Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Side 2
H _______________________________ •n, inter nos (okkar á milli sagt), slíkt skal jeg aldrei gjöra oftar, ög það verð jeg að segja þjer, livernig atvikaðist: Jeg var nefni- lega ásamt með etatsráði E(inar- sen) og nábúa mínum eitt sinn til borðs í vor hjá stiftamtmanni, og kom þá ræðan niður á vegabótum, og varð mjer þá að orðum, að það væri nationalskömm (þjóðar- skömm), að Kaldidalur, hvar svo margur um fer, ekki væri ruddur, og proponeraði (lagði til, stakk upp á) jeg þá við stift- amtmann að uppáleggja Borgfirð- ingum og Árnesingum að ryðja hann. En nábúi minn opponeraði (nábúi minn (þ. e. Magnús Step- hensen í Viðey) mótmælti) í kröft- ugasta máta þar á móti, svo stift- amtmaður fjell frá því. En jeg sem var þá fullur af „Öli og Nidkjærhed“ (öli (víni) og vand lætingasemi), varð indignabundus (gramur, stórorður) við þessa for- aktanlegu manneskju og sagði, að verkið væri ekki nen a tveggja manna verk í hálfan mánuð og kostnaðurinn ei of þungur einum. Fjekk jeg svo tvo menn til verks ins, og leystu þeir það vel af hendi, en það heila kostaði mig eina 20 rd. Stiftamtmaður og etatsr(áð) E(inarsen) vildu báð- ir kosta til þess með mjer, en þar útgiftin ei var stærri, vildi jeg ekki þiggja það. Þjer mun þykja jeg hafa nógu gífurlega til orðs tekið, að jeg kallaði þann ónefnda mann „for- aktanlegan", en sögu skal jeg segja Þjer til að rjettlæta þetta svæsna orðatiltæki: í sumar gat jeg innfríað Pantobligation (inn- ieyst (greitt) veðskuldarbrjef) í Gufunesinu og ljet aflýsa henni fyrir Landsyfirrjetti. En þegar að henni kom, gat mannskepnan ekkí leynt óánægju sinni, sem Ijet síg í Ijós með litaskiptum, þungum og' sífeldum dæsum og dictamine til Secreterans (brettum til skrifar- ans) með óvenjulegum ólundar- rómi. Um sannleika þessarar sögu er etatsráð Einarsen til vitnis. Það er satt, þú lastar kvæði mitt um Eyjafjalla skallann. Þetta máttu vita er að hræra við nýr- unum í okkur skáldunum. Því var Verr, að söngur hans varð seinna LBSBÓK MORGUNBLAÐSlNfi of alvarlegur, en að því gat jeg ekki þá gjört. Og þegar jeg ab- strahera frá efninu, þá veit jeg ekki, hvort innklæðsla og útfærsla er verri í því kvæðistetri en öðr- um frá mjer. Það um Fougué, sem innfært er í Sagnablöðin, er sann- arlega og helst í endanum ekki betur útfart, þó sumir hafi jafn- vel hrósað því öllu! Það er ekki ætíð æsthetisk (fagurfræðilega) ljótt, sem getur gjört skaða. Sjór- inn hefir mörgum sálgað og er þó hátignarleg höfuðskepna; eins skruggur og eldingar, sem skáld em búin að ríða sig þreytt á og Oehlenschl(æger) því hefir bann- að að brúka nema til kirkju á suunudögum. Jeg óska þjer til lukku með son þinn. Við megum báðir flýta okk- ur að ljúka þeim börnum af, sem við ætlurn að fabriquera (fram- leiða), því við erum farnir að eldast. — Konu minni og tveim drengjum líður allvel, og sjálfur er jeg við það gamla. — Öefjord eignaðist son í haust, sem heitir Vigfús. Tíðindi öll veit jeg aðrir segja þjer, og geng jeg því fram hjá þeim og hefi því einungis látið brjef þetta snúast um mitt Jeg. Gjörðu sama með þitt, ef þú skrif ar mjer til, sem jeg ei get ætlast til, að verði rjett fljótt, eftir því sem jeg hefi farið undir fötin við þig. Jeg bið þig að heilsa þinni elskulegustu frú kærustu og barni þínu, en með sannri virðingu er jeg Þinn skuldbundinn elskandi vin B. Thorarensen. — Þjer eruð að verða of feitur, Jensen. Þjer ættuð að reyna megr- unarmeðul. — Jeg hefi reynt það, en ár- ■angurinn var magur! ★ — Þessi bekkur geymir minn- ingar. Það var við þenna bekk, sem jeg bað Bodil Ibsen, leikkonu í Konunglega leikhúsinu, að koma á stefnumót. — Hvað segirðu, Bodil Ibsent, segðu mjer frá því! — Það er frá engu að segja. — Ilún kom ekki á stefnumótið! Skák. Einvígið Keres—Euwe 1939—’40. Drotningarindverskt. llvítt: M. Euwe. Svart: P. Keres. 1. d4 ,Rf6; 2. c4, e6; 3. Rf3, (Gefur svörtu kost á að velja drotningarindversku vörnina með góðum árangri.) 3......b6; 4. g3, (Talið best.) 4....Bb7; 5. Bg2, Be7; 6. 0—0, 0—0; 7. Rc3, Re4; 8. Dc2, RxR; 9. DxR, (Betra er talið pxR.) 9......d6; 10. Dc2, f5; 11. Rel, Dc8; 12. e4, Rd7; (Best: Ef 12.......pxp; 13. Bxp, BxB; 14. DxB, og svart verður annað hvort að leika Ra6 eða c6 og er hvorugt gott.) 13. d5, (Of mikið í ráðist. Hvítt getur ekki lokað skálínunni g2—b7 sjer til gagns.) 13...... fxe; 14. Dxe4, Rc5; 15. De2, (Betra var Dc2.) 15. .... Bf6!; (Hindrar b4 og gerir hróknum mögulegt að valda peðið á e6 og ógna drotningunni.) 16. Bh3, He8; 17. Be3, (Hótar BxR og síðan Bxp+. Betra virðist Rd3 og ef 17......Dd8; þá 18. RxR, pxp; 19. RxB, og hvítt vinnur mann.) 17.......Dd8!; 18. BxR, (Ekki gott, en hvað átti hvítt að geraf) 18.......pxp!; 19. Be6+, Kh8; 20. Hdl, dxc5; 21. Rg2, (Ef pxp, þá einfaldlega Bxp.) 21. .. .. d4; 22. f4?, (Óskiljanlegur leik- ur. Hvítt vinnur nú fljótt og glæsilega.) 22.....d31; 23. Hxp, Dxll!; 24. DxD, Bd4+; 25. Hf2. HxB; 26. Kfl, Hae8; 27. f5, He5; 28. f6, gxf; 29. Hd2, Bc8; 30. Rf4, He3; 31. Dbl, Hf3+; 32. Kg2, HxR!; 33. pxH, Hg8+; 34. Kf3, Bg4+; og hvítt gaf, því svart mátar eða vinnur drotninguna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.