Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Qupperneq 8
12 LK8B0K MOROUNBLAf>8INB ar ilt var í sjóinn og mikils þurfti við, færi af Tómasi öll leti, og muuaði þá um er hann tók til höndum. Á þessum árum voru Tómasi veitt þrjú eða fjögur prestaköil, flest austur í Múlasýslum, en svo var fátækt h.ans mikil, að ekki treysti hann sjer til að komast þangað austur og taka við þeim. Vorið 1807 var Tómas skipaður að- stoðarprestur hjá síra Þorkeli Guðnasyni í Múla. Flutti hann sig búferlum til Flateyjar á Breiða- firði og mátti þá svo heita, að aleigan væri ein kýr. Þegar síra Þorkell dó, tveim árum síðar, fjekk Tómas veitingu fyrir em- bættinu og bjó á Austurbæ í Flat- ey um 16 ára skeið. Segir hanu að þar kafi sjer liðið best um æfina og ánægðastur lifað. Árið 1823 fluttist hann frá Flatey og fjekk veitingu fyrir Garpsdal. Dvaldi hann þar í 13 ár og bjó jafnan við allmikla fátækt. Árið 1836 var honum veitt Holt í Ön- undarfirði, þar sem afi hans og langafi höfðu verið prestar í meira en 80 ár. Tómas flutti vestur sam- sumars, en þá bjó síra Jón Ás- geirsson í Holti með þunga fjöl- skyldu. Hafði hann verið aðstoð- prestur Ásgeirs prófasts föður síns. Bjó Tómas því á hálfri kirkju- jörðinni Vöðlum, fyrsta ár sitt í Önundarfirði. Þar tók að bera á ringli í honum, sem snerist brátt upp í hreina geðbilun. Þó var hann jafnan heilbrigður annað veifið. Sigurður sonur hans var um þetta leyti nýorðinn stúdent, og tók Tómas hann sjer fyrir aðstoð- arprest. Sá Sigurður eftir það um flest prestverk, því með aldrinum ágerðist geðbilunin hjá föður hans. Síðustu árin talaði síra Tómas ráð- leysu eina og gat ekki sint neinum embættisverkum. Sagði hann af sjer prestskap árið 1847, en and- aðist í Holti, tveim árum síðar, hinn 13. október 1849. Síra Tómas var með allra stærstu mönnum, yfir þrjár álnir á hæð og samsvaraði sjer vel. Hann var mjög spengilega vaxinn, herðabreiður og miðmjór, með þreklegar hendur og þrýstna kálfa. Ekki þótti hann fríður í andliti, en ærið mikilúðlegur, dökk ur á hár og brúnamikill, háradd- aður og digur í málrómi. Hann vóg 24 íjórðunga í hempunni þeg- ar hann vígðist, og var þó ístru- laus. tíúa Tómas var með sterk- ustu mönnum, en heldur þótti hann spara kraítana. Drykkjumaður var hann mikiii og mun sá löst- ur hafa verið meginorsökin að fá- tækt hans, og ef tii vill leitt af sjer sjúkdóm þann, sem hann hiaut á efri árum. Ýmsar sögur gauga um síra Tómas, bæði kraíta hans og ein- kennilega hætti. Fara nokkrar þeirra hjer á eftir. Það var einhverju sinni, meðan Tómas var í Garpsdal, að maður sá kom til kirkju, meðan á messu stóð, sem Guðlaugur hjet. Guð- iaugur þessi var jafnan kallaður „Goggur“. Hann hittir svo á, að þegar hann kemur að kirkjudyr- um, er prestur fyrir altarinu. Dok- ar hann því við um stund. Þegar síra Tómas snýr sjer frá altarinu til að tóna pistilinn, sjer hann hvar Guðlaugur stendur. Tekur hann til orða: „Kærir bræður! — Kippið honum Gogg inn fyrir staf- inn!“ Svo hjelt hann áfram með pistilinn. Einhverntíma á síðari prestskap- arárum síra Tómasar, eftir að fór að bera á rugli á honum,var hann að gifta í Holtskirkju. Hjelt hann þá hina undarlegustu ræðu og end- aði á fyrirbæn, þar sem hann sagði meðal annars, að hann bæði Guð að lýsa brúðhjónunum með náðar- ljósi sínu, alt inn í eilífustu myrk- ur. Sú er sögn í Önundarfirði, að eitt sinn hafi átt að járna ungan og lítt taminn fola, sem leit út fyrir að verða hið mesta hestefni og Tómas hafði miklar mætur á. Folinn ljet mjög illa við járning una og rjeðu menn ekkert við hann. Var þá Tómas prestur sótt- ur til hjálpar.Dró hann beislis tauma folans í hring sem var í hestasteininum og smokkaði sleiki- fingri hægri handar í taumlykkj- una, um leið og hann seildist eftir legg, sem hann ætlaði að smokka þar í. í því tók folinn að óskap- ast, stökk upp og rykti fast í, svo taumurinn skar nær í sundur fremsta köggul fingursins. Hjekk hann aðeins við á taug. Prestur reiddist og sló með sömu hendi heljarhögg á kjálka folans, svo kjálkinn brotnaði og varð að drepa folann þegar í stað. Iðraði prest mjög bráðræðis síns, þótt ekki yrði að gert. Bar hann menjar þessa upp frá því, því fremsta köggulinn vantaði af fingrinum. Sú er og sögn um krafta síra Tómasar, að kona nokkur átti nála pípu úr beini, erlent smíði og met- fje hið mesta. Hafði lok pípunnar skrúfast svo fast, að hún varð ekki opnuð, þótt maður gengi undir manns hönd. Var og reynt að skrúfa lokið af með töng, en það tókst ekki að heldur. Þetta barst í tal svo Tómas heyrði, og bað hann sýna sjer pípuna. Var það gert og skrúfaði hann lokið af þegar í stað, eins og það hefði laust verið. Ymsar fleiri sögur ganga af síra Tómasi, þótt þær verði ekki hjer skráðar. Gils Guðmundsson. T ækífærísstökur Cftir lijdlmar d liofi Aðferð sú er illa sjeð • annan núa lýtum. Varast þú að vega með veikum fúaspýtum. Flestir steita fót við stein, fjörs í grýttum haga. En jeg vil ekki bíta bein, sem búið er að naga. SJÁVARSÝN. Blossa vitar boðum á, báru titra vígin. Eygló ritar ofan frá ótal liti á skýin. STAKA. Ýmsum bagar útsýn smátt, annan fagurt dreymir; sumir hafa hertan mátt, hinum sagan gleymir. Hjálmar á Hofi. — Læknavísindin skýra frá því, að maður nokkur hafi fundið upp ágætt meðal við þunglyndi. -— Nú, það er líklega barþjónn!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.