Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1938, Blaðsíða 6
342 LESBÖK MORGUNBíjAÐSINS Blönduóss. Þar urðuin við að lóða vatnskassan, því hann var farinn að' fá mjög slaeman leka. Því næst kevptum við bensín til viðbótar, fyrir peningana sem við tókiun frá á Akureyri, eins og fyr er um jretið. En okkur vantaði einnig ,.jrearfeiti“, Gekk ]>að í bálfgerðu stappi, því við vildum eklú og jrátum ekki keypt nema lítið, en afgreiðslumaðuriun vildi ekki láta minna en heilan dunk. Kom þá til okkar alókunnugur maður ojr bauðst til að láta okkur hafa nokkrar sprautur, ef við aðeins keyrðum lit að Kaupfjélagi. Þáð um við þetta með þökkum, eins og reyudar alt sem okkur var boðið. Keyrðum við því strax þangað. Sátu stúlkurnar. sem við tveir höfðum hitt kvöldið áður, með okkur í „Mixinum“ út að Kaupfjelagi. en þar hjeldu þær til í sumarfríinu. Fengum við því næst „gearfeitina“, sem við ineð engu móti fengúni að borga. Og ekki nóg með það, heldur var okkur öllum boðið inn til kaup- fjelagsstjórans. Drukkum við þar kaffi, ásamt bróður hans, sem gaf okkur „gearfeitina“ og stúlkun- um, svo við sátum þarna II saman við borð. Var þetta ein af hinum ógleymanlegu ánægjustundum í sumarfríinu, sem við munum oft minnast. Því næst kvöddum við þetta skemtilega og gestrisna fólk og heldum ferðinni áfrain. ★ Gekk ferðin nú eins vel og hugs- ast gat, enda eru óvíða eins góðir vegir og meðfram Miðfirði og Hrútafirði. Á einum bæ í Hrúta- firði keyptum við rúgbrauð og harðfisk fyrir síðasta ,,tiikallinn“ sem til var. Við Hrútaf jarðará hittum við 3 hjólreiðamenn frá Reykjavík, sem allir voru okkur kunnugir,. Töluðum við við ]>á nokkra stund, og get jeg ekki neitað því, að við öfunduðum þá yfir því að vera á norðurleið, en ekki á leið úr sumarfríinu eins og við. Segir nú ekkert af ferð okkar fjrr en við komum að Grænumýr- artuugu. Vorum við þá búiiir að vera aðeins 4 klukkustundir frá Blönduósi. Má af því sjá að okkur hefir gengið ágætlega. Eitt var nýlunda við þetta altsaman og það var, að það hafði aldrei sprungið enn alla leið frá Akureyri. Var uú klukkan orðin 10 e. m. og tals- vert farið að dimma, svo við kus- um heldur að fá leyfi á Grænu- mýrartungu til að liggja í lilöð- unni, og láta Iloltavörðuheiðina bíða til næsta morguns. Leið okk- ur ágætlega í þessari lilöðu, ekki síður eu í liinum fyrri. Vökuuðum við snemma næsta inorgun og byrj uðum strax á því að hita kakaó undir lilöðuveggnum. Þarna átum við afganginn af uestinu, ]>að var brauðið úr Hrútafirðinum og nokkrir beinakexmolar úr Reykja- vík. Síðan var ekið af stað. En ekki vorum við samt komnir langt, þegar við stönsuðum hjá læk, til þess að taka vatn á bílinn, þá langaði alla svo í bað að í það var farið. Fengum við þarna fyr- irtaks bað og sólbað á eftir. Var ]>etta sannarlega hressandi. bæði- fyrir sál og líkaina. En ekki gátum við dvalið þarna eins lengi og' suniir vildu, því alt- af leið tíminn ag það ótrúlega fljótt að okkur fanst. Hjeldum við því ferðinni áfram upp Holta- vörðuheiði. Urðum við nú að aka afar liægt og oft að hlaupa með. til þess að ofreyna ekki vesalings „Miximú', á öllu því lirjóstuga stórgrýti. Gekk ferðin samt betur yfir heiðina en sumir höfðu spáð. ]>ó svo að einu sinni hrykki í sundur fjaðrabolti. En það var eitt af því sem'við höfðum altaf biiist við og gátum því gert við það strax. Leið nú ekki á löngu uns við fóruni að geta liert á ferð- inni aftur, þ. e. a. s. eftir að við vorum komnir í Borgarfjörðinn, en þar eru sljettir og góðir vegir eins og flestir kannast við. Segir nú ekki af ferð okkar fyr en við ókum vfir brúna á Þverá. Sáum við þá eitthvað sem glitraði í botni. Stönsuðum við til að at- huga þetta nánar. Qátum við ekki betur sjeð, en ]>etta væri afar- vandað vindlingaveski, sem við á- litum að einhver Englendingur hefði tapað, sem þarna hefði verið við veiðar. Var því einn látinn afklæða sig og kafa þarna undir brúna. Er það að líkindum 2—3 mannhæða dýpi. En ekki get jeg neitað því að við urðum fyrir tals- verðum vonbrigðum, þegar það kom á þurt laiul, því þetta var ein allra óvandaðasta tegund veskja sem til landsins hafa flutst. Opnuðum við það samt og sáúm þá að í því var samanbrotið blað, sem var orðið rauðleitt af ryði. Tókum við blaðið afar varlega í sundur og lásum ]>að sem ]>ar var skrifað. ]>að var á þessa leið; „Gegn ávísun þessari afhendi jeg undirritaður eitt lamb í fyrstu Þverárrjett“. Síðan kom nafn bóndans og bæjarnafn. Á dagsetn- ingunni sáum við að þetta blað var aðeins 3 vikna gamalt, og liafði verið gefið á lilutaveltu. Þurkuð- um við nú blaðið og geymdum, því við skoðuðum þetta sem fundið fje. Hjeldum við því næst ferðinni áfram, allir í betra skapi en áður. Meira. -=r — Hvernig gengur iirið, sem þú vanst á hlutaveltunni? — Ágætlega, blessaður vertu. 50 mínútur á klukkustund. í enska bænum Eastbourne er turn, sem nefndur er óskaturn- inn. Það er gömul hjátrú, að ef meíin skrifi ósk síiia á veggi turns- ins verði manni að ósk sinni. Fimta hvert ár eru allar óskirnar þvegnar af turninum, en eftir árið er hann allur orðinn útataður í óskum aftur. ★ Einkennileg eyja er í stöðuvatn- inu Isling hjá Riga. Á hverju hausti sekkur evjan, en rís upp aftur úr vatninu á vorin. Ef sum- arið er mjög kalt sjest eyjan álls ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.