Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 4
364 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þing. Báðir hafa farið nokkuð ein- förum í stjórnmálunum. Til þessa hafa árásarmennirnir ekki verið stjórninni skeinuhætt- ir. En nú er James Maxton stað- inn upp, og hann er ekkert lamb að leika sjer við. Maxton er ein- kennilegur maður. Ilann er blátt áfram ljótur. Vöxturinn er lang- ur og grannur, liöfuðið stórt, og augun, sem eru yfirskygð af ógn- arþungum brúnum, sitja inst inni í haus. Hárið er langt og lafir með öðrum vanganum niður uudir höku. En þegar maðurinn byrjar að tala, gjörbreytist hann í fasi og verður nærri glæsilegur. Um munninn leikur kýmið bros og aug un skjóta gneistum. Háð hans er hárbeitt og rökfimin einstök. Strax í fyrstu spurningunni kemur hann við sárt kaun, því að hann spyr, hverjir hafi þvingað stjórnina til þess að innleiða herskylduna. — Fransku blaðamaður við hliðina á mjer, sem undir allri ræðu Chamb erlains hefir tautað „trés bien“, verður nú líkastur frosinni ýsu á vangann. — En Maxton lætur dæl- una ganga og er hvergi myrkur í máli, enda er hann foringi óháða verkamannaflokksins, og svo ó- háður í skoðunum, að hann er á góðri leið með að sprengja alla hina þingmenn flokksins frá sjer. Mikill ræðusnillingur er Maxton samt, hvað sem öðru líður. Þeir voru á sínum tíma taldir mestir mælskusnillingar í House of Com- mons, Lloyd George, Maxton og Sir Oswald Mosley. Nú er Lloyd George farið að hrörna, Maxton hefir þegar verið lýst, en Sir Os- wald hefi jeg einu sinni heyrt halda ræðu mitt í hreiðri fjand- manna sinna, í rauðasta hlutan- um af East End. Er það sú glæsi- legasta ræða, sem jeg hefi heyrt flutta á enskri tungu, enda kem- ur dómbærum stjórnmálaandstæð- ingum Sir Oswalds, eins og t. d. blaðamanninum John Gunther og skáldinu Bernhard Shaw, saman um, að hann sje nú líklega snjall- asti ræðumaður í Englandi. Á eftir Maxton tekur fjöldi minni þektra þingmanna til máls. Á meðal þeirra eru þó Sandys, tengdasonur AVinston Churchills, og Stephen nokkur, fulltrúi ó- Chamberlain. háða verkamannaflokksins. Sá síð- arnefndi veitist með offorsi miklu að Chamberlain og krefst þess, að Churchill taki við stjórnarforsæti. Þá kveða við hlátrasköll um bekki stjórnarsinna. - - ★ Mesti móðurinn er þegar runn- inn af stjórnarandstæðingunum; smáspámennirnir úr báðum örmum eru farnir að leggja orð í belg, svo að ónauðsynlegt er að fylgjast ná- kvæmlega með umræðunum, en gott tækifæri til þess að virða bet- ur fyrir sjer hina ýmsu þingmenn. Á fremsta bekknum, hægra megin við forsetann, situr stjórn- in. Þetta er ekki alveg rjett, því að það eru ekki hinir 76 meðlim- ir stjórnarinnar (Government)j heldur hinir 23 meðlimir ráðuneyt- isins (Cabinet), sem þarna eiga sæti. Þótt þessir 23 ráðherrar sjeu svo valdamiklir, að enskir kjós- endur myndu fyllast vandlætingu, ef slíku einræði væri beitt í Af- ganistan eða Akraneshreppi, þá eru nú ekki einu sinni til nægileg sæti handa þeim ötlum á fremsta bekknum, svo að altaf verða ein- hverjir að vera fjarverandi eða standa! I dag er mjög þröngt setið á stjórnarbekknum. Yst á bekknum getur að líta verkamálaráðherr- ann, Ernest Brown, og við hlið hans er Sir Kingsley Wood, flug- málaráðherra. Utar á bekknum er IIore-Belisha, hermálaráðherra. Hann er jafnan broshýr mjög, og talinn vera sá ráðherranna, sem oftast eru teknar myndir af. I stjórnmálunum er hann eimi af leiðtogum þjóðlega frjálslvnda flokksins, en að ætterni er haun Gyðingur. Hann og Burgin, birgðamálaráðherra eru víst einir gyðingaættar í stjórninni. Næstir í röðinni eru þeir Sir John Siinon og Chamberlain. Á vinstri hönd Chamberlains situr Sir Samuel Hoare. I útliti ber hann ósvikið aðalsmarks. Mesta frægð gat hann sjer fyrir afskifti sín af Indlands- málunum. Hann hjelt 600 ræður um Indlandslögin nýju og svaraði 15.000 spurningum um sama efni. Það helsta, sem honum er auk þess til lista lagt, er að tala sæmi- lega rússnesku og vera snjall á skautum. Lengra í burtu má einn- ig kenna Malcolm Mac Donald, lítinn mann með gleraugu, sem nú er nýlendumálaráðherra, og Dor- man-Smith, stórvaxinn myndar- mann, er gegnir hinu erfiða og vanþakkláta starfi að vera land- búnaðarmálaráðherra. Ef skygnst er aftar á bekkina eða á þann fremsta bekk stjórn- arsinna, sem er fjær forsetanum, getur að líta margt stórmenna. Skal þá fyrst frægan telja Win- ston Churchill. Hann er hjer gam- all í hettunni og hefir verið einna umsvifamestur af enskum stjórn- málamönnum, því að hann hefir meðal annars verið: verslunar- mála-, innanríkismála-, flotamála-, skotfæra-, hermála-, flugmála-, ný- lendumála- og fjármálaráðherra! Flest nema forsætisráðherra. Um stórgáfur Churchills efast enginn, en margir telja hann beggja handa járn í stjórnmálum og æfintýra- gjarnarj en góðu hófi gegnir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.