Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 4
148 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T\ 30 ára starfsafmæli Samtal við Prcystein Qunnarsson, skólastjóra Kennaraskóliun á 30 ára starfs- afmæli í ár. Hann tók til starfa haustið 1908. En eitt ár fjell skólastarfið niður. skólaárið 1917—1918. sökum dvrtíðar o<r ó- friðarerfiðleika. I tilefni þessa starfsafmælis Keimsótti je" Frevstein Gunnars- son skólastjóra hjer á dögunum á heimili lians í Kennaraskólanum. Við sátum um stund í hinni björtu skrifstofu lians, sem mjög er prýdd fallegum bókum upp eft- it- veggjnm. En liið efra eru Hiál- verk eftir Kjarval, sem virðast sniðin eftir þessari vistlegu stofu. Margvíslegar litauðugar mvndir. — Hve lengi liafið þjer verið skólastjóri?, spvr jeg Freystein. — Magnús Helgason var hjer stjórnandi í 20 ár, eu jeg tók við skólastjórn fyrir 10 árum. Svona lítur það út á ytra borðinu. En þetta er ekki svona óbrotið. Því áhrifa hina fyrsta skólastjóra gæt- ir hjer vonandi enn. Jeg tel það ómetanlegt happ fyrir skólanu og kennaramenning Jandsins, að Magnús Helgason skyldi verða hjer fyrsti skólastjór- iun. Hann er svo sem kunnugt er frábær vitsmunamaður og mann- kostamaður. og miðlaði óspart til nemenda sinna. Þeir báru virðingu fj-rir honum. Og þeim þótti vænt um hann. Jeg var nemandi hans árin 1910—1913. En samverka- maður hans hjer við skólann var jeg árin 1921—1929. — Hve margir hafa útskrifast úr skélanum þessi 30 árí — Alls hafa útskrifast hjeðau 704 nemendur, 283 konur, en karl- menn 421. Flestir útskrifuðust hjeðan vorið 1934, þeir voru 66 Þá starfaði hjer deild fvrir próf- lausa farkennara. En fæstir út- skrifuðust 1920. einir 6. — Hve margir eru starfandi barnakennarar á landinu? Hafa ekki útskrifast hjeðan fleiri en þörf er fj-rir í kennarastöðurnar? — Starfandi kennarar ehu 430. Eb þó útskrifast hafi þetta marg- Freysteinn Gunnarsson. ir á undanförnum árum fer fjarri að um „offramleiðslu'* sje að ræða. Því margir hverfa frá kennara- störfum eftir nokkur ár. Sumpart vegna þess að kennurum bjóðast betri kjör við önnur störf, og margt af kvenfólkinu, sem útskrif- ast hjeðan, giftist og hverfur iir kennarahópnum til heimilanna. A hverju einasta hausti vantar menn með prófi í farkennarastöður, enda eðlilegt að margir trjenist upp á því, að vera farkennarar. Launin eru lág. farkenslufyrir- komnlagið hörmulegt, aðbúðin sem kennararnir hafa er mjög mis- jöfn og víða er hún alt of Jjeleg. Sumstaðar verða þeir að annast kenslu barna innan um annað heimilisfólk, eða í köldum híbýlum, sama sem áhaldalausir. Er tæpast von á góðum árangri af kenslu undir þeim kringum- stæðuin. — Hverjar helstu breytingar Jiafa verið gerðar á fyrirkomulagi skólans á undanförnum árum? — Starfstími skólans skiftist í 3 tímabil. Skólinn starfaði ineð óbreyttri reglugerð til 1924. Þá var bætt við námstímann og ensku- kenslu aukið við, er ekki var áður. Síðan var reglugerðinni breytt til muna árið 1933. Þá voru aukin inntökuskilyrði að miklum mun. Síðan þarf hver meðalmaður tveggja ára nám við hjeraðsskóla eða gagnfræðaskóla til þess að komast inn í skólann. Þetta var gert til þess að meiri tími yrði í skólanum til þess að nemendur gætu íðkað hinar verk- legu námsgreinir, þeir gætu lagt meiri stund á æfingar í kenslu í lestri, skrift og veikningi, og unn- ið meira við uppeldisfræði, átt- liagafræði, vinnubókagerð o. þessh. Eftir þessari reglugerð starfar skólinn ennþá. En miklar líkur eru til að brátt verði gerðar nýjar breytingar á reglugerð hans. Kröfurnar til kennaramentunar fara vaxandi. En leiðirnar til þess að auka ment- un kennaranna geta verið fleiri en ein. T háskólabyggmgunni nýju er ætlað húsakynni fvrir kennara- mentun. Hefir frumvarp verið lagt fram á Alþingi um að stofna kenn- aramentaskóla til þess að undirbúa þar kennara til framhaldsnáms í Háskólanum. Frumvarp þetta lief- ir ekki náð fram að ganga enn. Onnur leiðin er sú, og býst jeg við að flestir okkar kennara hjer við skólann hallist að henni, að Játa Kennaraskólann halda áfram að starfa og þroskast á eðlilegan hátt, gera t. d. 2 ára gagnfræða- nám að inntökuskilyrði í skólann og lengja starfstíma hans í 4 ár. Þá gæti Háskólinn tekið við þeiin nemendum hjeðan, er vilja afla sjer framhaldsnáms eða sjálfsagðr- ar mentunar fyrir þá er ætla sjer að verða kennarar hjeraðsskóla eða gagnfræðaskóla. Við höfum heyrt ýmsar fleiri til- lögur um breytingar á Kennara- skólanum, en þær tiHögur liafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.