Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1937, Blaðsíða 3
Samtal við fræg- an vísindamann, Forstjórinu fyrir lífeðlisfræði- deildinni í rannsóknastofu Carlsbergsjóðsins, dr. Afbert Fischer, hefir lengi haft með höndum rannsóknir á krabba- meini. Hann hefir á síðustu tím- um hallast að þeirri skoðun, að krabbameinssellur væru til í öll- um mönnum. Þetta er þó ekki nema getgáta enn. Dr. Fischer er írægur fyrir krabbameinsrannsóknir sínar. Hon um tókst það fyrstum allra að halda krabbameinssellum lifandi utan við líkamann. Þetta tókst honum árið 1924. Það var krabba- mein úr hænu, sem hann hjelt lífi í. En árið 1927 tókst honum að „rækta“ krabbamein úr spendýri. Það var krabbi úr mús, sem lifir enn í dag í tilrauuaglasi á rann- sóknastofu hans. Blaðamaður hefir haft tal af dr. Fischer á rannsóknastofu haus um þessi mál. Ljet dr. Fischer svo um mælt: Með því að rækta krabbameins- sellur \it af fyrir sig er liægt að athuga eðli sella þessara, hvaða kröfur þær gera til lífsins, á hverju þær lifa, og hvort það er vegna sjerstakra eiginleika þeirra, að þær verða öllum öðrum sell- um vfirsterkari. — Hafið þjer komist að þeirri niðurstöðu, að krabbameinssell- urnar sjeu mjög frábrugðnar öðr- um sellum? — Nei. Síður en svo. Til þessa höfum við ekki getað fundið neinn verulegan mismun á krabba meinssellum og öðrum sellum. Þær nærast af því sama og aðr- ar sellur. Þær þurfa að vísu minna sjer til lífsviðurværis en aðrar sellur, hafa örari efnabreyt- ingar en hinar, og örari vöxt. Þær eru ekki eins harðgerðar og venjulegar sellur. En samt geta þær rutt öðrum sellum úr vegi, og myndað krabbamein, af því viðkoman er meiri, þær skiftast örar en hinar. — Eftir þessu er þá ekki hægt að greina verulegan mismun á LESBÓK MORGUNBLAÐSINS krabbasellum og öðrum sellum? — Nei. Enn hafa menn ekki sjeð neinn verulegan mismun. Krabbasellurnar eru ekki annað en afbrigði af venjulegum sell- um, sem byggja upp líkama vorn. Er hægt að taka samlíkingu þessu til skýringar. I þjóðfjelaginu ber inest á venjulegu fólki, sem er ekkert verulega frábrugðið með- allaginu. En altaf eru innan um einstaklingar, sem mjög eru frá- brugðnir meðalmönnum. Það eru fábjánar og afburðamennirnir. Alveg er eins með sellurnar í hinum mannlega líkama. Flestall- ar eru þær venjulegar sellur. En svo eru örfá afbrigði. Það eru krabbasellurnar. — Hafa allir menn krabbasell- ur ? — Margt bendir til þess, að sú getgáta mín sje rjett, að það sje svo. En krabbasellurnar eru svo ákaflega fáar í samanburði við hinar, að alveg sjerstök skilyrði þurfa að Vera fyrir liendi til þess að þær geti náð að þróast. — En fjöldi krabbasellanna er máske mismunandi mikill hjá mönnum ? — Já, menn geta búist við því að þeir eiginleikar gangi að erfð- um, sem aðrir erfðaeiginleikar, að menn hafi mismunandi mikið af krabbasellum í líkama sínum. En þó menn hafi tiltölulega margar meinlausar ,krabbasellur í sjer þarf þeim ekki að vera hættara við krabbameinum en öðrum. Því heilbrigðu sellurnar, sem eru alveg yfirgnæfandi, halda þeim í skefj- um. Hið almenna heilbrigðisástand líkamans lífsskilyrði sellanna, þarf að breytast, til þess að krabbasellurnar geti rutt s.jer til rúms. Slíkar breytingar geta m. a. átt sjer stað þegar menn eldast. En ellin færist yfir líkamann á mjög mismunaudi aldursskeiðum, eins og kunnugt er. En auk þess geta lífsskilyrði sellanna breyst svo að mótstaða 307 þeirra veikist gagnvart krabba- sellunum, þegar einhver vefur lík- amans verður fyrir stöðugri ýf- ingu eða sífeldu hnjaski, svo sem þegar sár haldast opin um langan tíma, húð verður fyrir óeðlilegum áhrifum frá óhollum efnum, o. s. frv. Orsakir þess að krabbasellurn- ar ryðja sjer til rúms, geta verið margar. Þegar menn fá eitthvert sár, vaxa nýjar sellur óðfluga til þess að sárið geti læknast. En þar eð krabbasellurnar æxlast ör- ar en aðrar sellur hafa þær sjer- staklega góð skilyrði að ryðja sjer til rúms, þar sem sár er lengi að basla við að gróa. Þar er hætt ast við, að krabbasellurnar fái yf- irhönd og krabbamein myndist. Krabbi ekki hættu- legri en annað, ef hann þ-kk'st á byrj- unarstiffi. etur það komið fyrir, að heil- brigðu sellurnar geti náð að yfirbuga krabbasellurnar, ef krabbasellurnar eru á annað borð einhversstaðar byrjaðar að ryðja sjer til rúms? — Það vita menn ekki. En ef á annað borð að myndað er krabbamein, þá gera menn ráð fyrir að það geti ekki læknast af sjálfu sjer. Læknar geta oft haft tök á því að skera burt krabbamein. Og fyndu menn til meinsemdarinnar nægilega snemma, þá myndi vera hægt að lækna hana. Krabbameio yrði ef til vill ekki svipað því eins skæður sjúkdómur eins og ýmsir aðrir sjúkdómar ef hægt væri að finna það og taka til lækning- anna á fyrsta stigi sjúkdómsins. Vandinn er þessi, að menn kenna oft ekkert til meinsemdarinnar fyrri en orðið er um seinan. — Hve lengi búist þjer við að geta haldið „krabbameini" yðar lifandi, sem nú hefir lifað hjá yð- ur sjálfstæðu lífi í 10 ár? FRAMH. Á BLS. 311. Rannsóknir á krabbameini.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.