Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 2
LESBOK morgunblaðsins m er þá var í Stykkisliólmi, sr. Zop- hónías Halldórssou í Viðvík o. fl. í nóv. 1899 var þetta mál hjer komið svo langft, að send var yfir- lýsin<r lit á meðal bæjarmanna til undirskriftar, er var svohljóð- andi: ,,Við undirskrifaðir, sem erum óánægðir með ýmislegt í fyrirkonm lagi þjóðkirkjunnar og komnir er- um til þeirrar sannfæringar, að fríkirkjufyrirkomulagið myndi revnast heppilegra. -og sje eftir hlutarins eðli rjettara, lýsum því hjer með yfir, að vjer viljum taka þátt í að stofna fríkirkjusöfnuð hjer í Reykjavík. Vjer viljum fylgja málefni þessu fram í einum anda, með still- ingu og staðfestu og gera alt, sem í voru valdi stendur til þess að það megi fá góðan framgahg og verða til eflingar sannri trú og siðgæði meðal vor. Ekki er fullkunnugt um, hve margir undirrituðu vfirlýsingu þessa. En blöðin skýrðu svo frá. að 250 mai ns hefðu gengið í söfn- uðinn er hann var stofnaður. A stofnfundi voru þessir kosnir í stjórn: Arinbjörn Sveinbjarnar- son bókbindari, Þórður Narfason trjesmiður, Sigurður Einarsson, Jón Brjmjólfsson kaupmaður og Gísli Finnsson járnsmiður. En sr. Lárus Halldórsson var ráðinn prestur safnaðarins, og var það til ársloka 1902. Meðan hann þjónaði söfnuðin- um átti söfnuðurinn enga kirkju. Voni guðsþjónustur haldnar í Goodtemplarahúsinu. Þegar eftir aldamót fór söfnuðurinn að und- irbúa ki rkj uby ggingu, en það „fyrirtæki“ var mörgum og mikl- um erfiðleikum bundið vggna fá- mennis og fátæktar. Það var á árinu 1903 að sr. Ó- lafur Ólafsson tók við fríkirkju- söfnuðinum. Hann hafði þá þjón- að þrem prestaköllum austanfjalls. Fvrst var hann í Vogsósum, þá í Marteinstungu og síðast í Arnar- bæli, en var fjuttur til Reykjavík- ur er þetta gerðist og tekiun við ritstjórn Fjallkonunnar. Ilann var áhrifamikill og með afbrigðum vinsæll kennimaður, enda er hann Reykvíkingum í Sr. Ólafur Ólafsson. Sr. Árni Sigurðsson. fersku minni, þareð skarnt er síð- an að hann ljest. Fríkirkjusöfnuðurinn óx mjög ört eftir að sr. Ólafur tók við honum. Smíði kirkjunnar var lok- ið skömmu eftir árslok 1903. Við þær framkvæmdir örfaðist áhugi safnaðarmanna mjög. I 20 ár þjón- aði sr. Ólafur fríkirkjusöfn- uðinum hjer í Reykjavík með frábærum dugnaði, andagift og ' skörungsskap. Er hann ljet af embætti 1922, voru 5700 manns í söfnuðinum, en nú eftir 40 ár, frá því hann var stofnað- ur, er safnaðarfólkið um 8500. Ör- astur var vöxtur safnaðarins á fyrstu árum sr. Ólafs. Kirkjubyggingin, í þeirri mynd sem hún er nú, hefir verið reist í þrem áföngum. Sú kirkja, sem reist var 1903, var m«n minni en núverandi kirkja. En strax árin 1904-1905 var hún lengd að mik-lum mun, og 1924 var bygðúr kórinn við hana og aðrar brevtingar þá gerðar um leið. Yfirsmiður við fvrstu kirkju- bygginguna var Sigvaldi Bjarna- son. Rögnvaldur Olafsson húsa- meistari gekk frá teikningum að lúnni-brevttu kirkju 1905, en Jó- hannes Jósefsson var yfirsmiður- inn. Breytingarnar 1924 teiknaði Einar Erlendsson, en Sigurður Halldórsson var yfirsmiður. Við kirkju safnaðarins eru tengdar tvennar endurminningar, sem eru ekki beinlínis viðkomandi söfnuðinum og starfi hans. Það var í fríkirkjunni sem sr. Haraldur Níelsson prjedikaði að staðaldri í 14 ár, frá 19^4 til dánardægurs 1928, en bæjarmenn úr báðum söfnuðum bæjarins mynduðu með sjer samtök til ])ess að fá hann til að prjedika. En hann lagði kapp á, að allir þeir, sehi stóðu að samtökum þeim, yrðu kvrrir hver í sínum söfnuði eftir sem áðiir. Og það var í fríkirkjunni, sem kunnugt er, að Eimskipafjelag ís- lands var stofnað. Þá var hún stærsta samkomuhús þessa bæjar. Tvö fjelög eru starfandi innan safnaðarins, Kvenfjelag fríkirkju safnaðarins og Bræðrafjelagið. Var kvenfjelagið í sfnni núver andi mynd stofnað 1906, og hefir starfað æ síðan. í því eru nú 180 konur. Safnaðarstarfinu hefir verið ákaflega mikill styrkur að fjelagsskap þessum. Hefir fjelag- ið haft mörg og mikil líknarstörf á hendi. Ennfremur hefir það gef- ið gripi þá, sem kirkjan á, ög stvrkt bæði kirkjubvgginguna og byggingu prestseturs síns. Fjár framlög fjelagsins til safnaðar- þarfa eru talin nema vfir 36 þús- und krónum. Bræðrafjelagið er vng-ra. Það er’ ekki nema 10 ára. Það starfar að vissu leyti sem málfundafjelag, en mjög með velfarnað fríkirkjusafn- aðarins fyrir augum. T því eru rúmlega 50 fjelagsmenn. Hefir það lagt 5500 kr. til safnaðarþarfa. í stjórn fríkirkjusafnaðarins eru Framh. á bls. 368.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.