Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1937, Blaðsíða 7
LESfcÓK MORGtTNBLAÐSINS íiO;! Listaverk eftir Sigurjón Olafsson myndhöggvara. Hjer birtist mynd af lágmynd þeirri, sem Sveinn Björnsson sendiherra skrifaði um í Morgnnblaðinu í gær, er Sigurjón Ólafsson hefir gert og hlotið mikið hrós fyrir. Sendiherra leggur til, að efnl verði til samskota til að koma myndinni upp. og að hún verði sett utan á hús Fiskifjelagsins á horninu á Ingólfsstræti og Skúlagötu. í dön&kum myndaskrám hefir Sigurjón nefnt mynd þessa „Der stavles Klipfisk1'. Myndina á að steypa í cement og á hún uppkomin að kosta 20.000 krónur. stúlkum, þá gera þeir það vegna þess að þeim þykir skemtilegt að hafa þær sem förunaut eina kvöldstund. Flestir menn eru svo mikil flón, að þeir vilja ekki sjá þessa lduti í rjettu Ijósi. Þþ blindur maður ætti að geta sjeð, hvað þessar stúlkur á veitingastöðun- uni meina með atlæti því, er þær sýna gestunum, þá vilja margir ekki skilja, að það sje budda þeirra, sem þær sækjast eftir. Þeir telja sjer trú um, að stúlk- ur þessar hafi orðið ásthrifnar af þeim. Þegar slík veitingastiilka er orðin þetta 35 ára, hefir hún venjulega sparað sjer saman nokkra fjárhæð. Þá opnar hún einhverja smábúð með kramvöru, eða þessháttar, og byrjar mjög fábreytt líf. Sumar taka að sjer umsjón í fatageymslum. Það er oft tekjumikið starf. Og enn aðr- ar komast í hjónaband — menn giftast þeim til fjár. Sumar lifa síðari hluta æfinnar í hamingju- sömu, ástríku hjnnabandi. * Vegna þess hve kvenfólkið var í miklum meirihluta eftir heims- styrjöldina, og konur margar höfðu góðar tekjur, opnaðist at- vinnugrein „frúarsveinanna" (gi- golos). Það eru menn, sem láta konur sjá fyrir sjer. I París og á Miðjarðarhafsströnd er mikið af þessu fólki. Monte Carlo er þeirra paradís. I næturklúbbum er krökt af þeim, þar sem dansað er, því allir dansa þeir vel. Þeir eru iir öllum þjóðfjelagsstjettum. Hinir veraldarvönustu frúar- sveinar eru venjulega piltar, sem eiga ríka feður, en fá þó ekki nóg af peningum frá feðrum sín- um, giftast er þeir komast á full- orðinsár og þurfa fyrir konu að sjá. Þessir menn slæða'fyrir konur sem eru á „hinum hættulega aldri“, frá 45 ára og upp eftir. Konur á þeim aldri eiga oft erfitt með að laða til sín unga menn og skapmikla, þó þær neyti allra bragða ástleitni og fegrunar. Þær verða að grípa til þeirra ráða, sem áhrifamest eru, og það eru peningaráði*. Þessár konur með sveinum sín- um eru iðulega á næturkrám. Piltarnir eru sjeðir í viðskiftum og sjá úm að veitingamennirnir láti þá fá ríflegar prósentur af því, sem þau kaupa. Þegar þeir koma einir síns liðs fá þeir veit- ingar ókeypis. Þá ern hinir fastráðnu „frúar- sveinar", sem ráðnir eru sem starfsmonn við ýms veitingahús og hafa svipuð ráðningakjör og stúlkurnar, sem fyrr er getið um. Þeir liafa venjulega auk þess ákveðna mánaðarþóknun hjá ein- hverri konu, sem komin er af ljettasta skeiði. Ef piltar þessir eru ráðdeildarsamir í fjármálum, komast þeir oft í efni. * Frúarsveinn einn í Monte Carlo, slátrarasonur, hefir orðið einn af Framhald á bls. 304.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.