Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 1
JWlorgwiBWaj&síws 46. tölublað. - Sunnudaginn 19. nóvember 1939. XIV. árgangur. h.f. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík 40 ára T dag er fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík 40 ára. Hann var stofnaður 19. nóv. 1899. Hann er nú næststærsti söfnuður á land- inu. 1 honum er um fjórði hluti Reykvíkinga. Prá forvígismanni hans hinum fyrsta, sr. Lárusi Halldórssyni er fríkirkjuhreyfingr in sprottin. Hún hefir að vísu ekki náð mikilli útbreiðslu um landið. En hún hefir liaft áhrif á kirkju- mál þjóðarinnar alt fyrir það. í tilefni af 40 ára afmælinu heimsótti jeg nýlega sr. Árna Sig- urðsson fríkirkjuprest að prest- setri safnaðarins í Garðastræti. — Það lætur óvenjulega í eyrum að tala um prestsetur í Garðastræti. Við það heiti er margt annað tengt en það, sem þar getur verið, tún og engjar og víða haga, „ak- ur, fjenaður og öll gæði“. En þarna er þetta fyrsta prestsetur í Reykjavík, myndarlegt steinhús í nýtísku stíl. Jeg hitti sr. Árna í hinni vist- legu skrifstofu hans, þar sem annar langveggurinn er þakinn bókaskápum. Hann kemur sjálfur til dyra og tekur á móti mjer með sínu góðláta brosi. Hann er auð- sjáanlega vanur að koma oft til dyra. Prestur með 9000 manns í söfnuði sínum þarf að taka á móti mörgu fólki. Erindi mitt var að fá hjá hon- um frásögn um ýmislegt það, er snertir 40 ára sögu fríkirkjusafn- aðarins, eða „Hins evangelisk- Sr. Lárus Halldórsson. lútherska fríkirkjusafnaðar í Reykjavík“, en svo heitir hann fullu nafni. Fyrsta spurning mín til sr. Árna var sú, hvaða tildrög hefðu verið til stofnunar fríkirkjusafnaðarins, hvort í þeim hefði gætt nokkurs ósamræmis í trúarskoðunum við kenningar þjóðkirkjunnar. Prásögn sr. Árna var á þessa leið: Um ósamræmi í trúarskoðunum eða kenningum var ekki að ræða. Upphafsmaður fríkirkjuhreyfing- arinnar var, eins og kunnugt er, sr. Lárus Halldórsson. Hann var fyrst og fremst kristinn hugsjóna- maður. Þannig kynnast menn hon- um af ritum hans. Hann vildi að kirkjan yrði óháð hinu veraldlega valdi. Hann taldi það líka vera samboðnast ríki Krists á jörðu. Hann var mjög mótfallinn mörgu í ytra formi helgisiða, prestaskrúða og öðru þessháttar, taldi það tildur og prjál. Hann vildi láta boðskap Krists koma fram blátt áfram, en ekki í neinni viðhafnar umgerð. Boðskapnum sjálfum fylgir sá sigurmáttur, sagði hann, að enga ytri viðhöfn þarf til þess að stvðja hann. Sr. Lárus Halldórsson hafði tek- ið að sjer að þjóna fríkirkjusöfn- uði á Reyðarfirði, — nokkur hluti safnaðarins í Hólmaprestakalli sagði sig úr þjóðkirkjusöfnuðin- um út af óánægju með veiting prestsembættis. En árið 1899 flutti hann hingað til Reykjavíkur. í byrjun þess árs tók hann að, gefa út tímarit, er hjet „Príkirkjan11 — mánaðarrit til stuðnings frjálsri kirkju og frjálslyndum kristin- dómi“. Eftir að sr. Lárus kom hingað dró saman með honum og ýmsum mönnum hjer í bænum, er vildu vera í söfnuði, sem hefði meiri umráð yfir málum sínurn en söfn- uðir þjóðkirkjunnar höfðu, t. d. yfir því, hvaða prestar þjónuðu söfnuðinum. Árin þar á undan höfðu frí- kirkjumálin verið allmikið rædd á synodus og víðar, og höfðu ýms- ir málsmetandi prestar lagt þeim lið, eins og t. d. Þórhallur Bjarn- arson síðar biskup, Matthías Joeh- umsson, sr. Sigurður Gunnarsson,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.