Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1937, Blaðsíða 7
Lesbók MORGUNBLAÐSINS 311 staðar í Arnarfelli. En er þangað kom, sáust þes sengin merki að þeir hefðu þar komið. Sneru þeir því aftur, fram að Arnarfellskvísl og hjeldu niður með henni, ef ske kynni að þeir sæju þar ein- liver merki þess að þeif hefðu haldið inn með jöklinum, en þess sáu þeir engin merki, var líka kominn svo mikill snjór á jörð, að ekki var hægt að sjá för, þó þar hefði nýlega verið farið. Sneru leitarmenn nú aftur og hjeldu sem leið lá beint á Arnarfellsöldu, von- litlir um að finna þá. Hjeldu þeir nú suður með öldunni, en hvort þeir fóru fram með henni að aust- an eður vestan er óvíst, því mann- virki hafa ekki sjest í öldunni, en þar getur leynst smá kofarúst, því þarna er mjög sjaldfarið. Er þeir halda suður með öld- unni hefir Eiríkur orð á því, að hann muni hafa sjeð manni bregða fyrir uppi við ölduna. Oddur hafði þá átt að segja: ,,Blessuð veri í þjer augun, Eiríkur“. Sneru þeir þá upp að öldunni og hittu þar á kofa, er þar hafði ekki áður verið. Yar hurð fyrir dyrum. Oddur setti fótinn í hurðina svo fast að hún hrökk inn, og hrundi annar dyra- karmurinn. Skreið nú Oddur inn í kofann, var hann ekki svo há- reistur að hægt væri að standa í honum upprjettur. Oddur sá þar tvo menn hvika á hækjum sjer inn við gafl kofans. Rak Oddur þá út úr kofanum og hinir tóku á móti þeim, veittu þeir enga mótspyrnu. Tíndu þeir nú saman dót þeirra og bundu í klyfjar. Voru þá strokumenn búnir að vera útilegu- menn í hálfan dag. Um kvöldið hjeldu þeir fram. í Oddkelsver. 25. október fóru þeir frarn í Gljúfurleit og tjölduðu þar. Daginn eftir, hinn 26., fóru þeir að Skriðufelli og gistu þar allir. 27. s. m. fóru þeir fram að Hlíð og afhentu hreppstjóra stroku- mennina. Þótti ferð þeirra hafa tekist giftusamlega. Guðmundur hreppstjóri fjekk nú leitarmenn til þess, að færa sýslumanni sak- armennina. Sýslumannssetrið var þá í Hjálmholti í Flóa. Sýslumað- ur var þá Páll Pálsson Melsteð, í forföllum föður síns Páls Þórð- arsonar Melsteðs síðar amtmanns, Þessi ferð leitarmanna tók- 9 daga. Fengu þeir fyrir ferðina 122 rík- isdali og 48 skildinga. * Þegar strokumennirnir voru komnir í umsjá sýslumanns, fór hann að halda rjettarhöld yfir þeim, stóðu þau yfir í 6 dga. Jón meðgekk að hafa verið búinn að stela 14 ltindum áður en hann strauk: 7 lömbum og þrem kind- vim fullorðnum í almenningi Skaftholtsrjetta meðan sundur- dráttur stóð yfir. En hinum 4 sitt frá hverjum. Ekki meðgekk hann að hafa stolið dauðum hlutum áð- ur en hann strauk, nema einum sjálfskeiðing hálfónýtum. Gunn- laugur hvatti Jón til þess að með- ganga ekki ærstuldinn í Haga, en Jón meðgekk þann þjófnað strax, gat Gunnlaugur þá ekki þrætt. Leitarmenn báru það að Jón hefði verið mjög daufur á leiðinni til bygða, og stundum verið grátandi. Þetta uppátæki þeirra, að strjúka inn á háöræfi um Vetur- nætur, þótti með fádæmum óvit- urlegt að öllu leyti. Þeir fóru altaf veginn inneftir, svo að hægt var að rekja för þeirrá. Ómögulegt var að afla eldiviðar, því snjór legst fljótt á. Matbjörg var eng- in, nema þessi þrjii hross, og hefðu þau ekki nægt þeim langt fram á vor. Álit manna var að þeir hefðu als ekki lifað þarna yfir veturinn. Strokumenn voru dæmdir á Brimarhólm. Jón var dæmdur í 8 ára fangavist, en Gunnlaugur 10. Gunnlaugur kom ekki til landsins aftur, veit enginn hvað um hann varð, en Jón kom aftur eftir úttekna hegningu. Hann flakkaði manna á milli. Oft var hann með bækur til sölu. Hann var fús á að segja frá veru sinni ytra. Komst hann þá venjulega svo að orði: „Þegar jeg var í Köpeuhán, og þegar jeg var á húsinu“, þá skeði þetta eður hitt. Frúin við vinnustúlkuna: Viljic þjer taka gullfiskana út úr stof- unni. Jeg þarf að tala við mann- inn minn uíidir fjogur augu! Rannsóknir á krabbaraeini. FRAMH. AF BLS. 307. — Ef það fær þá hirðingu sem það þarf getur það lifað í ára- þúsundir. Sellurnar, sem líkami vor er gerður af, eru ódauðlegar á sinn hátt eins og mannkynið. Einstaklingarnir deyja. En mann- kynið lifir í þúsundir ára. Ef menn hefðu kunnað að halda lík- amsvefjum lifandi á dögum Napo- leons, þá hefði verið hægt að eiga enn í dag lifandi vef til minja frá því mikilmenni. — En úr því sellurnar deyja, og aðrar koma í staðinn, þá væri sennilega ekki mikið eftir af hin- um upprunalega ,Napoleonsparti‘? — Jú, því selluvefurinn hefði erft alla eiginleika sellumæðra sinna. Eins og menn eru mismun- andi eins eru: selluvefirnir mis- munandi eftir því hvaðan þeir eiga ætt síua að rekja. ¥ Áður en blaðamaðurinn yfirgaf dr. Fiseher sýndi vísindamaðurinn honum hið 10 ára gamla „krabba- mein“, sem var á að líta ekki ann- að en ofurlítil flyksa í tilrauna- glasi. En með því að rannsaka það nægilega gaumgæflega, er vonandi að dr. Fischer geti fært mannkynið feti nær því mikla markmiði, að gera krabbamein að meinlausum sjúkdómi. En það er von allra vísindamanna að sá verði endirinn á. — Hefi jeg ekki altaf sagt að það er ómöguleg landstjórn sem fer með völd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.