Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1938, Qupperneq 4
228
T
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Alþingi
Þar fundur var boðaður dag eftir dag-,
og dagskráin lögð fram á borðið,
því virðulegt Alþingi bjóst nú þeim brag,
að bera fram rnálin um alþjóðarhag,
og veita þeim úrlausnarorðið.
En raunin er mörg, sem að reynir þar á.
og raða þarf embættum niður,
og þingmannahópurinu þurftugur sá,
sem þjónustusamur er stjórninni hjá,
já, margur um beinið sitt biður.
Og svo eru metorðin, virðing og völd,
þá vandast nú málin á þiugi,
því berserkir vaða með blóðugan skjöld
að baki, við flokkanna lokuðu tjöld,
í uppreisn með ógnandi kyngi.
Og þetta var einmitt hið þráláta mál,
sem þingfundi leiddi i vanda:
í forsetatignina að finna þá sál,
sem færi að lögum og minti á Njál,
með þjóðhollum einingaranda.
Og fundur var boðaður fyrir hvern dag,
og forvitnin jókst upp á pöllum.
En svo var þá örðugt um samkomulag
í sókninui hörðu í baktjaldaslag,
að fresta varð framkvæmdum öllum.
Og þarna mun Alþingi eiga það met,
sem enginn í heiminum breytir.
Eu fleira af afrekuin frá sjer það ljet,
ldns frægasta atburðar síðar jeg get,
er þingsaga í þúsund ár veitir.
Því loks rann upp stundin, er leysti það mál,
sem lagt hafði þingstörfin niður,
að forsetinn nýi, hin framgjarna sál,
var fundinn. — Hann minti ekki á Þorgeir og Njál.
— en Framsóknarstjórnina styður. —
Já, tímarnir breytast og mennirnir með.
og mörg er því nýungin valin. —
Er Þorgeiri forðum var lögsagan ljeð
a Lögbergi, og deilunnar úrslitum rjeð,
lians rök voru ráðhollust talfn.
Hann sagði: Ef lögunum sundur er skift
með samþykt, er flokkarnir boða,
þá friðinum einnig í sundur mun svift,
og svífa yfir þjóðinni örlagaskrift,
um ófrið og eyðingarvoða.
En Framsóknarstjórninni fanst það úr „móð“,
sem fornaldarspekingur vildi,
og fjell það víst betur, að forsetinn stóð
i fylking með þeim, sem að æst höfðu þjóð,
og lítilsvirt laganua gildi.
Og fleiri eru kostir þess fágæta manns,
sem Framsóknarþrenningiu*) metur,
því augljós varð stefnan í athöfnum hans
með úrskurði, er sótti ’ann til frainandi lands,
og nafn hans í söguna setur.
Maríus Ólafsson
*) Framsókn, sósíalistar og kommúnistar.
Ungum sænskum uppfinninga
manni, að nafni Erie Rehnberg,
hefir tekist að finna upp þannig
útbúnað á skotvopni að hægt er
að skjóta nær endalaust án þess
að gera annað en hreyfa „gikk
inn“. Hefir t. d verið skotið úr
byssu með þessum útbúnaði 50
skotum á 56 sekúndum. Þetta mun
að líkindum verða arðsöm upp-
finning.
★
Á Skáni kom fyrir nokkuð sjer-
kennilegur þjófnaður nú á dög-
unum. Hinn þekti leikstjóri Fri-
tiof Malmstens var kominn í bæ
einn með leikflokk sinn og hafði
verið auglýst leiksýning kl. 8.15
um kvöldið. Þegar leikfólkið liafði
fengið sjer hressingu eftir ferða-
lagið gekk }>að aftur út að bílun-
um, sem það kom með, en þá kom
það í ljós að einn bíllinn, sein var
með þýðinganniklum leiktjöldum,
var horfinn.
Nú var þegar hafin leit og
hringt til lögreglustöðva í ná-
grenninu. Að lokum tókst að kló-
festa bílinn. Þjófurinn var ungur
sveitapiltur, sem hafði haft svona
sterka löngun til að fá sjer bíl-
túr í góða veðrinu og gripið þenn
an bíl.
Það tókst að hafa sýniiiguna á
næstum settum tímá, því týndi
bíllinn kom á staðinn aftur 15
inín áður en leikurinn átti að
hefjast og fólkið beið.
Það varð hin Uiesta kátína úr
því að þetta skyldi enda svona vel
og voru leikararnir mjög vel upp
lagðir og var mikið lilegið um
kvöldið.