Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1937, Blaðsíða 1
33. tölublað. JUorgiit blixfo&ms Sunnudaginn 22. ágúst 1937. XII. árgangur. ÍaafulutkrprrntsmiðjiL h.f. Búmmkast undan Snartastaðanúp. Aflaskýrslur síldveiðiskipanna eru meðal þeirra frjetta, sem mesta athyg'li vekja um þessar mundir. Þær sýna árangurinn .af striti síldveiðimannanna. Þeir, sem ekki þekkja annað til síldveið- anna, gera sjer ekki grein fyrir hve mikið erfiði fer í árang-urs- lausa leit eftir síldinni, þó í síldarárum sje, hve mikil vonbrigði og áhyggjur einatt fylg.ja þessari veiði. Jafnvel hinir þrautreynd- ustu og- ötulustu sjómenn fara ekki varhluta af því. I eftirfarandi grein lýsir Sigurður Benediktsson árangurslausu erfiði ofi’ vonbrigðum síldveiðimanna, -sem enginn þeirra getur um flúið, í viðureigninni við hinar styggu síldartorfur. Astjórnpalli síldveiðiskipsins „Eldborg“ stendur hár og þrekinn miðaldra maður og held- ur stórum sjónauka fyrir augun- um. Hann ber á höfði gamla skygnishúfu og er í svartri olíu- kápu, sein er svo þröng á hann, að sumstaðar eru saumarnir tekn- ir að gliðna! Um mittið er hann girtur snæri. Þessi þreklegi maður er skip- stjórinn á Eldborg — en hann er jafnframt „nótabassi“ eða fiski- formaður þess skips — og þess vegna verður hann að hafa augun lijá sjer, hvar sem hann kemur og livert sem hann fer. Miklu skiftir að nótabassi hvers síldveiðiskips sje vel sínu starfi vaxinn. Á því mun velta miklu meira en menn gera sjer alment ljóst — því verkahringur þessa manns byrjar með því, að hann kemur auga á síldina, síðan er jiað hann sem á að skipuleggja aðför- ina að þessum ótölulega aragrúa, sem skvampar áfram í vatnsborð- inu í svörtum, iðandi torfum, og loks að hafa á hendi fram- kvæmd þessa áhlaups og' koma herfanginu um borð í skipið. Strax og því er lokið fer liaim að svipast eftir nýrri síld — nýrri torfu — og skipuleggja nýja árás áður en torfan sú er sokkin í sæ, eða komin í hendur keppinaut- anna. Síldveiðin er fjrrst og fremst leit eftir síldartorfum og síðan bar- átta milli skipshafna um hinar ,,fundnu“ torfur. Nótabassarnir eru liðsforingjar í þeim sjóorust- um og berjast í fylkingarbrjósti; * ldborgin hafði legið nætur- langt við akkeri undan Snartastaðanúp, við austanverðan Axarfjörð, ásamt fjölda annara veiðiskipa, í því veðurfari, sem sjómenn nefna hrælu — en það er steytingsstormur og suddi eða rigning. En morguninn eftir var síst vænlegra til veiða og ákvað þá skipstjórinn að sigla til hafnar með farm sinn, þó ekki væri full- hlaðið fleyið, til þess að nota þetta óhagstæða veiðiveður til löndunar og vera svo aftur á veiðistöðvun- um með tæmt skipið, þegar aftur kæmi veiðiveður. En áður en Eld- borgin hafði tekið sig út úr hópi skipanna, er leitað höfðu skjóls og legu undir Snartastaðanúp, sá maðurinn með sjónaukann „síld vaða“ — og um leið varð góðlegt andlit þessa hvatlega manns orðið ímvnd harðýðgis og miskunnar- levsis. Hann hóf nú upp ranst sína og hrópaði ákat't: „Fíra bátunum"! Hásetarnir voru sýnilega vanir að hlýða þessari skipun. Þvílíkt viðbragð, þvílíkur þytur sem fór um alt skipið! Eftir andartak var hver háseti kominn á sinn stað — nákvæmlega þann stað, sem vinnu hans var þörf. — Eftir nokkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.