Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
227
eftir önnað til þeirrar farar og tiJ
þess að fara til Þýskalands líka,
en heilsufar hans var þá jafnan
svo bágborið, að hann treysti s'jer
ekki, þegar á átti að herða. Loks
fjekk hann þó svo milda heilsu
bót af langri hressingardvöl í
Sikiley, að hann lagði upp í Vín-
arförina og hjelt þar fj-rstu hljóm-
leika sína 29. mars 1828 og vakti
þar svo mikla aðdáun og hrifn
ingu að talið er, að engin dæmi
sjeu því hliðstæð. Það er svo að
sjá, sem einskonar Paganini-sótt
hafi altekið Vínarbúa, allra stjetta
í búðargluggum voru sýndir hatt
ar, hanskar og skór á la Paganini.
Allskonar rjettir matar voru
nefndír eftír honum. Myndir af
henum voru á tóbaksdósum og
öðrum gripum, sem menn hand-
ljeku mikið og spjátrungarnir í
Vín höfðu Paganini-líkön á göngu-
prikum sínum,
Borgarstjórinn í Vín sæmdi
hann gull-heiðurspeningi þeim
hinum stærri, sem kendur er við
St. Salvator, og ennfremur sæmdi
keisarinn hann titlinum „Keisara-
legur hirð virtuós“ (eða snilling
ur).
Næstu ár ferðaðist P. um Þýska
land og voru viðtökurnar í hinum
stœrri borgum þar svipaðar við-
tökunum í Vín, eða endurtekning
á þeim. Einkum er þess getið, að
hann ha-fi mjög ært Berlínarbúa.
En þar Ijek hann í fyrsta sinn í
marsmánuði 1829.
í París kom hann fyrst fram
opinberlega 9. mars 1831. Viðtök-
urnar voru þar mjög svipaðar og
í Þýskalandi. Og í maímánuði
sama ár fór hann til Lundúna og
hafði fyrstu hljómleika sína þar
3. júní. Sennilegt er, að öllu meiri
hafi verið forvitnis-undrun áheyr-
enda þar en eðlileg aðdáun. P.
kvartar undan því í brjefi, er
hann reit um það leyti, hve að-
dáun manna sje þar taumlaus oc
hávaðamikil og lýsi sjer á svo
nærgöngulan hátf, að honum sje
til mikils ama og nokkurra óþæg
inda. „Þó að löngu sje svalað for-
vitni fólksins um að sjá mig“.
segir hann í brjefinu, „þar sem
jeg er nú búinn að leika hjer op
inberlega að minsta kosti þrjátíu
sinnum, og allar hugsanlegar eft-
irlíkingar hafi af mjer verið gerð
ar í öllum hugsanlegum stelling
um. get jeg aldrei komist svo að
heiman, að ekki þyrpist að mjer
allskoiiar lýður, sem ekki lætur
sjer nægja að elta mig, heldur
hlaupa fram fyrir mig, stöðva mig
og yrða á mig á ensku, en í því
tungumáli skil jeg ekki aukatekið
orð, og suniir eru jafnvel svo nær-
göngulir, að þeir þreifa á rnjer,
eins og til þess að ganga úr
skugga um, að jeg sje af holdi
og blóði. Og þetta er ekki aðeins
alþýðufólk, heldur og líka fólk ai
tignum stjettum".
★
Fjárhagslegur hagnaður af
hljómleikum P. á Bretlandi var
geysi mikill. Hann kom þangað
aftur næstu tvö ár, og rakaði sam-
an fje. En hann var maður fje-
gjarn og hugðist nú að ávaxta
fenginn auð. Lagði hann fyrst all-
mikið fje í land- og fasteigna
kaup, á meginlandi Evrópu. En
1836 var honum boðið að taka
þátt í stórfeldu fjárgróðafvrir-
tæki, sem hleypa átti af stokkun-
um í París. Átti það að vera
íburðarmikill og ríkmannlegur
klúbbur, sem nefna átti „Casino
Paganini“. Á yfirborðinu var svo
látið heita, að þar ættu aðallega
fram að fara hljómleikar, en
raunverulega átti þetta að verða
spilavíti. Því miður, fyrir Paga-
nini, stóðst hann ekki freisting-
una og gekk í þetta vafasama
fyrirtæki. Klúbbhöllin var opnuð,
en yfirvöldin neituðu um leyfi til
fjárhættuspila þar. fyrirtækinu til
handa. Og hljómleika-ágóðinn
einn hrökk hvergi nærri til að
bera uppi þetta íburðarmikla fyr-
irtæki. Þegar Paganini frjetti um
vandræði fyrirtækisins, flýtti hann
sjer til Parísar og hugðist að
rjetta við hag þess og bjarga því,
sem bjargað yrði með því að koma
þar sjálfur fram á hljómleikum.
En hann var svo æstur og af sjer
genginn, þegar til Parísar kom, að
hann gat ekki spilað. Fyrirtækið
varð gjaldþrota og Paganini tap-
aði þar persónulegá um 50 þús.
franka.
Mistökin sem á urðu um þetta
fyrirtæki og fjártjónið, tók hann
sjer mjög nærri og hafði það ill
áhrif á heilsufar hans, sem þó
mátti vart lakara vera. Var hon
m nú ráðlögð dvöl í hlýrra lofts-
lagi, og tor hann þá til Marseilles
og dvaldi þar um tíma hjá vim
sínum einum. Hann var þá raun-
ar orðinn mjög aðframkominn, en
greip þó enn fiðluna stöku sinn-
um, eða gítarinn. Þegar vetraði
fór hann til Nizza. En nú ágerðist
sjiikdómur hans hröðum skrefum.
Hann varð alveg rómlaus og þjáð
ist mjög af þrálátum hósta. Ljest
hann 27. mars 1840, eða fimtíu
og sex ára gamall.
★
Viku áður en hann Ijest, sendi
Nizza-biskup prest á fund hans,
til þess að veita honum sakra-
mentin. P'aganini trúði því þá
ekki, að hann væri svo langt leidd-
ur, sem raun var á, og gerði
prestinn afturreka. Orðalag erfða-
skrár hans, þar sem hann felur
sál sína miskunn Drottins og til-
tekur upphæð, sem verja skuli til
sálumessusöngs að honum látnum,
bendir þó til þess, að hann hafi
borið djúpa lotningu fyrir hinni
kaþólsku kirkju. En þar eð prest-
urinn kom ekki aftur og Paganini
ljest, án þess að meðtaka sakra-
menti kirkjunnar, neitaði biskup
því, að hann yrði grafinn í vígðri
mold. Líkkistan var því lengi
geymd í líkhúsi sjúkrahúss eins í
Nizza. Síðar var hún flutt til
Villafranca, og það var ekki fyrr
en 1845, að sonur P. fjekk að
jarða föður sinn, í kirkjugarði
einum í þorpi skamt frá Villa
Caiona.
Þessi sonur P. hjet Achille, og
erfði mikinn auð eftir föður sinn.
á þeirrar tíðar mælikvarða, því
að sagt er, að P. hafi látið eftir
sig um hálfa aðra miljón líra.
Yfirleitt var Paganini talinn fje-
gjarn mjög og naumur á fje, en
þó kom það fyrir, að hann sýndi
hinn mesta rausnarskap. Gaf hann
til dæmis frakkneska tónskáldinu
Berlioz eitt sinn 20 þús. franka í
viðurkenningarskyni fyrir tónsmíð
hans „Symfonie Fantastique“.