Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 Laugardaginn 18. september var haldin minningarhátíð í Kaupmannahöfn í tilefni af því, að 100 ár voru þá liðin síðan Bertel Thorvaldsen koin aftur heim frá Róm til Danmerkur. I fremstu röð á mynd- inni sjest m. a. Stauning, forsætisráðherra Dana, og sendiherrar erlendra ríkja. Orðin standa á höfði. egar börn taka að herma eftir hinum fullorðnu og látast vera að lesa bækur, er það eins vanalegt að orðin standi á höfði. Mennirnar. eru allir börn að lesa í hinni miklu bók lífsins. Þeir lát- ast vera að iesa þar, en jeg full- yrði, að þeir snúi bókinni vitlaust fyrir sjer svo að orðin standi á höfði. Þeir lesa á þessa leið : „Ef jeg get átt svo og svo mikið, þá er mjer borgið“, en þetta er að lesa í bók lífsins afturábak eða öfugt. Gæfa mannsins er ekki komiu undir því, hvað hann á, heldur hinu: hvað á ihann. Jeg þori að segja, að hjer er gátan ráðin. Maðurinn getur átt heimili, að- standendur, auðlegð og margvís- leg gæði lífsins, en þetta alt verið honum lítils virði, ef hann tilheyr- ir því ekki heill og óskiftur — ef það á ekki hann. Þessi megin sann- jndi viðvíkjandi farsæld manna, þyrfti að undirstrika mjög skýrt nú á dögum. Hvernig manninum reiðir af í lífsbaráttunni fer ekki eftir því, hvað tilheyrir honum, heldur hverju tilheyrir hann. Æskumanni er best borgið, ef hægt er að tengja hauti einhverju göf- ugu áhugamáli, sem verður honum nógu mikilvægt til að lifa fvrir og deyja. Miklu og háleitu áhuga máliu eru bjargvættir mannanna. Þau útrýma hálfvelgju og kæru- leysi. Þau hita sálum manua, kveikja þar elsku og hatur, elsku til hins sanna og góða, hatur til hins andstyggilega, þau gera menn heita, sterka og sigursæla, en að- eins þannig er manninum borgið. Það var einu sinni mikið vanda- mál, þetta: hvernig maðurinn mætti verði hólpinn. I þetta hafa menn lagt ranga merkingu og hneykslast svo á öllu saman. Þetta er enn mannanna mikla vandamál, hvernig þeim sje best borgið. Fyrri tímar lögðu áherslu á þetta, að maðurinn tilheyrði Guði, og þá væri hann hólpinn. Getur nú nokk ur raunsæismaður og vísindamað- ur hrakið þetta? Ef svo, þá skora jeg á hann að segja frá. Það hefir því e. t. v. aldrei ver- ið sagt neitt viturlegra en þetta. að það hafi þókuast Guði að gera menn hólpna með „heimsku prje- dikunarinnar“, Prjedikunin lagði áherslu á þetta eina, að mennirnir tilhej^rðu Guði, heilir og óskiftir, með hug og hjarta. — Trúin var tengiliðurinn. Hvað var það nú að tilheyra Guði? Það var að tilheyra hinu „góða, fagra og fullkomna“, hinu æðsta, besta og mikilvæg- asta. Það er því augljóst mál, að slíkum manni var borgið, ef þetta aðeins var raunveruleiki í lífi mannsins. Mennirnir eru hinir sömu þann dag í dag, og aðal FRAMH. Á BLS. 312.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.