Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Side 1
JfóorgtraMaðsíns 9. tölublað. Sunnudaginn 3. mars 1940. XV. árgangur. I»»fold*r>rtn>*nxuej« k.f. Brjef frá Bjarna Thorarensen til Bjarna Þorsteinssonar amtmanns Gufunesi 29da nóvbr. 1822. Guðni Jónsson magister, sem hefir afritað brjefið, hefir þýtt erlendu orðin í brjefinu og eru þýðingarn- ar í svigum í textanum. Hávelborni herra amtmað- ur minn! jer mun þykja kveðjan nokkuð ókunnugleg og kannske ívið pedantisk —, jeg get ei að því gjört hjeðan af nema með því að skemma pappírinn, og þar til er jeg orðinn of góður oeeonom (of sparsamur), en hável — kom fyrst í leiðslu, en hitt svo á eftir með vilja, þar svo langt var komið. Sed nimis multa de nugis (en nú ger- ist jeg alt of margorður um smá- muni). Hvað þú annars hugsar um mig, að jeg ekki hefi skrifað þjer til í svo langan tíma, veit jeg ekki, en hvað þú hefir orsök til að hugsa, veit jeg. En svo stóð á fyrir mjer í vor, að jeg í sannleika að segja mátti kallast önnum kafinn, því frá því á sumarmálum til 15. júlii fór jeg 12 ferðir suður, hjelt mann- alsþingin í Árnessýslu, pólitíerjett, meðhöndlaði og dæmdi eitt þjófs- mál, skipti mörgum smærri og stærri dánarbúum, setti bú á hálfu Hjálmholtinu, flutti mig suður og fór að byggja hjer, að hverju jeg hefi verið til nú, en í haust farið tvær ferðir austur etc. En ferðir hefi jeg ei vitað vestur fyrr en í ótíma og ei haft pössun á að hafa brjef tilbúin fyrirfram. Það, sem annars fyrir utan búskaparstapp mitt hefir mest tafið mig, erui byggingar mínar, því jeg hafði' engan almennilegan mann við þær fyrr en fyrir mánuði síðan; jeg varð þess vegna sjálfur að segja fyrir öllu með þær og svo gott sem vera yfirsmiður sjálfur og mátti jafnvel ekki líta augunum af þessum klaufum. Jeg veit þess vegna, að þú að nokkru leyti munt afsaka mig, en játa skal jeg, að þú getur það ei að öllu leyti. — Jeg óska annars, að þú fáir dug- legri menn til að byggja hjá þjer en jeg hafði hjá mjer í sumar. Og þar eð jeg heyri, að þú ætlar að fara að reisa bú á Brimilsvöilun- um í vor, hvar með jeg einlæglega óska þjer til lukku, ætla jeg að segja þjer propter in illa re comm- unia studia (vegna sameiginlegs á- huga okkar á þessu máli), hvað jeg hefi orðið að byggja hjer í ár, því mikið hefi jeg enn ógjört. Jeg hefi nefnilega látið byggja bæjardyr með lofti yfir, kálgarð á bæjarhlaði, fjárhús með bálka, hjall og hesthús, hestarjett, rifið bæði stofuhróin, sem þú kannske manst eftir, og bygt eina nýja, sem er með 2 fögum af 8 rúðna gluggum á framþili, 3x/i álna há undir loft, 6 álna breið millum þilja og 11 álna löng, með skor- steini, eða búi og eldhúsi í að aftanverðu (þ. e. Seltjærnicus (á máli Seltirninga) kokkhúsi og Spisekamersi), undir súð með lofti. Húsið er með jarðveggjum og snidduþaki (sem ætíð mun best reynast hjer á landi), en þil á igöflum og plægt bæði hið ytra og innra þil, hvorttveggja af óflett- um borðum og harðtroðið engja- mosa á milli, sem ætíð er nauð- synlegt til að varna raka, en hefil- spænir, sem smiðir í Reykjavík recommendera (mæla með) sterk- lega, eru ónýtir, sem von er, því bæði eru þeir betri Varmeleder en þui’r mosi og þar fyrir utan verð- ur þeim aldrei svo troðið sem mos- anum, en hjer á landi er það fyrsc og fremst að geta haft heitt hjá sjer á vetrum. I sumar get jeg ei látið byggja meira, en lifi jeg að sumri, hugsaði jeg að bæta einni stofu við, því daglega íveruhús sitt getur maður þó ekki haft til að bjóða honoratioribus (virðinga- mönnum, heldri gestum) inn í. Um sýslu administroriade (stjórn) mína gerði jeg mikið vindig Indberetning (raupsama skýrslu) til Rentukammers, og því er maklegt, að þú fáir lítinn gúst (smekk) af henni. Jeg hefi nefni- lega látið leggja nýjan veg yfir Ólafsskarð, komið annari reglu á um refaveiðar, sem smjaðrarar mín ir segja, að alla reiðu í ár hafi haft góða verkun. Jeg hefi fyrstur byrjað að gjöra menn ómynduga fyrir fóðratökur og er jafnvel kominn á spor eftir steinkolum, sem eftirmaður minn mun slá smiðshöggið á. Vegabótum hefi jeg einnig í það heila gjört betri framkvæmd á. Þefað upp lausa- menn og kúgað þá í vistir. Skúla- skeið á Kaldadal hefi jeg einnig látið ryðja upp á eigin kostnað,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.