Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 1
JPHor0*MMsií>sÍTís 34. tölublað. Sunnudaginn 28. ágúst 1938. XIII. árgangur. í«*fold»rpr«Btomiðja b.f. Atlanfis landið, §em §ökk í §jó Hugleiðingar jarðfræðingsins Victor Madsen. Victor Madsen, einn af merk nstu jarðfræðingum Dana, ritaði nýlega grein í Berlingatíð indi um Atlantis-sögnina, frá sjónarmiði jarðfræðinga. Allir hafa lieyrt meira og minna, um hinar fornu sagnir, sem menn hafa fest lítinn trnnað á, að suður í At- lantshafi, vestur af Miðjarðar hafslöndum hafi forðum verið mikið og blómlegt land, og þar hafi búið voldug menningarþjóð. En landið hafi alt í einu sokkið í sjó. Eins og eðlilegt er, hafa menn lagt lítinn trúnað á, að slíkar stórbyltingar hafi skeð í landa- skipun svo nálægt nútímanum, í járðfræðilegu tilliti, alveg nýlega. En frá leikinannssjónarmiði sjeð verður sögnin um hið sokkna land ekki eins ósennileg með öllu, ef menn fara í alvöru að telja sennilegt, að landaskipun jarðar liafi svo gerbreyst, að Ameríka og Evrópa hafi verið eitt megin- land, en síðan klofnað, og At- lantshafið hafi myndast milli þessara meginlandsbrota. Ef slík meginröskun hefir getað átt sjer stað, þá er síst óhugsandi. að lönd, sem eitt sínn stóðu upp íir hinu mikla Atlantshafi, geti hafa sokkið í hið mikla Ginnungagap Atlantshafsins. En ef fræðimenn fara að gefa Atlantissögninni meiri gaum en áður, og telja mögulegt, að liún sje annað og meira en þjóðsaga, þá er eðlilegt, að við íslending- ar veitum henni sjerstaka eftir- tekt. Nú eru jarðfræðingar, sem kunnugt er, farnir að rannsaka hreyfingar jarðlaganna hjer á landi, hvort hjer verði hægt að finna rök fyrir því, að landa- flutningar eigi sjer stað, hvort Island sje t. d. að gliðna í sund- ur. Hjer sjá menn sprungur og jarðföll. Og þessvegna rís fyrir ólærðum áhorfendum þessi spurn ing: Ef æfintýra eða þjóðsögu landið Atlantis einhverntíma hef- ir verið til, getur þá ekki verið svo, að Island sje annað „At- lantis“, sem einhverntíma, eftir nokkur þúsund ár, fer sömu leið Eu hjer skal ekki farið lengra út í þá sálma. Grein hins danska jarðfræðings um Atlantis-sögnina frá sjónarmiði jarðfræðinga er á þessa leið: ið og við hafa ýmsir læri- sveinar mínir lagt fyrir mig þá spurningu, hvort nokkur fót- ur myndi vera fyrir sögunni iim Atlantis, um hina miklu eyju vestur af Gibraltar, þar sem átti að hafa verið frjósöm sljetta og vel ræktuð, umkringd liáum fjöll- um, er veittu skjól fvrir norðan átt, og mikil borg, með fögruin Iröltum og hofum, þar sem þjóð in átti a'ð hafa búið, er lagði und ir sig þv-ínær alla Norður-Afríku og Suður-Evrópu, en eyjan hafi sokkið í sjó á einni nóttu, og öll þjóðin farist. Fyrrum leit jeg svo á, að sagan um Atlantis væri ekki annað en fagurt æfintýri. Það er undur skiljanlegt, að slík saga geti orð- ið til á ströndum Atlantshafsins. Snemma á tímum hafi eitthvert skip komist út til Madeira eða kanarisku eyjanna. Og frásögnin um eyjar þessar getur hafa gefið tilefnið til að saga ]>essi mynd aðist. En * fyrir nokkru rakst jeg á ritgerð um Atlantis, eftir hinn fræga franska jarðfræðing Pierre Termier. Hann dó fyrir nokkrum árum. Hann var til dauðadags forstjóri fyrir jarðfræðirannsókn um Frakklands. Hann hjelt því fram, að Atlantis gæti liafa verið á sömu slóðum og Azoreyjar, og eyjar þessar gætu verið hæstu tindar liins sokkna lands. Er jeg sá þetta, ákvað jeg að verja nokkrum frístundum mínum til þess að kynna mjer málið. ★

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.