Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 5
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 365 Hvað sem skapgerð hans líður, verða menn að dást að ritsnild hans, sem t. d. kemur glögglega fram í hinni óvenju skemtilegu æfisögu hans. Þar kemur í ljós, að um dagana hefir oltið á ýmsu fyr- ir Ohurchill. Á æskuárunum hefir hann orðið að berjast við úthaf og óbrotið land og oft síðar komist í krappan dans. Vafalaust herðandi skólaganga, sem fáir enskir stjórn málamenn hafa gengið. — Að minsta kosti ekki Anthonv Eden, sem þarna situr, því að hanif; hefir, að hætti enskra aðals- sona, gengið á mentaskóla, þar sem skólagjöldin eru um 400£ á ári, og síðar stúderað austræn tuugumál við háskólann í Oxford. Miklar líkur benda þó til þess, að Eden eigi eftir að komast lengra en Ohurchill. Hann á líklegast eft- ir að verða forsætisráðherra, því að hann hefir alt til að bera, sem menn þurfa til þess að komast langt á sviði enskra stjórnmála: hann er útskrifaðiu’ frá Oxford, hlaut kapteinstitil í hernum, kvæntist glæsilegri, tiginborinni og auðugri konu, á myndarleg börn, er snjall ræðumaður, lagleg- ur í útliti, talar nokkur erlend tungumál, sem fáir Englendingar gera, spilar golf, sem margir Eng- lendingar gera og heldur því fram, að Englendingar eigi að halda uppi „jafnvæginu í heimin- um“ eins og þeir hafi altaf gert. Duff-Cooper hefir ekki ósvipað- an feril og Eden, nema hvað hann hefir það fram yfir Eden, að geta skrifað bækur og spila sjerlega vel bridge. Hann hefir skrifað skemtilega bók um franska stjórn- málamanninn Talleyrand og aðra lakari um hershöfðingjann Haig, en Eden, sem stundum ber það við að skrifa blaðagreinar, er heldur leiðinlegur rithöfundur. Þeir eru þarna líka til staðar Elliot heil- brigðismálaráðherra og Major John Astor, aðaleigandi dagblaðs- ins „Times“. En það er nú víst tími til kominn að snúa sjer að stjórnarandstæðingunum. Menn eru þar svona upp og of- an. Að vísu margt mætra manna, en tilfinnanlegur skortur á ein- arðri forustu síðan flokkur verka- tnanna klofnaði og Landsþury gerð Churchill. ist hrumur fyrir elli. Yst á þeim fremsta bekk þeirra, sem fjær er áheyrendunum, situr Herbert Morrison, foringi verkamanna í London. Hann er lipur ræðumað- ur, og er af inörgum ætlaður best til flokksforustu fallinn, en sum- um þykja skoðanir hans of langt til hægri. Þá kemur Major Attlee, foringi verkamannaflokksins. Smá- vaxinn maður með skegg eins og Hitler. Hann hefir fengið enska embættismannamentun og er lög- fræðingur að atvinnu. Þykir hann enginn aftaka skörungur, en mun vera ósvikinn jafnaðarmaður í anda og athöfn. Við hlið hans sitja þeir Greenwood og W. Citrine, að- alritari enska verkalýðssambands- ins. Og loks kemur H. Dalton, sem er sjerfræðingur verkamanna- flokksins um utanríkismál. Hann var áður prófessor í hagfræði við háskólann í London og hefir með- al annavs skrifað afburða snjalia kenslubók í fjármálafræði. I hæfilegri fjarlægð frá þessari klíku situr Sir Stafford Cripps. Einkennilegur stjórnmálamaður; óheppinn gáfumaður. Hann er næst elsti sonur Lord Parmoor og fjekk í uppvexti alla þá mentun, er best þektist í Englandi. Fyrst nam hann eðlisfræði í nokkur ár, en síðar söðlaði hann um og tók að nema lögfræði og lauk prófi í þeirri grein. Nú er hann einn af tekjuhæstu lögfræðingum í Eng- landi og græðir þúsundir punda árlega á „að bjarga vfirstjettinni úr vandræðum hennar“, eins og hann orðar það. I byrjun var hann íhaldsmaður og talsvert við- riðinn blaðaútgáfu þeirra, en síð- ar varð hann jafnaðarmaður, Nii er hann foringi þess hluta verka- mannaflokksins, sem lengst stend- ur til vinstri og samvinnu vill við kommúnista. Þeir eru líka á næstu grösum A. Bevan og G. Straus, sem einna nafntogaðastir eru af fylgifiskum Cripps. Ekki má þá heldur gleyma einasta kommún- istanum, er sæti á í House of Com- mons, Willy Gallacher. Hann var á sínum tíma góðkunningi Lenins, en er nú aðallega þektur fyrir pólitískan belgjablástur. Því miður vinst ekki tími til frekari athugana, því að nú er komið fundarhlje í deildinni. Þingmennirnir smátínast út. Win- ston Churchill labbar yfir til Ed- ens, til þess að fá hann með sjer í hið ómissandi „five o’clock tea“. Jeg held maður fái sjer bara te- sopa líka. — Jæja, Alfreð, hvernig líst þjer á? Heldurðu að Snati kunni við sig í því? * Sinásaga úr dönskum hermanna- skála. Kapteinninn spyr hermennina. hvort nokkur þeirra hafi vit á vjelknúnum farartækjum. — Já, svaraði einn dátanna. — Hafið þjer líka vit á bílum? — Já, jeg hefi sjálfur einu sinni átt Cadillac-bíl, svaraði hermað- urinn. — Ágætt, sagði kapteinninn. í’arið til liðsforingjans og segið honum, að þjer eigið að fægja mótorhjólið mitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.