Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 67 Hortt til baka. Yfirlit yfir árið 1939. Bragar dís! Þú lið mjer ljá laga vísur snjallar. Horfnu lýsa ári á, er æðstur prís má falla. Svo við horfði; er upp rann ár oss er forðar grandi. — Huldi storðu hríð og snjár hjer á Norðurlandi. Höfðu óþreyttu vetrar völd ■ voðir breitt á flóa, hjargir sneitt, þar kylja köld kornum þeytti snjóa. Högum lokar hríðar önn til húsa fokin vorra. — Heldust rok með frosti og fönn fram að lokum Þorra. Góa ör á þægðir þá þíddi stör og runna, lyfti skörum skýja frá skein þá fjörugt sunna. Þögnuðu hranna mælsku met mögnuðust annir stríðar, drögnuðust fannir fjær um set, fögnuðu grannar víða. ísa leysti lækjum af er leika reistu í glaumi. Árnar þeystu út á haf elfdar geistum straumi. Brædda flýði fönnin köld, flæddu víða skriður, æddu úr hlíðum fossafjöld, fæddist þýður kliður. Hjarða sægur, hýstur fyr, haga nægan fengu. Frostin væg og veður kyr. Vors að dægur gengu. Flestra meina bauð þá bót hlíðan hrein frá guðum, ekki sveina hreldi hót heldur einmánuður. Harpa blíð og hljúg í lund, bægði hríð og vosi, litkast hlíð og gróin grund grænu skrýðist flosi. Fjörgvaði svæði sólbros nýtt, svo það klæðum breytti. Vorið bæði bjart og hlýtt björg og gæðin veitti. Fuglar sungu sumaróð á sinni tungu lærðir; blóm útsprungin litka lóð, líf magnþrungið bærðist. Tíminn fetað fekk þá greitt fram, svo hvetji að önnum. Aldrei hret nje áfall neitt ama 1 jet að mönnum. Það var saga er fágæt finn Fróns um Skaga reiti að sjá haga algróinn um fardagaleyti. Enginn manna kulda kveið, Kári og hrannir þegja; áfram þannig lífið leið, Ijett um annir heyja. Báran svaf um sævartún, sælu gaf og yndi; ljek sólstafa rituð rún, rauð um haf og strindi. Brosti fjóla og fíflakrans, fóstraði sóley bali; málaði sólargeisla glans, grundir, hól og dali. Veðraraust ei vakti meins viðhorf. — Traust hjá lýðum. Gekk að haustið alveg eins amalaust með blíðu. Þó bliknaði fjóia og blómin smá, blæs við gjólur höstu; ekki sólar yndi brá alt að jólaföstu. Fjell þá snjór á hauður hægt, huldi flár og gjótu. Helst svo klára veður vægt vel að áramótum. Langblessuð var lánuð tíð með lífsfögnuði og gæðum; gnægtir buðust landsins lýð. Lof sje guði á hæðum. Slíkt mun varla afbragðs ár okkar falla á daga. Hjer skal falla hróður smár, er hripaði karl á Skaga. Sigurjón Jónsson, Skefilstöðum. Dönsk hjúkrunarsveit, sem starf- ar í Finnlandi. Þetta var ein af fyrstu dönsku hjtikrunarsveitun- um, sem fóru til Finnlands. Þessir fjórir ungu dönsku menn eru allir læknar og dvelja nú „ein- hversstaðar í Finnlandi“, sem sjálfboðaliðar í finska hernum. Fremst til vinstri sjest Knyd Höy- er og Einar Theilgaard, aftari röð Johs Thyssen og Svmid Ulrieh.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.