Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1938, Blaðsíða 4
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ?4W Æfintýraríkt sumarferðalag Með „Mix" norður í lund Isíðustu Lesbók var sögu ferðafjelaganna með ,Mix' þar komið, er þeir voru að yfirgefa Akureyri og áttu þá allir sex til samans ekki nema 5 krónur í farareyri til suður- ferðarinnar. Hjer fer á eftir framhald ferðasögunnar: Við ókum rakleitt frá Akureyri um kvöldið inn að Bakkaseli í Oxnadal. Báðum við þar um ..eitt stórt herbergi“ fvrir okkur alla, en það var að segja hlöðuua. Sváfum við fast og vel til næsta morguns. Þá hjeldum við ferðiuui áfram upp Oxnadalsheiði, fram • Norðurárdal og niður í Skaga- fjörð. Er þangað kom vorum við orðn- ir svangir, en auralitlir vorum við. Fórum við heim að Silfrastöðum og keyptum þar rúgbrauð. því smjörglirnu áttum við í skrínunni. Ekki vildum við samt borða strax heldur bíða til hádegis. Hjeldum við því ferðinni áfram með full- um liraða. þar til kl. 12 á hádegi. Þá vorum við komnir upp úr Skagafirði, upp á Stóra Vatns- skarð. Þar stönsuðum við við lækj-i arsprænu, og tókum upp prímus- inn og pottinn og nestið sem eftir var. Það voru tvær hálfdósir af kjöti og brauðið frá Silfrastöðum. Kveiktum við á prímusnum og settum kjötið í pottinn, en fyltum hann síðan með vatni, því mein- ingin var að búa til kjötsúpu. En af því kjötið var fremur lítið, datt einum okkar snjallræði í hug, það var, að reita nokkrar tuggur af fjallagrösum, skera niður í súp- una, og liafa þannig súpujurtir til bragðbætis. Ljetum við nú þetta inalla í ca. hálftíma. Fengum við þarna grá- grænan grautarvelling, sem öllum þótti hreinasta fyrirtak, að minsta kosti þá. En hvort menn hefðu jetið þetta þegjandi heima hjá sjer skal látið ósagt. Hjeldum við síðan ferðinni á- frain og vorum sem nýir menn eftir máltíðina. Segir ekkert af ferð okkar, fvr en við koinum í brekkuua niður af skarðinu, fyrir ofan Bólstaðarlilíð. Af því þetta er ein allra lengsta og versta brekkan á leiðinni fórum við allir úr bílnum, nema sá sem við stýrið sat, og hlupum beint niður brekk- una, en ætluðum ökumanni einum að koma bílnum niður. Ekki vor- um við komnir langt niður brekk una er við heyrðum þann sem ók lirópa hástöfum: „Strákar, hæ, æ. æ!“ Vissum við strax að eitt- hvað hafði orðið að, hlupum því eins og fætur toguðu í áttina til bílsins. Er þangað kom sáum við að „Mixinn" sat eiíis og hundur á aftunendanum á veginum, en hnarreistur að framan, en bílstjór- inn var að leita að einhverju tals- vert ofar í brekkunni. Sáum við nú hverskyns var. Hafði afturöx- ullinn hrokkið í sundur og annað afturhjólið legið eftir uppi í brekku. ★ Var þessu tekið niisjafnt af mannskapnuin. Sumir liigðust aft- ur á bak og góndu upp í loftið, sumir blótuðu í sand og ösku, aðrir skellihlógu. Eftir sæmilegan umhugsunartíma drógum við samt „Mixinn" út fyrir veginn og löbb- uðum niður í Bólstaðarhlíð, sem er þarna rjett fyrir neðan brekkuna. Ein af 20 gúmmíviðgerðum ferðarinnar. Vissum við fyrst ógerla hvað ætti til bragðs að taka. En samt vorum við tveir sendir í leiðangur til að reyna að fá afturöxul. Fengum við far í heybílum sem voru að fara niður á Blönduós. Þegar þangað kom, var engan öxul þar að fá. Því þarna á Blönduósi var bók- staflega ekki hægt að fá nokkurt varastykki í bíla. Vorum við þá að lmgsa uin að hringja til Ak- ureyrar og láta senda okkur öxul með fyrstu ferð, sem færi suður. En á leiðinni á símastöðiua frjett- um við, að norður á Skagaströnd væri afar gamall Fordbílskrjóður, sem fyrir þrem til fjórum árum væri liætt að nota, og væri þess vegna hálfsokkinn í jörðu. En ef til vill gætum við fengið þetta Stvkki úr hræinu, sem okkur reið svo mikið á. Breyttum við því símaáætluninni *>g hringdum til Skagastrandar. Fengum við strax levfi til að fá stykkið ef við gæt- um notað það. En hvernig áttum við að komast þangað staurblankir ? Gengum við nú þungt hugsandi út á götu aftur. Hittum við þá bílstjórann, sem var með hevbílinn og spurði hann okk- ur hvernig okkur gengi. Sögðum við lionum nú alt, og hvernig í öllu lagi. Bauðst hann þá til að aka okkur til Skagastrandar og sækja öxulinn, með því móti að * við sendum honum peningana fyr- ir bílfarinu eftir að við værum komnir heim. Þáðum við þetta með þökkum og fór liann þá að sækja bílinn. Biðuni við nú rólegir þarna niðri á götunni, báðir í óhreinunt vinnufötum, sem við vorum svo hygnir að ltafa með í Jiessu ferða lagi. Á meðan við stóðum þarna liitt- um við þrjár ungar, fallegar og skemtilegar stúlkur úr Reykjavík, sem voru þarna í sumarfríi eins og við. Iljeldu þær að við værum í síma- eða vegavinnu eftir útlit- inu að dæma, en ekki í sumarfríi. Og er þeim það síst láandi. Kom

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.