvöldmáltíðarinnar og livíldarinnar. Menn skrafa sanian, og ]>að er lilegið, einhver sagði víst eitthvað fyndið. Nú heyrist alt í einu lmegg, fyrst lágt, en færist svo í aukana. — Þetta er einn strákurinn, sem hefir tekið upp á því að hneggja alveg eins og hestur, og gerði hann stundum hestana alveg hringlandi vitlausa með þessum látum. Þegar heiin var komið, er sótt vatn í fat eða fötu, kveikt á olíuvjeliuni og þvegið sjer. Ekki líður á löngu áður en kallað er: „Matur í livelli, fyrsta holl“. Menn skunda iim í skúr, og kvöldverður er snæddur undir veðurfregnum eða ljettum lögum útvarpsins, livað til þess að bæta annað upp. Ef spáð er: „Sama veður mun haldast næstá sólar- liring urn alt land“, — þegar rign- ingarbræla hefir verið í 4—5 daga, þá gleymist það, um leið og syrpa l.jettra laga ýtir á eftir hverjum bita ofan í mann. Brátt eru allir mettir. Annar hópur kemur til þess að borða og nú er hver mað- ur frjáls sinna ferða, og nú ríður á að hafa sem mest upp iir kvöldinu. Þegar ekki er leiðindaveður, ])á fara meun stundum í handknatt- leik fvrir framan tjöldin eða í hnefaleik. En völlurinn er ósljett- ur og blautur, og kvöldið er fljótt að líða. Nokkrir karlar sitja inni í tjöldum, reykja pipu sína og spjalla um hitt og þetta, eins og gengur og gerist, en inni er hlust- að á útvarpið: Dettifoss kom til Hamborgar í gærkvöldi, og Sel- foss er í Antwerpen, hvað eins og menn varði um það, og enn eru þeir að myrða hver annan suður á Spáni. Það vekur umtal í skúrnum, livernig skyldi þetta enda ? Það veit enginn.' Svo keinur erindi og fuga í g-moll eftir Baeh og einhver segir: „Skák og mát, þarna varstu klaufi, komdu í aðra“. Kvöldkaffið er horið á borð. Þeir, sem hafa verið úti í tjöldum, korna inn og fá sjer mola- kaffi, leggja niður umræður um einhverja hryssu norður í Skaga- firði, sem var svo góð til undan- eldis, en hv.ergi var ormaveiki á dagskrá. Gott er að fá sjer kaffi- sopa á kvöldin, en sumir segja, að menn eigi þá erfiðara með að sofna, svo að nokkrir vilja heldur drekka soðið vatn. Strákarnir taka kannske upp á því að stríða ein- um karlinum, bónda að norðan, sem auðsjáaulega hefir einhvern- tíma verið strítt áður. En alt er þetta í mesta meinleysi, og úr öllu verður skellihlátur. Einhver stingur upp á því að fara í kefladrátt, og tveir setjast á gólfið með kefli á milli sín, toga og toga og auðvitað vinniir annar þeirra, þó að báðir hafi sainkvæmt lögmáli eðlisfræðinuar togað jafnt í keflið, og nú -skorar sá, sem tapaði, á liinn aftur. Þeir fá bóndann til þess að fara í kefladrátt og set.ja einn allsterk- an á móti honum. En haun læt- ur bóndann viljaiuli draga sig. og karlinn verður ákaflega mikið upp með s.jer. Þetta var annars allra skynsamasti karl, og fylgdist hann vel með í landsmálum, var víðlesinn og vissi margt. Einn bíl- stjórinn býðst til þess að fara í kefladrátt við hvern, sem þori, og nú dregur hann keflið úr hönd- um tuttugii manna í röð. Já, þeir eru ekki neinir ónytjungar bílstjór arnir, og þarna eru sjómenn, sem ekki vilja vamm sitt vita, nei, þeir liggja líka í því fj'rir bílstjór- anum. Nú fer að líða á kvöldið. Þulur útvarpsius býður góða nótt, en rjett á eftir heyrist: Radio Róma Napoli, og menn tínast í tjöldin með morgunkaffið í fang- inu, en sumir sitja enn inni í skúr og hlusta á erlendar útvarpsstöðv- ar. Þegar út er komið, tekur við svanasöngur á heiði. Svapir syngja á örlítilti tjörn skaint frá. Þeir eru liálf feimnir við þessi hvítu tjöld og kumbaldalegu skúra og ekki hvað síst við þessar skrítnu verur, sem læðast aftur og fram, svo að stundum líkist söngurinn fremur gargi, en þegar þeir eru ótruflað- ir og ekkert annað rýfur þögnina, }>á slá þeir á sína fegurstu strengi. Hinir djúpu, angurblíðu brjósttón- ar berast að eyrum manns og alt inn til hjartans, því að: „frá nátt- úrunnar hjartarót þeir hljóma, með hreim af brimi, straumi og fossaglaum". Stundum rýfur fleira kvöldkyrð- ina en svanasöngur: Góðlátlegt jarm ánna, sem vilja líka láta taka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.