Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Qupperneq 2
Lesbók MORGUNBLAÐSINS _______ Gottskálks og heimilisvinur var mafSur að uafni Primon, skjala- þýðandi og litgefandi að hinu ill- ræmda blaði „Folkevenuen“. Eu þeirr Gottskálk og hann ræddu saman um pólitík og deildu á sam- tíðina. Brjefin um hundinn eru á þessa leið: ..Seppi lifir eins og blóm í eggi, eu kemur mjer oft í klípu. Nafni hans Primon er orðinn skjalaþýð- andi („Translatör"), og þegar við komum saman á kvöldin þá kalla hinir hundinn „Translatör“, og sje kallað á þá, gegna þeir báðir. Þú getur ímyndað þjer hvernig hon- um verður innanbrjósts. Heiberg er rekinn úr landi o«f ríki fj-rir sín skrif, og hefi jeg því beðið translatör Primon að seppi minn mætti vera honum til aðstoðar í starfi hans. Hann hefir fullkom- lega afþakkað mitt góða boð, en lofað að kalla hund í höfuðið á mjer, og hefi jeg gefið honum mitt levfi til þess, upp á þær spýtur að hann geri þann hund að „transla- tör“, til þess að uppfylt verði skarðið eftir Heiberg. Minn Prim. er ásýndum eins og gamall erki- biskup, hefir mikið toppskegg, en nú segir sagan að maður eigi að greiða 4 ríkisdali í skatt af hund- um. en jeg vona að það sje slúð- ur“. í annað sinn skrifar Gottskálk á þessa leið um hundinn; „Primon líður betur en okkur. Hann er eins digur og Amagari, því hvar sem hann fer fær haun sitt „Salariom“, og er sama um alt, uema að „fara í bæinn“. Hann er hin vitrasta skepna sem jeg hefi þekt. Hvar sem jeg sest, legst hann undir stólinn, við fætur mjir. Og þegar móðir þín verður eitt- hvað hávær, þá flaðrar hann upp um hana og segir , voff“. Hann er mín einasta skemtun. J hálftíma ]>efaði liann að brjefinu sem jeg i’ekk frá þjer“. Kaflann um Gottskálk og konu Jians endar Louis Bobé á þessa leið: „Þegar West múrarameistari bauð konti Thorvaldsens peninga- hjálp, svaraði hún hvatskeytlega, á sinni jósku mállýsku að hún -þyrfti ekki á hjálp hans að halda og sýndi hinum .hofmóðuga múr- arameistara“ öskjur með dúkötum í, sem sonurinn liefir sennilega gefið henni er liann fór. Faðirinn var ekki síður stórlát- ur. I fátækt sinni hafði hatin til- hneigingu til þess að sýna stæri- læti sitt. Hann vildi t. d. ekki þiggja borgun fyrir sólskífu er hann gerði fyrir Fisker skipstjóra, vegna þess að hann hafði veitt Bertel frítt far á skipi sínu. Á meðan hann gat vildi hann vinna af sjer stvrki, er hann hafið fengið er hann var í vandræðum. Enginn skyldi segja, að hann reyndi að nota sjer góðvild kunningja Bert- els. Gottskálkur Thorvaldsen varð aldrei meiri í sinni grein en venjulegur iðnaðarmaður, en með listamannsskaplyndi var hann, og sjálfsvirðingu, sem mest mæddi á þann dag sem elliheimilið Vartov ' ar opnað fyrir honum. Þegar fór að rninka um atvinnu f.vrir Gottskáld, fvrir aldurs sakir og þreytu, er hann var kominn yfir sextugt, og vonir móðurinnar fóru að fjara út. um að hiin myndi nokkru sinni sjá son siun, en lífs- þróttur hennar þvarr fyrir hinum ólæknandi sjúkdómi (hún dó úr krabbameini), gat kastast í kekki milli hjónanna. Hann ásakaði hana fyrir að hún eyddi skildingum þeirra í hið svikula lotterí, en hún ásakaði hann fyrir að eyða þeim á annan hátt. En altaf mættust þau í eindrægni þegar þau hugs- uðu til sonarins í fjarlægð. Þau t. d. lásu í blöðum og bókum um vaxandi frægð hans og glöddust af. I brjefum sínum lýsir 'Gott- skálkur söknuði þeirra beggja. Móðirin horfir með tárin í aug- unum á hann á meðan hann skrif- ar, og tárin hrynja niður á gamla, svarta vestið sem Bertel var eitt sinn í, og hún kyssir vestið. Veturinn 1808 var Gottskálkur atvinnulaus. Um nýársleytið dó kona hans úr hinum ólæknandi sjúkdómi, og var jarðsett í Nico- laikirkjugarði. Tveim árum síðar skrifað Abildgaard til Schuberts baróns: Jeg annaðist um útför móður Thorvaldsens, og hefi fram til þessa styrkt föður hans, eftir því sem efni mín leyfa, eða meira til, því þau voru í mestu fátækt“. Svo stórt var í hinum aldraða einstæða manni, að hann ætlaði að vinna af sjer alla skuld við Abildgaard. Eftir langa yfirvegun var Gott- skálk komið fyrir í Vartov árið 1805. Hann jós sjer út í brjefun- um til sonarins yfir því að eiga að vera þar innanum halta, blinda, mállausa og alskonar krjrplinga. En með þeim stóisma, sem svo oft áður hafði gefið ákafa hans útrás, ljet hann sjer vistina lynda á liinu gamla elliheimili, þar sem svo margir heiðarlegir Hafnar- borgarar, er lent hafa í bágum kjörum á efri árum, hafa endað líf sitt. Gottskálkur var því mildur og sáttfús er hann skrifaði syninum síðasta brjefið. Þar segir svo: „Ef jeg hefi verið harðorður í síðasta brjefi mínu, þá ætla jeg að biðja þig að fela þau orð undir kápu kærleikans. Jeg vissi vart sjálfur hvað jeg skrifaði í gremju minni“. í „Minervu“ Rakbeks hafði hann lesið um frægð sonar síns,, að hann tók sjálfum Canova feam og gerði föðurlandi sínu mikinn heiður. Nú er draumur Braga um ítur- menni ættarinnar hafði ræst, gat honum til síðustu stundar, með fullri vitund um eigin gáfur sínar, fundist sem hann í fátæklegri stofu sinni væri laus við erfiði og auðmýkt ellinnar. Hann vissi að hann átti son sem hafði áunnið sjer ódauðlegt nafn. Með þessa huggun andaðist Gottskálkur Thorvaldsen 24. októ- ber 1806. Colosseum-rústirnar í Róm kosta ítölsku stjórnina sem svarar 80.000 krónum á ári í viðgerð og viðhald. Fjöldi múrara hefir fasta atvinnu alt árið v.ið að gera við rústirnar svo ekki sje hætta á því, að lausir steinar hrynji niður á ferðamenn, sem koma til að skoða þessar heimsfrægu rústir. En ítalska stjórnin hefir einnig árlega ó- hemju tekjur af rústunum beint og óbeint vegna hins mikla ferða- mannastraums, sem kemur til að skoða rústirnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.