Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1938, Blaðsíða 2
226
Snemma fór P. að brjóta heil
ann um o>r iðka ýmsar brellur.
sem gera mátti á fiðluna, op hefiv
enginn komist lengra í því en
liann. Og þegar hann kom heim
aftur til Gemia. frá Parma, samdi
hann fyrstu æfiugarnar eða ,,etud
urnar“, sem eftir hann birtust.
Þær eru svo fáránlega erfiðar, aó
adrei hafði neitt slíkt þekst eða
sjest. og var sagt, að hann ætti
.jafnvel stundum fult í fangi með
það sjálfur, að komast fram vir
þeim. og að hann æfði oft ein-
stakar hesdingar í alt að því tíu
klukkustundir samfleytt.
Hann æfði sig óhemju mikið og
þar sem hann var gæddur alveg
frábærum hæfileikum, bæði að því
er snerti lipurð, lægni og handar
lag, — og andlega músíkgáfu, varð
árangurinn að sjálfsögðu frábæri-
lega mikill og góður. Hann var að
eðlisfari kappgjarr. og ástundun-
arsamur, en faðir hans, sem mun
hafa verið ruddamenni og hinn
mesti harðstjóri við P., mun hafa
boitt hann jafnvel ómannúðlegri
þvingun. Drengurinn mun hafa
haft hug á, að losna úr þeirri
ánauð, sem var að verða honum
óbærileg. Honum var leyft að fara
einn síns liðs til Lucca, þar sem
hann ljek á hljómleika-hátíð, sem
var haldin í nóvember 1798 og
vakti fádæma athygli og aðdáun.
Hann fór þá ekki heim aftur til
Genúa, heldur fór hann í flakk,
til Pisa og ýmsra annara borga.
Hann var þá aðeins fimtán ára að
aldri, .en var þá þegar farinn að
svalla talsvert og var einkum
hneigður til fjárhættuspilamensku.
og var svo um hann alla æfi. Ilann
tók sjer kviður, ýmist við það að
æfa sig eins og óður maður, eða
sleppa sjer alveg út í svallið og
fjárhættuspilamenskuna. Þess á
milli lá hann svo rúmfastur dög-
um og vikum saman, útgerður af
þreytu og annari vanlíðan. Og
þetta skýrir það, hversu oft hann
hArarf algerlega af sjónarsviðinu
löng tímabil og hve hörmulegt
heilsufar hans var hin síðari ár
æfinnar.
— Einu sinni vildi það til,
— hann var þá staddur í Liv
orno, — að hann tapaði í spilum
LESBÖK MORGUNBLAÐSTNS
öllu, sem hann gat við sig losað
— og jafnvel fiðlunni líka. Til
þess að hann gæti leikið á hljóm
leikum, sem biiið var að auglýsa.
fjekk hann að láni Guarnerius
fiðlu, hinn mesta kostagrip, eina
af hinum frægu og sjaldgæfu ít-
ölsku fiðlum. Maðurinn, sem fiðl
una átti, varð svo heillaður af
snilli Paganinis á hljómleikunum,
að hann gaf honum fiðluna. Þess-
ar fiðlur eru nú um 200 þús. kr.
virði. Þessi fiðla varð síðan upp-
áhaldshljóðfæri P. og notaði hann
hana umfram aðrar fiðlur, sem
hann átti. Hann arfleiddi fæðing
arborg sína, Gentia, að henni og
er hún nú geymd í glerskáp í
ráðhúsinu í Genúa. Stradivar-fiðla
var honum líka gefin. Seinast,
þegar slík fiðla var föl, fyrir sex
eða sjö árum, voru boðin í hana
15 þús. sterlingspund. eða um 330
þús. kr.
★
Árin 1801—1804 hjelt P. alveg
kyrru fyrir í höll konu einnar af
tignum ættum. Sagt er að þennan
tíma hafi hann lagt öllu meiri
stund á gítarspil en fiðluna, enda
hafði gítar rrnrið uppáhaldshljóð
færi þessarar hefðarkonu. Tvo
hljómkvæðaflokka samdi hann á
þessum árum fyrir fiðlu og gítar,
sem merktir eru ópus 2 og 3.
1804 kom hann til Genúa og tók
nú að æfa sig enn af óhemju kappi
á fiðluna og 1805 fór hann að ferð-
ast á nýjan leik. Hvar sem hann
kom vakti hann geysilega undrun
og aðdáun. í Lucca var honum
boðin einleikarastaða við hirðina
og gerðist hann þá og um skeið
kennari Bacciochi prins, þess er
giftur var Elsu systur Napóleons
mikla. Um þetta leyti fór hann
að leggja mikla stund á að leika
heilar tónsmíðar á Gstrengnum
einum. Vrar það eitt af mörgu, sem
hann vakti sjerstaka athygli á
sjer fyrir. Þótti leikur hans á G-
strengnum töfrandi fagur. Mun
öllu meira hafa verið tekið eftir
þessu, en annars hefði orðið, sök-
um þess, að tónn hans á fiðluna
var yfirleitt ekki mikill eða breið-
ur, eins og við t. d. táknum tón
Kreizlers, — þó að hann væri
fagur. En ástæðan til þess var
sú, að hann notaði að jafnaði
grennri strengi en alment gerist,
bæði vegna þess, að hann stilti
fiðluna oft öðruvísi, en venja er
til, og á grönnu strengina nutu
sín miklu betur ýmsar brellur
Jiær, sem hann hafði lagt stund á.
í Lucca hjelt hann kyrru fyrir
þangað til 1808, en nsgstu 19 árin
hjelt hann mörg hundruð hljóm-
leika víðsvegar um Ítalíu, og óx
frægð hans og hróður með ári
hverju, og undrun njanna og að-
dáun á því töfrandi valdi, sem
hann hafði á fiðlunni, og talið
var jafnvel yfirnáttúrlegt.
Hann átti fjölda öfundarmanna,
og það kom ekki ósjaldan fyrir,
að ýmsir keppinautar hans reyndu
að gera honum allskonar hrekki.
Aðrir eltu hann borg úr borg, til
þess að reyna að komast fyrir,
hvernig hann æfði sig, eða í
hverju væri fólginn leyndardóm
urinn, sem þeir töldu vera um
hina undursamlegu leikni hans.
í Mílanó hlaut Paganini betri
viðtökur en nokkursstaðar annars
staðar á Ítalíu. Þar hjelt hann
ekki færri en 37 hljómleika, svö
að segja í stryklotu, árið 1813.
1816 hitti hann frakkneska
fiðlusnillinginn Lafont í Mílanó
og lenti í kepni við hann opin-
berlega, algerlega gegn vilja sín-
um þó. Þeir ljeku sína sólóna
hvor, og saman Ijeku þeir tvíleik
eftir Kreutzer. Er P. það til sóma,
að hann lætur svo um mælt, er
hann segir sjálfur frá þeirri við-
ureign, að sennilega muni Lafont
hafa meiri og breiðari tón, en
hann sjálfur. Ekki þarf þó að því
að spyrja, að P. vann glæsilegan
sigur í þessari kepni. Svipaða
kepni háði P. við fiðlusnillinginn
Lapinzki í Placentia, árið 1817.
Árið 1827 sæmdi Leó páfi hinn
XII. Paganini heiðursmerkinu
,.Gullsporanum“.
★
Alt til þessa hafði Paganini
aldrei leikið utan landamæra It
alíu. Metternicli prins, sem heyrt
liafði til hans í Rómaborg 1817,
hvatti hann þrálátlega til að koma
til Vínarborgar. Bjóst P. hvað