Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1938, Blaðsíða 2
LESBÓK M0RGUNBLAÐ9INS I4t> þá bál frani í bænum og sagðist ætla að - bremia Víðimj'ri. Föður lians var sagt þetta, en hann þorði ekki að fara ðg tala við drenginn og sendi móður þans til þess að tala um fj-rir honum. en ekkert dugði og varð að láta hann fá brennivínið, svo að kom ist vrði hjá bæjarbruna. Feðg- arnir voru -»ð því levti ólíkir, að Magnús var fjefastrr svíðingur, en Sæmundur ör á fje við snauða menn og því líkur móður sinni. Skömmu eftir að Sæmundur giftist og fór að búa, fór hann með lest sína í kaupstað. út i Hofsós.' En þegar hann kom aftur tan Blöndúhlíð, ætláði hann j’fir \ ötnin á Vallaferju. Þá bjó Ein- ar Þorbjarnarson á Völlum, orð- inn gamall maður og gætti sjálf u'i- ferjunnar. Sæmundur var drukkinn og heimtaði að allir baggar sínir væru fluttir í einni ferð, en Einar sagði, að þá jrrði of hlaðið. Þar lenti í harki og Ijet Sæmmdur ekki af kröfu sinni, en Einar gamli sagðist hins vegar ráða, hversu mikið væri látið á ferju sina og kvaðst ekki gegna fíflsku hans. Einar var á floti í ferjunni, en þá hljóp Sæ- inundur alt í einu til og þreif í stefni hennar og hvolfdi, en Einar fór í ána. Hann varð fj-rir talsverðu volki, en var svo bjarg- að af þeim. sem voru með Sæ- mundi. Svo ljet Sæmundur alla baggana aftur upp á hesta sina og rak þá á sund í Vötnin og reið síðan sjálfur á sund með alt sam- an. Það er sagt, að hann hafi mist klj-fjar af einum hesti, en kom- ist heill með alt annað. — Einar gamli á Völlum kærði síðan fvr- ir presti sínum og taldi þetta full- komið banatilræði við sig, en af því að prest r var vinur begg.ja. kom hann málinu svo fvrir, að þeir sættust með því, að Sæmund- ur bætti Einari einhverju fjrrir hið óvænta bað hans. — Sæmundur fór að jafnaði sjálf ur eða sendi suður og vestur á land til fiskkaupa. en þá var vani hans að láta illa þegar hann kom í kaupstaðinn. og hræða Dani, sem þar voru, me.ð því að vaða um með ópum og grenji og var þá engu líkara en að hann gengi berserksgang, og þá ljet hann ekki sefast nema honum væri gefið brennivín svo að um munaði. — Sveinn lögmaður Sölvason segir svo frá. að Sæ- mundur hafi einu siuni komist í mikið þjark og áflog við kaup- menn suður á Ej-rarbakka, og svo gekk þetta langt, að kaupmaður eiun skipaði mönnum sínum að taka hann og binda. Safuaðist þá að honum hópur manna, en Sæ- mundur hopaði undan, að viðar- stafla og náði þar í raft og veif- aði honum af svo miklu afli kring um sig, að enginn þorði að hon- um eða gat fest á honum liönd- rr. I þetta skifti sóttu að honum 12 menu í einu, en allir voru þeir fullvissir um. að ef þeir kæmu of nærri honum, mjuidu þeir hljóta beinbrot eða jafnvel bana. — Sæmundur var ofurhugi mesti og eftir því harður af sjer og híaustur, enda talinn af ætt Hrólfs hins sterka — Sæmundur var mikill trúmaður og hefir eflaust hneigst að ka- þólskum sið, því að alla bestu gripi sína eignaði hann Maríu guðsmóður. Þannig var það með bleikan hest ágætan, sem hann átti og helgaði Maríu mej- og var hann þvi altaf kallaður Maríu Bleikur. Honum reið hann á hverja ófæru sem var þegar hann var drnkkinn, en aldrei var svo mikill ofsi í Sæmundi í drvkkju- slarki hans, að hann ekki væri prúður og kyrr ef hann heyrði tíðir sungnar eða húslestur lesinn. Þorsteinn hjet bóndi, er bjó í Marbæli á Laugholti og var kall- aður svarti af því að hann þótti nokkuð dökkleitur og ófrýnn, en koria hans hjet Guðrún og var fríð og bjarthærð, en það er haft eftir henni að hún hafi haft orð á því, „að koddinn væri mislitur“ þegar þau hjónin væru gengin í eina sæng. — Þorsteinn var mesti búmaður og bjó líka á góðri jörð. Hann átti því altaf nóg hey og lánaði oft eða seldi þeim sem komust í vandræði — Einu sinni var verið að messa í Glaumbæ og var Þorsteinn „svarti“ í kirkju. Prestur sagði þá í ræðu sinni „að þeir hefðu alt gott, er Guði treystu“ — en Þorsteinn sat í kór og gall við: „og þeim sem heyin hafa“! Að þessu var hlegið mikið. — Einu sinni kom Sæ mundur að Marbæli og var drukk inn og heimtaði brennivín af Þor steini, en liann kvaðst ekkert eiga. Sæmundur vildi ekki trúa þessu og ruddist inn í skemmu hans, en þar gjörðist það sem ekki verður sagt frá hjer, og þó að ekki j-rði þar handalögmál fóru svo leikar að Þorsteinn íjetti Sæmundi pott flösku af brennivíni og bað hann gjöra sjer gott af. Þess er áður getið að Sæmund ur ljet illa þegar hann kom í kaupstaðina og þannig var það lílra í Hofsós. Þar voru allir Dan- ir hræddir við liann, því að hann var svo æstur og mikill fj-rir sjer. Það kom oftar en einu sinni fj-rir, í Hofsós, að hann Ijet Maríu Bleik synda með sig kringum kaupfarið á legunni, meðan látið var brennivín á kút hans, því að altaf þegar hann fór í kaupstað. hafði hann 3 eða 4 potta kút fyrir aftan sig og kallaði þetta vasa glasið sitt. Eitt haust kom Sæmundur úr Hofsóskaupstað og var unglings- piltur með honum, er Magnús hjet Björnsson, og hefir hann sagt sögu þá er hjer fer á eftir. Sæ mundur ætlaði yfir Vötnin á Vallferju. en þau voru farin að frjósa og komnar á þaú miklar skarir. Hann kallaði á ferju og kom Konráð bóndi á Völlum með ferjuna jrfir, en með honum var piltur. Konráð varð að brjóta skörina til þess, að koma frain ferjulini, en Sæmundur var drukk inn, að vanda, og leiddist biðin og æpti því „allósnoturlega“ á Konráð og er sagt að hann hafi svarað í líkri tóntegund. En er Sæ mundur sá að Konráð var búinn að koma fram ferjunni, hleypti hann hann Bleik sínum í ána og ætlaði sjer að mæta Konráði, en þá reri hann úr vegi og sótti drenginn, sem var með Sæmundi og farangur þeirra. Bleikur synti með Sæmund vestur að sköi-inni, en gat ekki komist upp á hana af sundinu, því að hvergi botnaði. -Þegar þeir svo voru lentir, beiddi Björn Konráð grátandi, að bjarga húsbónda sínnm, en hann sagði að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.