Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1938, Blaðsíða 7
LESBÓK morgunblaðsins 271 «|fc. * Til vinstri: Á leið yfir Skeiðarárjökul. Að ofan: Jaki á sandinum; miða má stærð hans 'við fólkið, sem stendur hjá honum. . hús. Þó eru þeir hálfir sokknir í sand, eða meira, og sólin hefir verið að hræða þá í alt sumar. Þeir hafa því ekki verið nein smá smíði þegar hlaupið skildi við þá. Umhverfis þá hafa myndast djúpar kvosir með kviksyndi. Sums staðar eru jakarnir alveg horfnir í sandinn og ekki eftir annað en þessar sandbleytukvosir. Það eru þær, sem hættulegastar eru vegfaranda. Smám saman skeflir þurum sandi yfir kvos- irnar eða pyttana og myndar hann þunna skán ofan á þeim. Ekki sjest fyrir hvar þeir eru, en ef einhver ríður út á þá, sekk ur hann þar niður og er dauðinn vís. Þannig fórst einu sinni mað ur frá Skaftafelli, er hann reið dálítið út fyrir slóðina. Sökk hann niður ásamt hestinum, og kom hvorugur upp aftur. Á miðjum sandinum er sælu- hús. Þegar það var reist, var því valinn hæsti staðurinn. En síðan hafa hlaup farið báðum megin við það og hækkað upp sandinn, svo að7 nú stendur sæluhúsið í lægð. I sæluhúsinu er gestabók og þar rituðum vjer öll nöfn vor til minnis um fyrstu skemti ferð Ferðafjelagsins um þessar slóðir. Ekkert stingandi strá sjest á öllum sandinum vatnanna milli. Leiðin liggur skamt frá jökul- sporðinum og er hin ömurlegasta sem hægt er að hugsa sjer. Stefn- an er á Lómagnúp, þetta fagra og sjerkennilega fjall, sem end- ar í geisiliáum lóðrjettum hamra- vpory v co o • Hannes á Núpstað kom á móti oss austur yfir Núpsvötnin til þess að fylgja oss yfir þau. Yeitti ^kki af því. Voru Núpsvötnin bæði ijót og leið yfirferðar, og lang versta vatnsfallið, sem vjer þurft nm að fai’a yfir á allri leiðinni. varð að selflytja fólkið yfir og fara ýrnist niður eða upp eftir fljótinu í krákustígum til þess ,ð finna besta vaðið. Tók yfir- ferðin því all langan tíma. Gunn- ar Gunnarsson skáld kvað svo eitt sinn: Skjökti jeg yfir Skeiðarársand og skemti mjer eftir vonum, og er nú kominn lífs á land úr ljótu Núpsvötnonum. Það voru blessuð viðbrigði áð hafa jökulinn að baki sjer og ríða aftur yfir grænar grundir undir himingnæfandi fjöllum. Á Núp stað. er einkennilega fagurt. Þar gistum vjer öll um nóttina í besta beina, og hafði fólkið þó ekki get- að búið sig neitt undir komu vora, því að ætlunin hafði verið að gista á Kálfafelli. Þangað átti bíll frá Reykjavík að koma á móti oss. Lengra komast bílar ekki, því að Djúpá, sem fellur skamt fyrir austan Kálfafell, er óbrúuð og ófær bílum. Frá Núpstað heldum vjer árla morguns. Farið var dálítið upp með Djúpá til að skoða hana þar sem hún fellur í fossi og þröngum gljúfrum og er all hrikaleg. En það stóðst á endum að bíllinn var kominn að Kálfafelli er vjer rið- um þar heim. TTrðum vjer nú að kveðja hestana okkar og gerði margur það með söknuði, því að ólíkt skemtilegra er að ferðast á hestum heldur en bílum, að þeim alveg ólöstuðum. Og þar sem vjer stigum á bílinn læt jeg ferðasögunni lokið. ★ Jeg liefi lítið minst á fólkið, sem vjer kyntumst í þessari ferð. Ymsir hafa spurt mig að því, hvort það sje ekki hjárænulegt og ó- framfærið og ben utan á sjer öll merki fásinnis og einangrunar. Svarið við þeirri spurningu er þvert nei. Fólkið er blátt áfram Núpstaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.