Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 389 innar, Kwan Yin Kwan Yin. En þegar Miao Shan sá, að liún gat ekki svo berlega óhlýðnast föður sínum, tók hún til annara ráða. „Ef þú krefst svo eindregið að jeg giftist“, sagði hún, ,.skal jeg fara að ráðum þínum — þó með því eina skilyrði, að jeg fái að giftast lækni. Jeg þrái að losa mannkynið við alt böl, sem þjáir það. Jeg vil jafna stjettamun- inn, þannig að bæði æðri og lægri verði aðnjótandi hins góða. Ef þú vilt verða við þessari bón minni, get jeg þrátt fvrir alt orð- ið Búddha, frelsari mannkynsins. Þess gerist ekki þiirf að leita upplýsinga hjá spámönnum, hvaða dagur sje heillavænlegast- ur til giftingarinnar. Jeg er reiðu- búin að giftast þegar í stað‘‘. Þegar konungurinn heyrði þetta svar, slepti hann sjer al- veg af bræði. „Óhræsis kjáninn þinn“, æpti hann upp yfir sig, ,,að þú skulir dirfast að fara með annan eins þvætting í nærveru minni“. Án frekari vífilenginga kallaði hann á IIo T’ao, sem var foringi hallarvarðliðsins. Þegar hann kom, kraup. hanu á knje og beið fyrirskipana konungs. Konungur sagði; „Þessi ófjetis nunna sví- virðir mig. Sviftu hana hirð- skrúðanum og rektu hana á burt. Farðu. með hana í garð drotn- ingarinnar og láttu hana krókna þar í hel. Þá verður einni á- hyggjunni ljett af mjer“. Miao Shan fjell fram á ásjónu sína og þakkaði konunginum. Síð- an fór hún með Ho T’ao út í garð drotningarinnar, og þar lifði hún einsetulífi. Eini f jelagsskapur hennar voru blómin og stjörn- urnar, og vindurinn einasti vin- ur hennar. Samt var hún ánægð, því öllum torfærum á leið hennar til nirvana var rutt tir vegi. Og af mikilli gleði skifti hún á glaumi hallarlífsins og vndisleik einverunnar. Foreldrar hennar og systur og hirðmeyjarnar revudu lengi ár- angurslaust að fá hana ofan af fyrirætlun sinni. Loksins ljet hún í ljós þá ósk að ganga í ákveðið klaustur, er kallað var „Musteri hvítu spörfuglanna“. Konungur gaf Ieyfi sitt til, að hún færi þangað, en skipaði jafnframt svo fyrir, að alt vrði gert henni þar til ama og erfiðleika. En guði himnanna fjell hún svo vel í geð vegma sjálfsfórnar hennar á öllum sviðum, að hann hjelt verndarhendi sinni yfir henni í sjerhverri raun. Þegar henni var t. d. skipað að mat- reiða hauda öllum nunnunum í klaustrinu og þjóna þeim, skip- aði himnaguðinn drekanum að grafa brunn við eldhúsdyrnar, tígrisdýri að færi henni brenni, fughmum að safna grænmetinu og öllum öndum himinsins að að- stoða hana í skyldustörfum henn- ar, svo að hún truflaðist ekki í viðleitninni til að ná fullkomn- un. Konungurinn, faðir hennar, frjetti þetta alt og brást reiður við. Hann sendi herdeildir til klaustursins og skipaði þeim að brenna það til kaldra kola ásamt öllu, sem í því var. Þegar hermennirnir komu til klaustursins og fóru að kveikja í því, reif Miao Shan sig í góm- inn, svo blæddi. Því næst stökti hún blóðinu til himins, og þegar í stað kom steypiregnskúr, sem slökti eldinn á svipstundu. Þegar konungur frjetti þetta. varð hann enn þá reiðari, sendi menn til að handtaka Miao Shan og taka hana af lífi. En himna- guðinn skipaði einum anda sinna að bjarga henni, og um leið og böðullinn ætlaði að framkvæma aftökuna, stökk andinn í tígris- dýrslíki niður á aftökustaðinn og þreif Miao Shan lir höndum hans. Hann fór með hana inn í skóg og skildi hana þar eftir meðvit- undarlausa. Þegar hún rankaði við sjer aftur, sagði Búddha henni að fara í Shang Shan-must- erið á Pu-tu-fjallinu og helga sig þar trúarlöngun sinni. Og eftir níu ár var hún sjálf orðin Búddha vegna síns helga lífernis. Þegar Itjer var komið sögu, hafði Miao Chuang konungur syndgað svo mjög, að guðiruir lögðu þá refsingu á hann, að líkami hans skyldi alsettur kýl- um, sem engin leið væri að lækna. Þegar Miao Shan frjetti þetta, stakk hún úr sjer augun og skar einnig holdið af handleggjum sínum og revndi að lækna föður sinn með því. En himnaguðinn varð svo hrærður vfir þessu göf- uglyndi og sjálfsfórnarvilja, að hann gerði hana að Bodhisatva Kwan Yin yfir Suðurhöfum. Sumar sagnir segja. að þegar Miao Shan var að komast inn í dýrð himnaríkis. hafi hún hevrt neyðaróp neðan af jörðunni. Hún nam þá staðar af meðaumkvun. Af því á svo að vera dregið nafn- in Kwan (Shih) Yin (þ. e. sú, sem veitir athygli neyð eða bæn- um jarðarbarna).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.