Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 þess að bera fram stjórnmálaskoð- anir sínar. Til þess að vekja meiri eftirtekt á þeim, þá tengdi hann þær við Atlantissöguna, sem hann telur sannsögulega. ★ A miðöldum gerðu menn ekki mikið úr Atlantis-sögunni. En eftir að Ameríka fanst gerðu menn margar landfræðilegar og sagn fræðilegar rannsóknir um þetta efni. Margir rithöfundar, meðal þeirra prófessor við Ilafna háskóla, síðar biskup í Álaboi*,, Jens Bircherod (1658—1708), ætl uðu að færa sönnur á, að Ame- ríka væri Atlantis. Prófessor við háskólann í Uppsölum, Olaf Rud beck (1680—1702) komst að þeirri niðurstöðu, að Atlantis væri Sví- þjóð. Hann var á þeirri skoðu að í Svíþjóð væru allar þjóðir Evrópu og Asíu upprunnar. Marg- ir Svíar fjellust á þessar kenn ingar. Aðrir hjeldu því fram, að At- lantis hefði verið í Norðvestur Afríku, og enn aðrir í Arabíu, á Sardiníu, eða Suður-Spáni. Colum bus hjelt, að Azoreyjar væru leif ar af Atlantis. ★ En segjum svo, að Atlantis hafi verið í Atlantshafi, og athugum síðan frá jarðfræðilegu sjónar miði, hvort hægt sje að hugsa sjer, að slíkt landsig hafi þar orðið og það svo skyndilega og fyrir svo örskömmum tíma á jarð- fræðinnar mælikvarða. Hugsum okkur fyrst, að við gætum þurkað Atlantshafið. Þá sæjum við mikla, 5—6000 metra djúpa dali meðfram ströndunum begg.ja megin, og S-myndaðan hæðahrygg eftir því endilöngu. Sjávardýpið á hæðahrygg þessum er um 1500 metrar. En hann er mjög mishæðóttur og þó einkum umhverfis Azorejrjar, þar sem eru miklar grynningar og dýpi mikið á milli. Evjarnar í) ern tindarn- ir, sem ná upp úr sjó. Á hæða- hryggnum í Atlantshafi eru jarð skjálftar tíðir, en einkum þar sem sprungur eru í botninum. en svo er einmitt í umliverfi Azoreyja. Á 5 eyjunum eru ósloknuð eld- f.jöll. Og nálægt þeim liafa menn oft orðið varir við eldsumbrot í sjó. En ehlgos og jarðskjálftar eiga sjer vfirleitt ekki stað, nema jarðlögiu sigi meira eða minna. Til dæmis er sagt, að í jarð skjálftunum í Japan 1923 hafi sjávarbotninn í Sagamiflóa lækk- að um 400 metra, Sumarið 1898 slitnaði sæsíma línan milli Brest í Frakklandi og Cap Cod í Massaehusetts. Reyndu menn að slæða upp endana. Þetta var 900 km. fyrir norðan Azor- eyjar. Meðaldýpi var þarna 3100 metrar. Þetta reyndist mjög erf- itt. Dag eftir dag urðu menn að draga slóðann eftir sjávarbotn- inum, er sýndi sig að vera ..fjalla- Iand“ með háum tindum, bröttum hlíðum og djúpum dölum. Á tind unum voru berar klappir, en sand ur og leðja í dölunum. Slóðinn festist hvað eftir annað á kletta stöllum, rifnaði og slitnaði, og í honum festust steinmolar, er virt ust vera nýbrotnir úr berginu. Steinar þessir voru glerungs hraun, svonefnt Tackylyt. Nokkr- ir þeirra eru geymdir í safninu í „Ecole des Mines“ í París. Sagt var frá þeim í Vísindafjelaginu franska árið 1899, en fáir jarð- fræðingar, er viðstaddir voru, höfðu skilning á því, hve fundur þessi var merkilegur. Svona glenrngshraun hlýtur að hafa storknað á þuru landi, uud- ir ekki meiri þrýstingi en loft- þrýstingi einum. Ef það liefði storknað undir þrýstingi vatns á 3000 metra dýpi, hefði það storknað í krystöllum. Sjávarbotninn 900 km. norðan við Azorevjar hefir sem sje ver ið á þuru landi, er hraun það rann, en hefir sokkið um 3000 metra. Þareð hraunið í botninum er enn úfið eins og nýrunnið liraun, hlýtur-landið að hafa sokk- ið skömmu eftir eldgosið. Og land ið hefir hlotið að sökkva mjög skyndilega. Því annars hefði úr- felli, ár og lækir og sjávarbrim sljettað hraunið. Af þessu verðum við því að draga þá ályktun. að mikið land sig hafi átt sjer stað þarna norð- ur af Azoreyjum ekki alls fyrir löngu. Má vera, að sigið hafi líka átt sjer stað þar sem sjálfar Az- oreyjar eru, og sjeu evjarnar leif- ar af liinu sokkna landi. Þareð sjávarbotuinn fyrir sunnan og suðvestan Azoreyjar er m.jög mis- hæðóttur, er líklegt að menn kæni ust þar að sömu niðurstöðu eins og þeir, sem slæddu upp síma- línuna á árunum norðanvið eyj- arnar. Þá rennur upp fyrir hug- skotssjónum okkar hið mikla land, sem ekki alls fyrir löngu sökk í hafið, svo ekki varð ann- að eftir af því upp úr sjávar borði, en hinar litlu Azoreyjar. ★ Azoreyjar (Haukeyjar) eru miðja vegu að kalla milli Gibralt- ar og Nýfundnalands. Þetta ern 9 eldfjallaeyjar og nokkrir smá- hólmar. Bergtegundir eyjanna eru því nær einvörðungu hraun og móberg. En þó er þar til kalk- steinn. Það er auðsjeð, að eyj- arnar hafa haft mikið samband við Miðjarðarhafslöndin. Því dýra ríki eyjanna er skvlt dýraríki þeirra landa. Af 478 plöntu- tegundum eyjanna, eru um 400 evrópiskar, einkum þær sömu og vaxa við Miðjarðarhaf. En 40 vaxa einvörðungu á eyjum þess- um. Karthagomenn hafa á sínum tíma komið ti! evjanna. Það sjest á því, að á eynni Corvo hafa fund ist peningar frá Karthago. Seinna liafa Arabar og Normannar kom ið þangað. Á hinu svonefnda mediceiska sjókorti frá árinu 1351 eru Azor- eyjar teiknaðar svo nákvæmlega, að menn geta sjeð. að eyjaklas- inn er þrískiftur, og á katalonska heimskortinu frá árinu 1375 eru nöfn á öllum evjunum. Árið 1444 tóku menn sjer bólfestu á stærstu evnni S. Miguel. Þá hafði eyjan verið óbvgð. Þegar maður les lýsingu á S. Miguel, þá dettur manni óneit- anlega í hug lýsingin á Atlantis. S. Miguel er hálend, einkum að austan- og vestanverðu. f miðj- unni er breið sljetta. Austast á eynni er hið útbrunna eldfjall Caldeira das Furnas (Hellisgíg- ur). Á gígbotninum eru hús og garðar og heitir hverir. Sumir. eru goshverir. Þar er líka lítið stöðu- vatn. Á norðvesturströnd eyjarinn ar er Caldeira das Sete Cidades

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.