Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1938, Page 1
29. tölublaS.
Sunnudaginn 24. júlí 1938.
XIII. árgang'ur.
lufoldufrMhmiflJt b f
frægastur allra fiðlara
U m Paganini hefir mikið verið
ritað, en þó var meira um
hann talað, á meðan hann var lífs.
Mikið af því voru hinar fáránleg-
ustu kynjasögur, sem um nokkurn
listamann liafa sagðar verið. Og í
æfisögum þeim, sem skráðar eru,
úir og grúir af kynjasögum og
ótrúlegum staðhæfingum, svo að
oft er erfitt að ráða fram úr um
það, hvað satt er og hvað heila-
spuni. fk
Þessi sjerkennilegi maður og
frægasti allra fiðlara, var fæddur
í Genúa á Ítalíu, 18. febrúar 1784.
Faðir hans var maður ómentaður
og umkomulítill, en mjög söng-
elskur, og er sagt að hann hafi
leikið vel á mandólín. Hann tók
snemma eftir því, að sonur hans
var gæddur tónlistargáfu og fór
að kenna honum kornungum á
hljóðfæri. Drengnum varð það
happ, að hann fjekk þó bráðlega
góðan kennara. Yar það fiðluleik-
ari og góður hljómsveitarstjóri í
Genúa, Costa að nafni. Og lagði
hann öruggan grundvöll undir
leikni Paganinis. Talið er að P.
hafi verið búinn að ná allgóðum
tökum á fiðlunni átta ára gamall
og farinn var hann að semja tón-
smíðar fyrir fiðlu um svipað leyti.
Árið 1793, eða 9 ára gamall,
kom hann opinberlega fram í
fyrsta sinn í Genúa, og 1 jek þá
afbrigði yfir lag sem heitir „La
Carmagnole“ og var þá á hvers
manns vörum. Vakti hann þá þeg
ar á sjer geysimikla athygli. Um
líkt leyti ljek hann einleik á fiðlu
í kirkju á hverjum sunnudegi,
venjulega all-veigamiklar tónsmíð-
ar, og sagði P. svo frá sjálfur, að
þetta hefði verið ákaflega þýðing-
armikið atriði í listamannsuppeldi
sínu, því að þetta iitheimti það,
að hann þurfti jafnan að hafa
nýæfðar tónsmíðar á takteinum.
1795 fór faðir hans með hann til
Parma, til þess að koma honum
þar fyrir til náms hjá frægum
fiðlara og tónskáldi, er þar var,
Allessandro Rolla að nafni. Paga-
nini segir sjálfur frá þeim sam-
fundum á þessa leið: „Þegar við
komum heim til Rolla, lá hann í
rúminu. Hann virtist ekkert vera
óðfús á að veita okkur áheyrn,
en kona hans leiddi okkur til
stofu, sem næst var svefnherbergi
þeirra og skildi okkur þar eftir,
á meðan hún var að þjarka við
mann sinn um að tala við okkur.
Fiðla lá þar á borði og ennfremur
nýjasta tónsmíð Rollas. Jeg tók
hljóðfærið og ljek tónsmíðina af
blaðinu. Tónskáldið undraðist
þetta víst, því að liann kallaði
fram og spurði, hver væri að spila.
En þegar honum var sagt, að það
væri kornungur drenghnokki,
Paganini.
vildi hann ekki trúa því, — og
trúði því ekki fyrr en hann kom
fram og sá mig. Sagði hann mjer
þá, að mjer gæti hann ekkert kent,
en benti mjer á, að leita til Paers.
og fá hjá honum tilsögn í „kom
position".
Fétis, — sá er ritað hefir ítar-
legasta æfisögu P„ heldur þvi
fram, að þessi frásögn hans sje
röng, þar eð þessi Paer hafi um
þetta leyti verið í Þýskalanli, en
að Paganini hafi þá um tíma
stundað hljómfræðinám lijá öðrum
manni, og ennfremur er það stað-
hæft, samkvæmt góðum heimildum,
að Paganini hafi stundað reglu
bundið nám hjá Rolla í nokkra
mánuði og er erfitt að geta sjer
til, hver ástæða var til þess, að
P. vildi ekki við þetta kannast
síðar.
★