Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 8
272 LBSBÓK MORSUNBLAÐSINS Djúpá. og frjálsmannlegt. Það er enginn kotungsbragur á því, og engan amlóðahátt að sjá í fari þess. Þvert á móti. Það stendur framar fólki í mörgum hjeruðum. Má þar t. d. nefna það, að rafmagnsstöðv- ar eru á fjölda mörgum bæjum, og rafmagnið notað til ljósa, liita, suðu o. fl. Ræktun er góð, og bú- skapur ágætur víðast hvar, að jeg hekl. Að minsta kosti má kalla að vjer sætum í veislu allan tím- ann, hvar sem vjer vorum. Hið eina sem máske mætti setja iit á fólkið er að það sje nýungagjarn- ara en vel fari, eins og t. d. þeg- ar ungu stúlkurnar í Suðursveit panta sjer skíðabúninga lijeðan úr Reykjavík til þess að vera í þeim þegar þær fara til kirkju eða á dansleika! En það er mann legt að láta leiðast á villugötur af hinni viðsjálu tísku, þegar menn þekkja ekki allar kenjar hennar. Að lokum vil jeg þakka, fyrir mína liönd og ferðafjelaganna, öllum þeim. sem greiddu götu vora á þessu ferðalagi og tóku á móti oss með sannkallaðri risnu og alúð. Leiðrjettingar. í nokkru af upp- lagi seinustu Lesbókar urðu mis- prentanir, Bölki í stað Bölti í skýringargrein með mvnd á 1. síðu og á 2. síðu í 15. og 16. línu á 3. dálki Svínafell í stað Sand- fell (á tveimur stöðnm). Fjaðrafok. ★ Göring var nýlega útnefndur stórriddari af Dannebrog orðunni. L't af þessu varð blað kommúnista í Kaupmannahöfn hamslaust af reiði og rjeðist á alt og alla fyr- ir þetta, meðal annars á konung inu. Til }>ess að sýna konungi lít- ilsvirðingu braut blaðið þá dönsku málvenju að skrifa „Kongen“ með stórum staf og skrifaði það alstaðar með litlu k! ★ Mörg ár eru siðau kvikmyndaleik konan Gloria Swanson hefir sjest á kvikmvnd, en hún var ein af vinsælustu leikkonum þöglu mynd anna. Nú er von á henni aftur í kvikmvnd, sem Douglas Fair- banks er að láta gera. ★ Talið er, að grísk-kaþólska kirkjan muni taka hinn síðasta zar Rússlands í tölu dýrlinga. Zarinu og fjölskylda lians var sem kunnugt er mvrt af bolse- vikkum árið 1917. Almenningur innan grísk kaþólsku kirkjunnar hefir í’mörg ár skoðað zarinn sem dýrling, sjerstaklega þó fólk í Jugoslavíu. ★ Kona ein í New Orleans varð í sumar bæði móðir og amma í senn. Hún fæddi sitt 10. barn sama daginn sem dóttir hennar 18 ára gömul átti fvrsta barn sitt. ★ Stórfelt hneykslismál hefir kom ið upp innan lögreglunnar í New York. Nýlega voru 105 lögreglu þjónar teknir fastir og þeir ját- uðu allir á sig þátttöku í smygli. ★ Auglýsingastjóri gufuskipafje- lags, sem hefir skip í förum frá Bandaríkjunum til Alaska, hefir dottið nýtt ráð í hug til að fá ferðamenn tii að ferðast til Al- aska. Hann hefir látið fjelagið stofna „orðu“, og þeir, sem orð- una fá, hljóta nafnbótina „ridd arar miðnætursólarinnar“. Allir farþegar á skipum fjelagsins geta fengið „orðu“ þessa gegn tiltölu- lega vægri borgun. Ilóttirin: Má jeg taka ungan mann með mjer heim í miðdags matinn ? Móðirin : Já, góða mín, en bless uð hafðu hann ekki seigan. T Spákonan: — Þjer skuluð ekki vera áhyggjufullur. Hin dimmu ský munu brátt hverfa og sóliu mun á ný skína .... — Já, það er gott, en jeg kom til yðar til þess að fá eitthvað að vita um framtíðina, en ekki til að hlusta á veðurfregnir. — Já, vitanlega er hann sætur, en dettur þjer í hug að hann fengist til að aka barnavagni heil- an dag, á meðan þú ferð í búðir?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.