Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1938, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1938, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 229 Listsýningin í Miðbæjarbarnaskólanum Kristín Jónsdóttir: Jökulsá á Sólheimasandi. Hjer eru birtar þrjár myndir (tvær á þessari síða og ein á næstu) frá hinni almennu listsýningu, sem stendur yfir þessa dagana í Miðbæjarbarnaskólanum í Reykjavík. í Miðbæjarbarnaskólanum hefii- * Bandala" ísl. listamanna al menna listsýningu, er hefir verið opin síðan um mánaðamót. A sýn ingu þessari eru málverk eftir 12 málara, og höggmyndir eftir þá Martein Guðmundsson og Ríkarð Jónsson. En málararnir sem sýna þarna eru þessir: Eyjólfur J. Ey fells, Finnur Jónsson, Freymóður Jóhannsson, Greta Björnsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Ó. Scheving, Inger Löchte, kona Gunnlaugs Blöndal, Jóh. Briem, Jón Þorleifsson, Karen Agnete Þórarinsson, Kristín Jónsdóttir og Ólafur Túbals. Þó áhugi almennings fyrir mál- verkum og málaralist fari mjög vaxandi hin síðari ár. þá hafa Réykvíkingar ekki komist upp á það alment ennþá, að fjölmenna á hinar almennu listsýningar, sem hjer hafa verið haldnar við og við. Það er næsta einkennilegt, að aðsóknin að sýningum einstakra málaTa er oft tiltölulega mikið meiri, en að sýningum, þar sem sýnd eru verk margra listamanna í einu. Fyrir það fólk, sem á annað borð vill fylgjast með íslenskri list, framþróun hennar og breyt- ingum, eru einmitt almennu sýn- ingarnar að jafnaði mikið fróð legri en sýningar einstakra manna. Þar fæst samanburður á verkum þeirra, og með þeim til breytingum, sem eru á hinum al mennu sýningum, geta menn bein- línis gert sjer betur grein fyrir sjerkennum hvers listamanns og svipeinkennum verka hans. Islensk málaralist hefir, enn sem komið er, fengið m.jög mik inn hluta viðfangsefna sinna í náttúru landsins. Málararnir hafa fyrst og fremst tekið sjer fvrir hendur að lýsa landinu okkar, og gera það vitaskuld hver með sín- um hætti, eftir skapgerð þeirra sjálfra, mismunandi innblæstri og listeðli. En hjer er viðfangsefni, sem geðþekt er allri alþýðu manna. Ættjarðarást Islendinga er að miklu leyti beinlínis tengd við ástina á fegurð landsins. Túlkun málaranna, þar sem þeir lýsa fegurð íslenskrar náttúru, er því beinlínis í þágu vaxandi ætt- jarðaváster. Karen Agnete Þórarinsson: Fólkið á heiðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.