Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 2
260 LttáBÓK MORÖUNBLAÐSINS Merkustu foinaldarheimildir um Atlantis eru i tveimur ritum I’latos (429—847 f. Kr.), í sam tölum Timaios og Kritias. Kritias segir, að afi liaus liafi sagt honuin, að Solon (642—úúS f. Kr.) liafi sagt liouum, að hann á ferðalagi í Nílarlöndum hafi fengið að v.ita hjá gömlum egvpskum presti í borgiuni Sais, að í helgum bókum væru frásagn ir uin elstu sögu Aþenuborgar, siði og lög, er Aþenubúar væru búnir að gleyma. Presturinn sagði Sólon, að Sais borg liat'i verið stofnuð fvrir 6000 árum síðan. en Aþena 1000 árum fyr. Er hann liafði í stuttu máli gert grein fyrir liinum gömlu liig um og siðvenjum Aþenubúa, sagði hann: í ritum vorum er sagt frá mörg um merkilegum hreystiverkum, er Aþenubúar hafa unnið. En eitt er þó öllum öðrum fremra. Rit vor hafa að geyma frásögnina um það, er borg yðar braut á bak aftur hervald, sem í ofdirfsku ógnaði allri Evrópu og Asíu. Hernaðarþjóð þessi kom vestan af Atlantshafi, er ennþá var fært skipum. Þá var nefnilega eyja utanvið það sund, er þið nú kallið súlur Herkúlesar (Gibraltar). Eyja þessi var stærri en Libýa og Asía (Litla-Asía) til samans. Frá evju þessari gat maður í þá daga auð- veldlega komist yfirum til hinna eyjanna, og þaðan áfram til ineg- inlandsins hinumegin. Á evju þessari, Atlantis, reis upp mikið og merkilegt konungs- ríki, sem auk þess rjeði yfir mörg um öðrum eyjum og nokkrum hluta af meginlandinu. Ríki þetta náði meira að segja til landanna innan við Herkúlesarsúlur, og hafði því yfirráðin yfir Libýu alt til Egyftalands og yfir Evrópu alt til Tyrrheniu. En þetta herveldi reyndi einu sinni í mikilli árás að leggja und ir sig bæði yðar land og vort, og cill löndin, sem liggja innanvið sundið. En ])á skaraði vðar ríki framúr, og varð frægt meðal allra þjóða. vegna dugnaðar og hreysti. Tfugrekki þess og hernaðarlist var meiri en hjá nokkurri annari þjóð. Um skeið voru Aþenumenn foringjar al!>‘a Hellena. En er Hellenar yfirgáfu þá, urðu þeir að treysta sjer einum, og komust í íuikinn háska. Ríki yðar vann sigur, og í-eisti minnismerki eftir sigurinn. En þær þjóðir, sem ekki voru enn undirokaðar, frelsuðu þeir frá ]>rældómi, og leystu okk ur aðra úr ánauð, sem áttum heima innanvið Herkúlesar súlur. En seinna komu ógnrlegir jarð skjálftar og flóð, og á eiiium sól arhring sökk alt herveldið. og eyjan Atlantis siikk í hafið og hvarf'*. I öðru saintali segir Kritias nánar frá 'eynni Atlantis, furst- uuum þar, íbúunum og staðhátt um á eynni, Þar er sagt m. a.: I fyrsta lagi er sagt frá því, að landið hafi verið mjög hálent, með bröttum hlíðum út að haf- inu. Aðeins umhverfi borgarinn- ar var sljett. En sljettan utanum borgina var umlukt háum fjöll- um, er náðu út að hafi, en hún var rennsljett og aflöng, þrjii þúsund skeið (552 km.) á lang- veginn, en tvö þúsund skeið (368 km.) um þvera eyna. Fjöllin, sem umkringdu sljett- una, voru lofsungin í þá daga fyrir fegurð, stærð og fjölda, en í því efni eiga þau að hafa skar- að langt fram úr núverandi fjöll- um. Þau umluktu fjölmennar borgir. Þau höfðu ár og stöðu vötn, og grasleudi þar sem var ágæt beit fyrir tamin og vilt dýr, og mikla skóga, með margskonar trjátegundum, sem veittu margs konar iðnaðarmönnum atvinnu. t fjöllunum voru teknar inargskon- ar harðar bergtegundir og bræð- anlegir málmar. Bergtegundirnar voru sumar hvítar, sumar svart ar og sumar rauðar. Sumar bygg- ingarnar voru úr samlitum stein um. En menn reistu líka húsin úr steinum með margskonar lit- um sjer til augnagamans. í fjöll- unum voru uppsprettur, ein með heitu og önnur með köldu vatni, þar sem vatnið aldrei minkaði, en var að bragði og gæðum nvt samt til margra h1uta“. Lýsing þessi kemur vel heim við hugmyiul þá, sem menn geta gert sjer um eyju, er sokkið hefði í sjó í eldfjalla-umhverfi Azor eyja, er liaft hefði hvítan og rauð au kalkstein að undirlagi, en á yfirborðinu hefði verið útbrunn ið eldfjall með svörtu hrauni. Sljettan hefði verið hinn mikli gígbotn, en jarðhitinn hefði kom ið í Ijós með því að þar voru laugar. Vitaskuld er ekki að marka það. sem sagt er um stærð sljettunnar. En ijett er í þessu sambandi að minnast þess, að á japönsku eyjunni Kyushu er eld fjall eitt, þar sem gígurinn er 28 sinnum 14 km. að stærð. ★ Fyrsti rithöfundurinn, sem minnist á Atlantis, eftir l’lato, er landfræðingurinn Strabo (fæddur 66 f. Kr.). Hann segir, að land fræðingurinn Poseidonios hafi tal ið söguna sanna. En það er auð- fundið á ummælum Strabo, að hann trúir ekki á munnmæli þessi. Heimspekingurinn Prokios (f. 410 e. Kr.) segir, að Crantor, ritskýrandi Platos, hafi trúað á Atlantissöguna. Hann studdist við það, að á hans dögum sýndu egypskir prestar grískum ferða- mönnum súlur þær, sem sagan var rituð á. Proklos segir líka frá land- fræðingnum Marcellus, sem í Æthiopicu sinni segir, að rithöf- undar, sem minnist á eyjarnar í hinu ysta hafi, segi að þær hafi á þeim dögum verið 10, og íbúar stærstu eyjarinnar hafi fengið söguna um Atlantis frá forfeðr- um sínum, hina miklu eyju, sem ráðið hafði yfir öllum eyjum í Atlantshafinu. Proklos lítur á þetta sem sanna sögu, er Plato hafi notað í táknrænni merkingu um hina eilífu baráttu milli efnis- aflanna og skipulagsins. Það er auðsjeð á frásögn Mar- cellusar, að Plato er ekki frum- heimild að Atlantissögunni. Verða menn því að álykta, að hvorki Flato eða Sólon sjeu upphafs menn þessarar sögu, heldur sje hjer um eldgamla sögu að ræða, er lifað hefir á vörum Miðjarð arhafsþjóða. Sólon kom með sög- una til Grikklands frá Egypta- landi. Hann ætlaði að nota þetta í skáldverk. En úr því varð ekki. Og síðan notar Plato þetta til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.