Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 363 Chamberlain talar Ölga. í enska þinginu Eftir Birgir Kjaran, hagfr. Önnur grein. ajór C. Attlee, foringi verka- mannaflokksirís, sem setið kafði makindalega á fremsta bekk stjórnarandstæðinga og liaft fa>t- urna uppi á hinu virðulega deikl- arborði, rís upp með miklum al- vörusvip og bvst til þess að táka til n’áls. — Jeg má til méð að skjóta hjer inn mikilvægri athuga- semd við þann ljóta sið að hufa fæturna uppi á borði. Þetta virð- ist vera algengur siðnr í Ilouse of Commons. Þeir Attlee, Greenwood o. fl. gerðu það að minsta kosti að mjer ásjáandi, og Chamberlain er sömuleiðis sagður eiga þetta til. Þótt stellingin sje óneiteulega þægileg, þá ættu slíkar líkamsæf- ingar að vera einskorðaðar við brúk í heimahúsum, því að það hlýtur að særa fegurðartilfinn- ingu, siðferðistilfinningu, trúar- tilfinningu eða einhverjar aðrar tilfinningar hvers einasta sann- kristins) ensks borgara, að sjá for- sætisráðherrann krossleggja á sjer býfurnar uppi á borði innan um biblíuna og allskyns bænakver, og það í sjálfu House of Commons! — Nóg um það; Attlee var stað- inn á fætur. Hann spyr stjórnina, hvort hún geti frætt hina æru- verðugu fulltrúá um síðustu nýj- ungar í vígbúnaðarmálum ensku þjóðarinnar. Forsætisráðherrann, Arthur Ne- ville Chamberlain, verður fyrir svörum. Hann stendur upp og tek- ur héilmikinn blaðabunka upp úr vasa sínum. Hann tilkynnir, að stjórnin hafi ákveðið að bera frarn frumvarp um almenna herskyldu í Englandi. I fyrsta sinni í sög- unni á að innleiða herskyldu á friðartímum í Englandi. Það kem- ur kurr á bekkjum stjórnarand- stæðinga; niðurinn verður að ólg- andi brimgný, því að flestir stjórn arandstæðingar standa upp úr sæt- um sínum og hrópa fullum hálsi: „Re^ign!" Þeir krefjast þess, að stjórnin segi af sjer. Súmir steyta krepta hnefana í áttina til Chamb- erlains til þess að auka sannfær- ingarkraft orða sinna. En nú leyn- ir það sjer ekki, að Chamberláin gamli hefir lifað heilbrigðu lífi um dagana og hefir óspilt tauga- kerfi í sínum búk. Hann stendur dálítið álútur, yfir andlitinu hvíl- ir þungur alvörusvipur, en hönd hans er styrk, því að blöðin í hendi hans bærast ekki. Það er auðsjeð, að þarna stendur gamall laxveiði- maður. Hann bíður rólegur á- tekta; hanu er vanur því norður í Skotlandi að bíða tímunum sam- an eftir að laxinn taki. Brátt sljákkar í þeim ofsafengnustu, og Chamberlain getur haldið lestri frumvarpsins áfram. Að honum loknum dynja við fagnaðaróp stjórnarsinna, en frá vinstri svara stjórnarandstæðingar með fúkyrð- um. Mikil áreynsla hlýtur það að hafa verið fyrir mann, sem kom- inn er á áttræðisaldur, að standa í þessu stímabraki. ITverjar tilfinn- ingar skyldu hafa bærst í brjósti Chamberlains á þessari stundu, og hvað skyldi hann eiga eftir að segja um atburði dagsins? Þegar hann varð fjármálaráðherra í ráðu neýti Baldwins, er sagt, að hann hafi skrifað kunningja sínum: „Hvílíkur dagur, 2 laxar í morg- un og fjármálaráðherraembættið í eftirmiðdag!“ Það fellur í hlut foringja stjórn arandstæðinga, Major Attlees, að verða fyrstur til þess að andmæla frumvarpinu. Ilann segir: „Er hæstvirtum forsætisráðherra ljóst, að frumvarp þetta er brot á marg ítrekuðu loforði, sem forsætisráð- herra endurtók síðast fyrir fjór- um vikum, um að herskylda skyldi aldrei innleidd í Englandi á friðartímum", o. s. frv. Af hálfu stjórnarandstæðinga er nú úr öllum áttum gerð hin harð-l asta hríð . að Chamberlain. Sir Arehibald Sinclair, foringi þeás hluta frjálslynda flokksins; sem er, í stjórnarandstöðu, spyr Chamb- erlain, hvers vegna ekki hafi yerið leitað álits stjórnarandstæðinga í sambandl við herskyldufrumvarp- ið. Landsbury gamli, fyrveramli foringi verkamannaflokksins, mald ar eitthvað í móinn. Það er víst um frið, en heyrist illa, því að flest orðin verða að nauðlenda í hinu volduga Franz Josephí skeggi lians. Ys og þys samfara miklum geðs- hræringum hafa verið í salnum, en nú slær öllu í dúnalogn, því að „the father of the House of Com- mons“ er risinn úr sæti sínu. Lloyd George tekur til máls. Hann hefir verið þingfulltrúi fyrir sama kjör- dæmið síðan 1890. Hann er fríður sýnum, gamli maðurinn, og hinu hvíti flaksandi hárlubbi gerir liann í senn virðulegan og setur þó um' leið á hann svip hins eilífa uppreisnarmanns. Sjaldan hefir House of Commons heyrt aðra eins hvítfyssandi mælsku eins og þegar sá gállinn er á Lloyd George. En nú er ellin farin að sækja hann fast, svo að hann hefir hvorki rómstyrk nje andlengd til þess að láta fulltrúadeildina leika á reiði- skjálfi. Ennþá er hann þó andlega kvikur og orðheppinn. Það er víst ekki langt síðan hann sagði t. d., er einhver var að hrósa Chamber- lain fyrir stillingu og kalda ró: „Allir fiskar geta haldið blóðinu köldu!“ Lloyd George gerir í dag aðeins nokkrar stuttar athugasemdir við ræðu Chamberlains. Um leið .og hann sest, lætur hann eitthvert gamanyrði fjúka og lítur kýminn yfir til Churchills, sem situr beint á móti honum. Þeir eru gamli-r vin- ir frá því Churchill fyrst kom á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.