Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 Finnur Jónsson: Svartfugl. Ein af myndum Finns Jónssonar á sýningunni, sem hann heldur þessa daga á Kirkjutorgi 4. furða að menn á þessum stað öðr- og einkum lítið um nautgripi — okktir var sagt, að í sjálfri Delfi væri aðeins tvær kýr til, og hótel- in keyptu mjólkina úr þeim handa útlendum gestum. Hundar voru fáir, en mjög mikið af köttum, eins og tíðkast bæði á Grikklandi og Tyrklandi. Alt fólk var einkar vingjarn- legt og gott við okkur. Þegar menn hittust á förnum vegi var okkttr altaf iteilsað. Venjulegasta kveðjan var „Ja sas!", sem er stytt úr orðunum „hygicia sas“ og er ósk um góða heilsu og líðan þess, seni maður ávarpar. Og það var glaðl.vnt og skrafhreyfið fólk, ('kki síst þegar það komst að því að við gátum komið orði fyrir okkur á þeirra eigin máli; jeg gerði mjer það að reg/u að kaupa grískt dagblað á hverjum degi, og þó ritmálið sje all-ólíkt mæltu daglegu máli lærði jeg samt mik- ið á því. Yfirleitt fanst mjer fólk- ið frítt, og það lield jeg sje víð- ast svo í Grikklandi. Dökkliært fólk er algengast, en Ijóshært fólk er ekki sjerlega fátítt, — það er meira af því en jeg hafði hald- ið. I þorpinn eru flest húsin reist skörnmu fyrir aldamótin og því ekki eins hrörleg hjer og oft má sjá í grískum þorpum og smábæj- um ; jeg tók eftir tveimur mynd- arlegtum barnaskólum, öðrum fyr- ir drengi, hinum fvrir stúlkur. En einna inest gaman þótti mjer þó að sitja uppi í hlíðinni inni í riistunum og horfa ýfir hjeraðið og reyna að kalla fram í lmga minn mvndir af gömlu dýrðinni og lífinu þá. Mjer fanst eins og jeg sæi Euripides, alvarlegan, sviphreinan mann. ganga hægt upji í musterið og líta út að Ljómaklettum og sjá sólina rísa og varpa ljóma á tinda fjallsins. Jeg sá tjaldbúðir pílagrímanna fvrir utan helgidóminn. Og jeg gat hugsað mjer Pýþíuna og prestana niðri undir musterisgólf- inu. Og þegar jeg svo opnaði augun blasti við mjer dýrð nátt- úrunnar. Engin furða að Grikkir elskuðu þennan stað! Engin furða að þeirra mestu og vitrustu menn hjeldu hann í heiðri, kynslóð eftir kynslóð! Sannarlega er engin um fremur trijðu því að huldir kraftar náttúrunuar opinberuðu sig og gætu frætt meiin um for- lögin. I síðasta skiftið, sem jeg sat í gilinu við Kastalíulind, sá jeg tvo hrafna koma fljúgandi ofan fjall- ið; þeir sveimuðu þar nokkra stund um gilið, stefndu svo upp að rústunum að musteri Apollóns, hringsóluðu þar nokkra stund, settust á brotnar súlur, og flngu svo burt. Mjer datt í hug gamla norræna trúin á Oðinn. Hrafn- arnir hans, Huginn og Muninn, áttu að fljúga um víða veröld og færa honum frjettir aftur til Hlið- skjálfar. Einhver Asatrúarmaður. sem hefði komið þangað meðan vjefrjettin enn var til, hefði vafa- laust haldið að þar væri samband milli spáguðsins Óðins og spá- guðsins Apollóns. Og skáldaguðir vorn þeir báðir. Og jeg fór að hugsa um skáldin og þýðingu þeirra nú á tímum. Eru ekki stundum bestu skáldin og há- fleygustu einmitt einskonar spá- menn ? En ef nokkur staður getur vak- ið skáldlega andagift, opnað nýja heima fegurðar, leitt hið besta og dýrðlegasta í fornöld Grikkja í ljós fvrir hverja þá sál, sem get- ur veitt móttöku þeim fagnaðar- boðskaji og fjöri, sem þaðan streymir, þá er það einmitt Delfi. Og jeg býst við að það sje einn af þeim stöðum, sem flesta muni langa að koma aftur á, ef þeir lmfa verið þar einu sinni. „Þið verðið að koma hingað aftur um vortíma, og sjó öll blómin okkar“. sagði bílstjórinn við okkur á leið- inni frá Delfi, þegar við ókum um lyngbrekkurnar þaðan. Á fallegum stað þar efst í brekku nam bíll- inn staðar og við fórum út til að dást að útsjóninni. Þegar við kom- um aftur kom bílstjórinn með heilan vönd af lyngi og blómum. og svo dálítið af berjum, sem hann hafði tínt handa okkur. Það var síðasta kveðja frá Delfi. Sigfús Blöndal. Franskur vísindamaður, sem dvaldi á Grænlandi síðastliðið sumar, tók með sjer tvo græn- lenska hunda til Parísar. Hund- arnir heita Sören Olsen og Jens Madsen. Vísindamaðurinn ætlar að reyna hvort ekki sje heppilegt að hafa grænlenska hunda til að draga sleða í Alpafjöllunum að vetrarlagi. * Frakkar eru að undirbúa stofn- un lögregluliðs eftir fyrirmj’nd G- mannanna í Bandaríkjunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.