Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 419 Skófaskáfcfskapur Og geri margir mentaskólar betur — jeg minnist sextán skálda í fjórða bekk". Degar jeg las fyrir skömmu þessar ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar flaug mjer í hug, að það væri illa farið, ef aldrei œtti að koma fram á sjónarsvið- ið neitt af því, sem þessi sextán skákl ortu meðan þau voru í fjórða bekk. Það eru svo margir skáld í skóla — en flestir glata þeirri gáfu, þegar iit í alvöru Kfsins er komið. Þannig veit al- menningur aldrei neitt um fjöl- mörg góðskáld, og kveðskapur þeirra glatast og gleymist, og þykir víst heldur ekki annars verður. En þetta er þó miður farið en skyldi, því skólakveðskapur er oft skemtilegur. Að sönnu er hann alloftast bundinn vissum at- vikum og ákveðnum mönnum —- en þó er margt þess virði, að því sje safnað. A jeg hjer ekki við hin társtorknu ástarljóð og ann- an vesaldarkveðskap um týndar vonir og hrundar skýjaborgir, sem margir ungir menn fæða af sjer í vonsvikum hinna fyrstu ásta. Jeg á einungis við skop- kvæðin og grínvísurnar, sem þó er alloftast ljettmeti og vitleysa — en stundum sniðug og skemti- leg vitleysa. Tómas Guðmundsson gekk í Mentaskólann í Reykjavík, -ásamt hinum góðskáldunum fimtán — og satt að segja býst jeg við, að sá fjórði bekkur hafi tekið flest- um öðrum fram um skálda- fjölda. En hvort kveðskapur þeirra hefir verið meiri að vöxt- um en kveðskapur nokkurra fjórðubekkinga í Mentaskólanum á Akureyri fyrir nokkrum árum, leyfi jeg mjer að draga í efa. Margt af því, sem þar var kveðið, er of staðbund- ið til að birtast og snertir of ónotalega ýmsa mæta menn — en hjer skulu nefnd nokkur meinlaus sýnishorn. Eitt sinn um veturinn gengu sjö úr bekknum í stúku. Þá var þetta kveðið: Heimi hrakaði, hjörtu sakaði, Sigfús rakaði, Schiöth bakaði, mæða stuggaði, maður ruggaði, Eggert bruggaði, ölið huggaði. Satan hló, seiminn dró, margur spjó, -— maður dó! Fram af gekk fjórða bekk, heljar hlekk höggvið fjekk. Vonir rættust, rekkar sættust, bullur grættust, bræður kættust, með seðla í lúku, sorg . í kjúku, af geði sjúku, gengu í stúku. Heimurinn falar, heyrast skalar, Brynleifur talar, Bakkus dalar. Sigfús rakar, Schiöth bakar, öli hrakar, Orn kvakar. Einn úr bekknum var að missa hárið. Þá var þessi vísa kveðin í orðastað hans og tínd í hana orð víðsvegar úr Snorra-Eddu — og skyldi hann kveða hana við raust 53 ára gamall.- Harm berk í hugartopt, hjarna es rotnað skopt, —¦ nenning mjer neyðin gaf, uns nagl minn var skorinn af. Gressni og grellskapslæ geðinu ráða æ. — Illr em af öli hálfur, andskotinn sjálfur! (Ætlar að rífa í hár sjer, en grípur í tómt.) Klæðskeri nokkur var að sauma föt fyrir einn úr bekkn- um. Honum fórst það heldur ó-* hönduglega — því bæði mundi hann aldrei, hvað skólapilturinn lijet, afhenti loks öðrum vestið frá fötum hans og alt fór í handaskohim. Þá var ortur „Tailors (Song", undir laginju: „Siste reis", sem nú mun gleymd- ur, nema þessar tvær vísur: * Nú býr mjer sorg í sálinni, — sting, tailor, hó, og augnveiki í nálinni, — sting, tailor, hó. Æ, súrt er nú til sjós og lands, —¦ sting, tailor, hó. Einn fór í vesti annars manns, — sting, tailor, hó. Þá ertu nú kominn, Þórður minn, — sting, tailor, hó. Æ, það fór illa í þetta sinn, — sting, tailor, hó. Jeg gleymdi öllum vösunum, — sting, tailor, hó. Og líka klaufinni á buxunum, — sting, tailor, hó! Þeir, sem gluggað hafa í lat- ínu, kannast allir við bókina eftir Mikkelsen, sem lesin er í fjórða bekk. Þessi ágæta kenslubók er ekki jafn vinsæl af öllum, frek- ar en flestar bækur aðrar, og miður ástúðlegar hugsanir hafa stundum flogið til höfundarins. I einn „Mikkelsen" voru skrif- aðar þessar vísur: Þó jeg niður í Sódóma sykki, sífelt gæti jeg elskað þig, Mikki, — því betur ekkert brennivín svalar, betur enginn vitringur talar. Þó dveldi jeg í himnanna hæðum, og hefði nóg af guðlegum fræðum, — og ljeki mjer í ljómandi gæfu, þig læsi jeg meðan englarnir svæfu. Sálu þinni „supinin" eyddu, „sum" og „mensa" líkamann deyddu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.