Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Qupperneq 1
39. tölublað.
JMor0M]wI>Ia£>0ÍJí0
Sunnudaginn 2. október 1938.
XIII. árgangur.
ÍHfold»ryiwtuilt]» h.f.
Qottskálkur Thorvaldsen
var besti karl —
Qottskálkur Thorvaldsen, faðir
Bertels Thorvaldsens, hefir
áreiðanlega verið miklum órjetti
beittur, eða minning lians niðrað
ótilhlýðilega, sagði Svend Agger-
holm leikari, er við hittumst hjer
um daginn, og hátíðahöldin þ. 17.
sept. \s.l. í Höfn bárust í tal. En
þann dag hjeldu Hafnarbúar há-
tíðlega 100 ára minningu þess er
Thorvaldsen steig á land í Höfn,
alkominn frá Ítalíu með öll sín
listaverk, er Daiiir síðar bygðu
safnið fyrir.
Menn ltafa jafnvel dregið það í
efa, að Bertel Thorvaldsen væri
rjett feðraður, heldur hr. Agger-
holm áfram. En síðari rannsóknir
leiða ekkert í ljós, er styðji þann
orðróm, heldur þvert á móti. Enda
er það augljóst að samtíðarmenn
þeirra feðga hafa litið svo á, að
Bertel Thorvaldsen hafi erft lista-
hæfileika sína fyrst og fremst úr
föðurætt sinni, og að þaðan hafi
eitthvað verið að erfa af því tagi.
Þorvaldur prestur á Miklabæ, hag-
leiksmaður, sendir syni sína báða,
Ara og Gottskálk, til þess að læra
listsmíði, hvorn sína grein. Ari
lærir gullsmíði en Gottskálkur
trjeskurð.
Því hefir verið haldið fram, að
Gottskálkur hafi verið hálfgerður
auðnuleysingi og ofdrykkjumaður.
En alt er það orðum aukið. Enda
er það oft svo, að alþýða manna
magnar oft þann orðróm að for-
eldrar íturmenna hafi verið næsta
lítilfjörlegir, rjett eins og til þess
að upphefja ágætismennina og
varpa yfir þá ennþá meiri æfin-
týraljóma.
Gottskálkur gamli. Thorvaldsen
liefir vafalaust haft sína galla eins
og við allir meira og minna. En
hann hefir verið duglegur í sinni
handiðn. Það er víst. Það sanna t.
d. reikningar, sem eru að finnast
hjer og þar í gömlum ploggum
frá hans hendi, þar sem tilfærðar
eru upphæðir sem hann vann sjer
inn fyrir trjeskurð sinn.
Aðalatvinna hans var, sem kunn-
ugt er, að skera út „gollions“-
myndir á skip. Hafði hann lengi
atvinnu við það á gkipasmíðastöð
á Larsensplads í Höfn. En auk
þess skar hainn út ýmiskonar hús-
skraut og myndir sem ^notaðar
voru á leiksviðum borgarinnar og
víðar.
Sem dæmi um tekjur hans má
nefna, að veturinn 1798, og það
var eftir að Bertel var farinn fyrir
löngu að heirnan, fekk hann 100
ríkisdali fyrir 2 „gallions“-myndi»
er hann gerði.
Og þrem árum seinna, haustið
1801, er hann svo vel settur, að
hann á fje til þess að geta keypt
lífrentu fyrir konu sína, sem hefði
gefið henni 200 ríkisdali á ári.
Það verður að játa, að heimildir
eru mjög á víð og dreif um Gott-
skálk, æfiatriði lians og skaplyndi.
Þegar Bertel var 17 ára kærði
hann sambýlismann sinn, er bjó á
næstu hæð fyrir ofan Thorvald-
sensfjölskylduna í Laksegade 20,
fyrir „ósjðsamlegan söng, blót, há-
vaða og annað“. En í fjölskyldu
þessari, er hjet Molberg, voru tvær
stúlknr á sama reki og Bertel, og
mætti giska á, að Gottskálk hafi
viljað hafa taumhald á því sem
fór frant í húsinu.
Um skapgerð Gottskálds verður
helst ráðið af brjefunt þeim sem
til eru frá honum til sonarins. Þar
kemur í ljós, að tnaðurinn hefir
verið skaptnaður, skýnsamur, oft
nokkuð ertinn og kaldhæðinn, með
ríkt hugmyndaflug. Hann hefir
skrifað ágæta skýra rithönd, og
eru engin elliglöp eða afturför á
brjefum hans þeitn ^íðustu
Við flettum upp nýútkominni
bók um Thorvaldsen eftir Louis
Bobé, þar sem tilfærð eru nokkur-
brjef Gottskálks til sonarins suð-
ur í Róm. Þar á meðal eru brjef
um loðhund, sem Thorvaldsen
skildi eftir heima hjá karli og
kerlingu, er hann fór suður. Sepp-
inn var kallaður Primong. En svo
er sagt, að Thorvaldsen hafi verið
meðal þeirra, sem fekk meira og
tneira dálæti á hundum, eftir því
sem hann fekk nánari kynni af
mönnum.
Brjef Gottskálks eru vitanlega
Öll á dönsku, en stafsetningu er
ábótavant hjá honuiú. Til skýr-
ingar skal þess getið að kunning'u